Spænskur miðvörður á leið til Fjölnis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2015 17:05 Fjölnismenn eru í 5. sæti Pepsi-deildarinnar. vísir/vilhelm „Þetta er leikmaður á þeim aldri sem við vorum að leita að, til að fá smá reynslu inn í varnarleikinn hjá okkur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, aðspurður um Jonatan Neftalí sem er á leið til Grafarvogsliðsins. Honum er ætlað að fylla skarð Daniels Ivanovski sem fór frá Fjölni um miðjan síðasta mánuð. Neftalí er þrítugur miðvörður frá Spáni sem hefur undanfarin fimm ár spilað með Vejle í næstefstu deild í Danmörku. „Við vorum bara í sambandi við menn sem eru að leita að leikmönnum fyrir okkur erlendis. Þetta nafn kom upp og ég kíkti á nokkrar myndbandsupptökur af honum og fékk svo líka góð meðmæli frá leikmönnum sem spiluðu með honum í Danmörku. Þetta var áhugaverður kostur.“ Neftalí kemur til landsins á sunnudaginn og gengst undir læknisskoðun á mánudaginn. Að öllu óbreyttu verður hann því orðinn leikmaður Fjölnis þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. Neftalí mun svo svo að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik fyrir Fjölni gegn ÍBV í Pepsi-deildinni 19. júlí. „Hann fær smá tíma til aðlagast liðinu og hópnum. Svo þarf hann líka að sanna sig til að komast í liðið,“ sagði Ágúst en er þetta svipaður leikmaður og áðurnefndur Ivanovski? „Það er erfitt að vera eins og hann. Þessi er sterkari og kannski meiri varnarmaður en Ivanovski sem var líka góður sóknarlega.“ Ágúst segir að ekkert annað sé í hendi en hann vonist til að fá 2-3 erlenda leikmenn á reynslu í næstu viku. Hann segir Fjölnismenn einnig horfa til innlendra leikmanna þótt það fari ekki mikið fyrir þeim í umræðunni um möguleg félagaskipti hér innanlands. „Þótt við séum ekkert að berjast við þessa stærstu klúbba og séum ekki sýnilegir erum við líka að biðja um þessa leikmenn,“ sagði Ágúst og bætti því við að Illugi Þór Gunnarsson sé væntanlegur aftur úr námi í Danmörku og muni hefja æfingar með Fjölni á næstunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
„Þetta er leikmaður á þeim aldri sem við vorum að leita að, til að fá smá reynslu inn í varnarleikinn hjá okkur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, aðspurður um Jonatan Neftalí sem er á leið til Grafarvogsliðsins. Honum er ætlað að fylla skarð Daniels Ivanovski sem fór frá Fjölni um miðjan síðasta mánuð. Neftalí er þrítugur miðvörður frá Spáni sem hefur undanfarin fimm ár spilað með Vejle í næstefstu deild í Danmörku. „Við vorum bara í sambandi við menn sem eru að leita að leikmönnum fyrir okkur erlendis. Þetta nafn kom upp og ég kíkti á nokkrar myndbandsupptökur af honum og fékk svo líka góð meðmæli frá leikmönnum sem spiluðu með honum í Danmörku. Þetta var áhugaverður kostur.“ Neftalí kemur til landsins á sunnudaginn og gengst undir læknisskoðun á mánudaginn. Að öllu óbreyttu verður hann því orðinn leikmaður Fjölnis þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. Neftalí mun svo svo að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik fyrir Fjölni gegn ÍBV í Pepsi-deildinni 19. júlí. „Hann fær smá tíma til aðlagast liðinu og hópnum. Svo þarf hann líka að sanna sig til að komast í liðið,“ sagði Ágúst en er þetta svipaður leikmaður og áðurnefndur Ivanovski? „Það er erfitt að vera eins og hann. Þessi er sterkari og kannski meiri varnarmaður en Ivanovski sem var líka góður sóknarlega.“ Ágúst segir að ekkert annað sé í hendi en hann vonist til að fá 2-3 erlenda leikmenn á reynslu í næstu viku. Hann segir Fjölnismenn einnig horfa til innlendra leikmanna þótt það fari ekki mikið fyrir þeim í umræðunni um möguleg félagaskipti hér innanlands. „Þótt við séum ekkert að berjast við þessa stærstu klúbba og séum ekki sýnilegir erum við líka að biðja um þessa leikmenn,“ sagði Ágúst og bætti því við að Illugi Þór Gunnarsson sé væntanlegur aftur úr námi í Danmörku og muni hefja æfingar með Fjölni á næstunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira