Danski miðjumaðurinn Jacob Schoop, sem hefur verið besti leikmaður KR í Pepsi-deildinni í sumar, klárar tímabilið með Vesturbæjarliðinu.
Þetta staðfestir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, við fótbolti.net, en KR-ingar gátu misst Schoop þegar leikmannaglugginn verður opnaður á Norðurlöndum 15. júlí.
Samlandi Schoop, framherjinn Sören Frederiksen, framlengdi samning sinn við KR um eitt ár og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð.
Sören fer vel af stað með KR í deildinni og er búinn að skora þrjú mörk í ellefu leikjum.
Gengið var frá nýjum samningum við leikmennina á Írlandi þar sem KR-liðið er statt og mætir Cork City í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.
Schoop klárar tímabilið | Frederiksen semur út næsta ár

Tengdar fréttir

Hólmbert Aron búinn að skrifa undir samning við KR
Hólmbert Aron Friðjónsson hefur gengið frá tveggja og hálfs árs samning við KR og verður löglegur með Vesturbæjarliðinu í Pepsi-deildinni þegar glugginn opnar 15. júlí næstkomandi.