Ný leið til að stela metrum í aukaspyrnum: Færa froðuna Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2015 09:00 Svo virðist sem fótboltamenn geti ekki komist í gegnum heilan leik án þess að stela metrum í aukaspyrnum eða innkasti. Til að koma í veg fyrir þetta hafa dómarar víðsvegar um heiminn, nú meðal annars á Íslandi, notað sérstaka froðu til að merkja á völlinn hvar skal spyrna boltanum úr aukaspyrnum og hvar varnarveggurinn skal standa. En Sindri Snær Magnússon, leikmaður Keflavíkur, er búinn að finna leið til að stela metrum þrátt fyrir að búið sé að spreyja froðu á völlinn. Í 2-1 tapi Keflavíkur gegn Stjörnunni í gærkvöldi tók hann sig til og færði froðuna sem Valgeir Valgeirsson, dómari leiksins, var búinn að spreyja fyrir framan boltann þegar Keflavík fékk aukaspyrnu á nokkuð hættulegum stað. Pablo Punyed, leikmaður Stjörnunnar, var fljótur að klaga og var spyrnan á endanum tekin á réttum stað, en engu að síður nokkuð heiðarleg - eða óheiðarleg - tilraun hjá Sindra Snæ. Valgeir getur þó kannski kennt sér sjálfum um þar sem hann rétt svo spreyjaði litlum dropa fyrir framan boltann og gerði Sindra Snæ auðveldara um vik. „Sérðu hvað þeir eru nískir á þetta?“ spurði Hjörvar Hafliðason þegar Pepsi-mörkin tóku þetta fyrir í gær. „Ég held þetta sé dregið af laununum hjá þeim,“ svaraði Hörður Magnússon. Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Svo virðist sem fótboltamenn geti ekki komist í gegnum heilan leik án þess að stela metrum í aukaspyrnum eða innkasti. Til að koma í veg fyrir þetta hafa dómarar víðsvegar um heiminn, nú meðal annars á Íslandi, notað sérstaka froðu til að merkja á völlinn hvar skal spyrna boltanum úr aukaspyrnum og hvar varnarveggurinn skal standa. En Sindri Snær Magnússon, leikmaður Keflavíkur, er búinn að finna leið til að stela metrum þrátt fyrir að búið sé að spreyja froðu á völlinn. Í 2-1 tapi Keflavíkur gegn Stjörnunni í gærkvöldi tók hann sig til og færði froðuna sem Valgeir Valgeirsson, dómari leiksins, var búinn að spreyja fyrir framan boltann þegar Keflavík fékk aukaspyrnu á nokkuð hættulegum stað. Pablo Punyed, leikmaður Stjörnunnar, var fljótur að klaga og var spyrnan á endanum tekin á réttum stað, en engu að síður nokkuð heiðarleg - eða óheiðarleg - tilraun hjá Sindra Snæ. Valgeir getur þó kannski kennt sér sjálfum um þar sem hann rétt svo spreyjaði litlum dropa fyrir framan boltann og gerði Sindra Snæ auðveldara um vik. „Sérðu hvað þeir eru nískir á þetta?“ spurði Hjörvar Hafliðason þegar Pepsi-mörkin tóku þetta fyrir í gær. „Ég held þetta sé dregið af laununum hjá þeim,“ svaraði Hörður Magnússon. Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira