Íslenski boltinn

Formaður ÍBV: Best að hafa Inga og Andra áfram

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Logi þjálfaði síðast Stjörnuna 2013.
Logi þjálfaði síðast Stjörnuna 2013. vísir/valgarður
Samkvæmt heimildum Vísis vill ÍBV fá Loga Ólafsson inn í þjálfarateymið út tímabilið í Pepsi-deild karla í fótbolta.

Þjálfaramálin eru í upplausn hjá Eyjamönnum eftir að aðstoðarþjálfarinn Tryggvi Guðmundsson var rekinn fyrir agabrot og þá hefur aðalþjálfarinn Jóhannes Harðarson verið mikið frá vegna fjölskylduástæðna.

Jóhannes sneri aftur í síðasta leik þegar ÍBV tapaði, 3-1, fyrir ÍA á Skaganum, en Eyjamenn eru í næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar.

Logi Ólafsson þjálfaði síðast Stjörnuna í Pepsi-deildinni og kom liðinu í Evrópukeppni fyrstur manna áður en hann var leystur frá störfum.

„Logi er ekkert að koma hingað,“ sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Vísi í dag.

Aðspurður hvort Logi hefði gefið Eyjamönnum afsvar sagði Óskar: „Við ætlum bara að klára þetta sjálfir. Ingi og Andri hafa verið með þetta og það er best að hafa þá áfram.“

Mennirnir sem um ræðir eru Ingi Sigurðsson og Andri Ólafsson, en þeir hafa séð um Eyjaliðið ásamt Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara, sem hefur hjálpað uppeldisfélagi sínu í gegnum erfiðleikana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×