Rúnar Páll: Dómarinn var drullulélegur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júlí 2015 22:05 Rúnar Páll Sigmundsson var ósáttur við Belgann á flautunni. vísir/vilhelm Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 4-1 tap fyrir Celtic í kvöld og 6-1 samanlagt. Stjarnan komst yfir með marki Ólafs Karls Finsen snemma leiks en Celtic jafnaði metin á 33. mínútu. Rúnar Páll segir að það mark hafi aldrei átt að standa. „Við spiluðum vel í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var ekki góður þegar þeir skoruðu í upphafi síðari hálfleiks en heilt yfir var ég mjög stoltur af strákunum,“ sagði Rúnar Páll eftir leikinn í kvöld. „Þeir sköpuðu engin færi í fyrri hálfleik nema í föstum leikatriðum. Mér fannst fyrsta markið þeirra vera brot og mér fannst dómgæslan bregðast þar.“ Hann segir að 4-1 tap gefi slæma mynd af leiknum. „Þeir refsuðu okkur um leið og við gefum færi á okkur. Það var óþarfi að fá þessi tvö síðustu mörk á okkur því við spiluðum vel í stöðunni 2-1. Við hefðum getað jafnað þá og það hefði verið mjög skemmtilegt fyrir okkur.“ „Á 80. mínútu var ég mjög ánægður með liðið og stöðuna í leiknum. Það skemmdi augnablikið að fá síðustu tvö mörkin.“ Hann hrósaði sínum mönnum, sérstaklega fyrir markið og varnarleikinn í fyrri hálfleik. Þá segir hann ljóst að það var brotið á Stjörnumönnum í fyrsta marki Skotanna. „Hann [Ciftci] ýtir Pablo á Gunnar. Það er bara fríspark. Það er leiðinlegt að fá svoleiðis mark á sig.“ „Dómarinn var drullulélegur í þessum leik. Hann dæmdi illa og var óöruggur í öllum aðgerðum. Það bitnaði á báðum liðum þó svo að það hafi hallað aðeins meira á okkur.“ „Svona er þetta. Það er stutt á milli í þessu en eftir stendur að ég er hreykinn og stoltur af mínum mönnum í þessum tveimur viðureignum.“ „Ég vona að þetta gefi okkur kraft fyrir Pepsi-deildina því við höfum verið að spila feykilega vel. Auðvitað gefur það okkur byr undir báða vængi, sérstaklega ef við getum sýnt að við getum spilað góða vörn.“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58 Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 4-1 tap fyrir Celtic í kvöld og 6-1 samanlagt. Stjarnan komst yfir með marki Ólafs Karls Finsen snemma leiks en Celtic jafnaði metin á 33. mínútu. Rúnar Páll segir að það mark hafi aldrei átt að standa. „Við spiluðum vel í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var ekki góður þegar þeir skoruðu í upphafi síðari hálfleiks en heilt yfir var ég mjög stoltur af strákunum,“ sagði Rúnar Páll eftir leikinn í kvöld. „Þeir sköpuðu engin færi í fyrri hálfleik nema í föstum leikatriðum. Mér fannst fyrsta markið þeirra vera brot og mér fannst dómgæslan bregðast þar.“ Hann segir að 4-1 tap gefi slæma mynd af leiknum. „Þeir refsuðu okkur um leið og við gefum færi á okkur. Það var óþarfi að fá þessi tvö síðustu mörk á okkur því við spiluðum vel í stöðunni 2-1. Við hefðum getað jafnað þá og það hefði verið mjög skemmtilegt fyrir okkur.“ „Á 80. mínútu var ég mjög ánægður með liðið og stöðuna í leiknum. Það skemmdi augnablikið að fá síðustu tvö mörkin.“ Hann hrósaði sínum mönnum, sérstaklega fyrir markið og varnarleikinn í fyrri hálfleik. Þá segir hann ljóst að það var brotið á Stjörnumönnum í fyrsta marki Skotanna. „Hann [Ciftci] ýtir Pablo á Gunnar. Það er bara fríspark. Það er leiðinlegt að fá svoleiðis mark á sig.“ „Dómarinn var drullulélegur í þessum leik. Hann dæmdi illa og var óöruggur í öllum aðgerðum. Það bitnaði á báðum liðum þó svo að það hafi hallað aðeins meira á okkur.“ „Svona er þetta. Það er stutt á milli í þessu en eftir stendur að ég er hreykinn og stoltur af mínum mönnum í þessum tveimur viðureignum.“ „Ég vona að þetta gefi okkur kraft fyrir Pepsi-deildina því við höfum verið að spila feykilega vel. Auðvitað gefur það okkur byr undir báða vængi, sérstaklega ef við getum sýnt að við getum spilað góða vörn.“
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58 Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira
Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58
Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14