Íslenski boltinn

Fram líka fljótt að finna nýja ást

Sindri Sverrisson skrifar
Anton Ingi Rúnarsson (fyrir miðju) er að taka við kvennaliði Fram eftir að hafa starfað um árabil í Grindavík.
Anton Ingi Rúnarsson (fyrir miðju) er að taka við kvennaliði Fram eftir að hafa starfað um árabil í Grindavík. Facebook

Framarar hafa ráðið Anton Inga Rúnarsson sem nýjan þjálfara kvennaliðs félagsins í fótbolta og hann mun því stýra Fram í Bestu deildinni næsta sumar.

Frá þessu er greint á Fótbolta.net í dag. Anton Ingi tekur við Fram af Óskari Smára Haraldssyni sem hætti eftir nýafstaðið tímabil og sagði metnað sinn og Fram ekki samræmast.

Óskar Smári tók við Stjörnunni og sagðist í viðtali við Vísi hafa fundið fyrir smá ástarsorg við viðskilnaðinn við Fram, eftir fjögur ár, en að þá væri gott að finna sér nýja ást sem fyrst. Það hafa Framarar nú gert sömuleiðis.

Anton Ingi hefur undanfarin ár starfað hjá Grindavík undanfarin átta ár, þar á meðal á mjög krefjandi tímum eftir rýmingu bæjarins vegna eldgosa, þar sem hann var til að mynda yfirþjálfari sem og þjálfari meistaraflokks kvenna síðustu ár. Hann lauk svo tíma sínum hjá Grindavík á að taka þátt í að stýra karlaliði félagsins í lokaumferðum Lengjudeildarinnar og forða því frá falli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×