Þróttur jók forskot sitt á toppnum | Úrslitin í 1. deild karla í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2015 15:45 Dion Jeremy Acoff skoraði í kvöld. Vísir/Ernir Þróttarar eru komnir með fjögurra stiga forskot á toppi 1. deildar karla í fótbolta eftir sigur á Ásvöllum í kvöld því Ólafsvíkur-Víkingar náðu bara jafntefli á Akureyri á sama tíma.Þróttur vann 2-1 útisigur á Haukum og hafa Þróttarar nú náð í 24 stig af 27 mögulegum í fyrstu níu umferðunum. Ólafsvíkur-Víkingar eru með 20 stig og síðan er Fjarðabyggð, Þór og KA öll með fimmtán stig. Viktor Jónsson og Dion Jeremy Acoff skoruðu mörk Þróttara á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og það dugði liðinu til að landa öllum stigum þremur. Haukur Björnsson minnkaði muninn á 52. mínútu en nær komust Haukarnir ekki.Emir Dokara kom Ólafsvíkur-Víkingum í 1-0 á 30. mínútu móti KA á Akureyrarvelli en Elfar Árni Aðalsteinsson jafnaði metin þremur mínútum fyrir hálfleik. Þannig urðu síðan lokatölurnar í leiknum.Guðmundur Atli Steinþórsson tryggði HK annan dramatíska sigurinn í röð í uppbótartíma þegar liðið vann 2-1 útisigur á Fram í fyrsta heimaleik Framliðsins í Úlfarsárdalnum. HK vann 3-2 sigur á KA í leiknum á undan eftir að hafa skorað tvö mörk í uppbótartíma og Guðmundur Atli Steinþórsson sem skoraði bæði mörk HK í kvöld skoraði annað þeirra marka. Framarar jöfnuðu metin á móti HK eftir að hafa verið marki undir í 67 mínútur og manni færri í 16 mínútur eftir að Eyþór Helgi Birgisson fékk að líta rauða spjaldið á móti sínum gömlu félögum. HK missti Aron Þórður Albertsson af velli með rautt spjald á annarri mínútu í uppbótartíma en Guðmundi Atla tókst samt að tryggja liðinu sigurinn á 94. mínútu.Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í kvöld.Haukar - Þróttur 1-2 0-1 Viktor Jónsson (3). 0-2 Dion Jeremy Acoff (20.) 1-2 Haukur Björnsson (52.)KA - Víkingur Ólafsvík 1-1 0-1 Emir Dokara (30.) 1-1 Elfar Árni Aðalsteinsson (42.)Fram - HK 1-1 0-1 Guðmundur Atli Steinþórsson (6.) 1-1 Brynjar Benediktsson (73.) 1-2 Guðmundur Atli Steinþórsson (90.+4)Grótta - Selfoss 0-0 Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá úrslit.net Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Þróttarar eru komnir með fjögurra stiga forskot á toppi 1. deildar karla í fótbolta eftir sigur á Ásvöllum í kvöld því Ólafsvíkur-Víkingar náðu bara jafntefli á Akureyri á sama tíma.Þróttur vann 2-1 útisigur á Haukum og hafa Þróttarar nú náð í 24 stig af 27 mögulegum í fyrstu níu umferðunum. Ólafsvíkur-Víkingar eru með 20 stig og síðan er Fjarðabyggð, Þór og KA öll með fimmtán stig. Viktor Jónsson og Dion Jeremy Acoff skoruðu mörk Þróttara á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og það dugði liðinu til að landa öllum stigum þremur. Haukur Björnsson minnkaði muninn á 52. mínútu en nær komust Haukarnir ekki.Emir Dokara kom Ólafsvíkur-Víkingum í 1-0 á 30. mínútu móti KA á Akureyrarvelli en Elfar Árni Aðalsteinsson jafnaði metin þremur mínútum fyrir hálfleik. Þannig urðu síðan lokatölurnar í leiknum.Guðmundur Atli Steinþórsson tryggði HK annan dramatíska sigurinn í röð í uppbótartíma þegar liðið vann 2-1 útisigur á Fram í fyrsta heimaleik Framliðsins í Úlfarsárdalnum. HK vann 3-2 sigur á KA í leiknum á undan eftir að hafa skorað tvö mörk í uppbótartíma og Guðmundur Atli Steinþórsson sem skoraði bæði mörk HK í kvöld skoraði annað þeirra marka. Framarar jöfnuðu metin á móti HK eftir að hafa verið marki undir í 67 mínútur og manni færri í 16 mínútur eftir að Eyþór Helgi Birgisson fékk að líta rauða spjaldið á móti sínum gömlu félögum. HK missti Aron Þórður Albertsson af velli með rautt spjald á annarri mínútu í uppbótartíma en Guðmundi Atla tókst samt að tryggja liðinu sigurinn á 94. mínútu.Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í kvöld.Haukar - Þróttur 1-2 0-1 Viktor Jónsson (3). 0-2 Dion Jeremy Acoff (20.) 1-2 Haukur Björnsson (52.)KA - Víkingur Ólafsvík 1-1 0-1 Emir Dokara (30.) 1-1 Elfar Árni Aðalsteinsson (42.)Fram - HK 1-1 0-1 Guðmundur Atli Steinþórsson (6.) 1-1 Brynjar Benediktsson (73.) 1-2 Guðmundur Atli Steinþórsson (90.+4)Grótta - Selfoss 0-0 Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá úrslit.net
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira