Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru enn án sigurs á heimavelli í Pepsi-deildinni eftir 1-1 jafntefli við ÍA í dag.
Stjörnumenn komust yfir á 38. mínútu með marki Ólafs Karls Finsen og hagur þeirra vænkaðist enn frekar á 63. mínútu þegar Albert Hafsteinsson, miðjumaður ÍA, var rekinn af velli.
En tíu Skagamenn gáfust ekki upp og varamaðurinn Garðar Gunnlaugsson jafnaði metin á 76. mínútu. Átta mínútum síðar fengu Stjörnumenn vítaspyrnu þegar Jón Vilhelm Ákason brá Guðjóni Baldvinsson í teignum en Guðjón var að leika sinn fyrsta leik með Stjörnunni eftir heimkomuna.
Hinni mjög svo öruggu vítaskyttu, Halldóri Orra Björnssyni, brást hins vegar bogalistin á punktinum en spyrna hans hafnaði í stönginni.
Mörkin og helstu atvik úr leiknum má sjá í myndbandinu hér að ofan.
Sjáðu mörkin úr jafnteflisleik Stjörnunnar og ÍA | Myndband
Tengdar fréttir

Sögulega slakt hjá Stjörnunni
Stjörnuliðið er í botnsæti á tveimur listum yfir slakt gengi í titilvörn.

Guðjón Baldvinsson gerði þriggja ára samning við Stjörnuna
Framherjinn kominn heim í Garðabæ eftir átta ára fjarveru en hann spilaði fyrsta leikinn fyrir uppeldisfélagið árið 2003.

Garðar: Fann um leið að boltinn væri á leið í markið
Garðar Gunnlaugsson kom inn af bekknm og tryggði ÍA stig gegn meisturunum í Garðabænum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍA 1-1 | Garðar hetja tíu Skagamanna
Stjarnan og ÍA skildu jöfn, 1-1, í fyrsta leik seinni umferðar Pepsi-deildar karla í dag.

Fer Stjarnan líka til Aserbaísjan?
Ef Stjarnan slær Celtic úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fer liðið annað hvort til Aserbaísjan eða Svartfjallalands.

Guðjón: Þetta var klúður frá upphafi
Garðbæingurinn ánægður með að vera kominn heim en dvölin hjá Nordsjælland var ekki jákvæð.

Rúnar: Jeppe á framtíð í Garðabænum
Þjálfari Stjörnunnar stillti upp í 4-4-2 í dag í svekkjandi jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli.