Þúsunda prósenta launamunur ræddur á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2015 11:56 Mörg þúsund prósenta munur er á kjörum þeirra lægst launuðu í landinu og þeirra sem eiga von á tugum og jafnvel um eða yfir 100 milljónum í bónusgreiðslum einstakra fyrirtækja. En kjör þessara ólíku hópa voru á dagskrá Alþingis í morgun. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanamál tóku stærstan hluta fundartíma Alþingis í gær áttunda þingfundardaginn í röð. En klukkan átta í gærkvöldi hjó Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis loks á hnútinn og tók málið af dagskrá í bili alla vega. „Þetta er gert til að freista þess að unnst sé að greiða fyrir þingstörfum og komast til botns í því máli sem hér hefur verið hvað mest til umræðu og freista þess að finna lausnir í því máli,“ sagði Einar þegar hann kynnti ákvörðun sína. Þar með brast ákveðin stífla á þingi og í dag eru 33 mál á dagskrá sem almenn sátt virðist um að ljúka á yfirstandandi þingi. En þingmönnum lá margt á hjarta í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Kjör lífeyrisþega verði bætt Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði ástæðu til að fagna því ef kjarasamningar væru að nást. „En það dregur um leið athyglina að því algera árangursleysi sem er í viðræðum á hinum opinbera markaði,“ sagði Helgi. Þá þyrfti að huga að kjörum lífeyrisþega í tengslum við gerð kjarasamninga en þeir byggju við lökustu kjörin í landinu. „Þá er það áskorun fyrri okkur að gera slíkt hið sama fyrir þá sem eru á ellilífeyri og örorkulífeyri hjá almannatryggingum og eiga framfærslu sína alfarið undir þessari stofnun hér, Alþingi,“ sagði Helgi. Og Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar hélt sig á svipuðum slóðum og benti á að enn einu sinni væri túlkasjóður heyrnarskertra tómur. „Það má vísa til þess, og þetta er algert brot á því grundvallarsjónarmiði sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggir ár. Hann hefur að meginmarkmiði að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Íslenska ríkið verður að sýna að það meini eitthvað þegar það segir að það ætli að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ sagði Páll Valur.Hinir ríku fá risavaxna bónusa Kjör hinna hæst launuðu og best settu í þjóðfélaginu báru líka á góma á Alþingi í morgun. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins vakti athygli á því að Íslenska umsýslufélagið, áður Straumur-Burðarás hafi lagt til hliðar 3.400 milljónir til að standa undir bónusgreiðslum til lykilstarfsmanna og stjórnarmanna. „Að meðaltali nema þessar greiðslur um hundrað milljónum króna á hvern starfsmann. Sumir munu fá meira, aðrir minna. Tuttugu til þrjátíu starfsmenn ALMC eiga von á slíkum bónusum að sögn DV,“ sagði Karl. Þá eigi hópur fyrrverandi og núverandi starfsmanna gamla Kaupþings von á bónusum upp á tugi milljóna hver með nauðasamningum félagsins. „Höfum við ekkert lært? Ætlum við virkilega að viðhalda bónuskerfi í íslensku fjármálalífi hvort sem bónusinn er 25%, 50% eða 100% ? Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei,“ sagði Karl Garðarsson. Alþingi Tengdar fréttir Spyr hvort við höfum ekkert lært af hruninu: „Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði bónusgreiðslur í fjármálageiranum að umtalsefni á Alþingi í dag. 27. maí 2015 11:21 Starfsmenn Kaupþings fá tug milljóna bónusa verði nauðasamningar samþykktir Hæstu greiðslurnar gætu numið 30 til 50 milljónum króna. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Mörg þúsund prósenta munur er á kjörum þeirra lægst launuðu í landinu og þeirra sem eiga von á tugum og jafnvel um eða yfir 100 milljónum í bónusgreiðslum einstakra fyrirtækja. En kjör þessara ólíku hópa voru á dagskrá Alþingis í morgun. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanamál tóku stærstan hluta fundartíma Alþingis í gær áttunda þingfundardaginn í röð. En klukkan átta í gærkvöldi hjó Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis loks á hnútinn og tók málið af dagskrá í bili alla vega. „Þetta er gert til að freista þess að unnst sé að greiða fyrir þingstörfum og komast til botns í því máli sem hér hefur verið hvað mest til umræðu og freista þess að finna lausnir í því máli,“ sagði Einar þegar hann kynnti ákvörðun sína. Þar með brast ákveðin stífla á þingi og í dag eru 33 mál á dagskrá sem almenn sátt virðist um að ljúka á yfirstandandi þingi. En þingmönnum lá margt á hjarta í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Kjör lífeyrisþega verði bætt Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði ástæðu til að fagna því ef kjarasamningar væru að nást. „En það dregur um leið athyglina að því algera árangursleysi sem er í viðræðum á hinum opinbera markaði,“ sagði Helgi. Þá þyrfti að huga að kjörum lífeyrisþega í tengslum við gerð kjarasamninga en þeir byggju við lökustu kjörin í landinu. „Þá er það áskorun fyrri okkur að gera slíkt hið sama fyrir þá sem eru á ellilífeyri og örorkulífeyri hjá almannatryggingum og eiga framfærslu sína alfarið undir þessari stofnun hér, Alþingi,“ sagði Helgi. Og Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar hélt sig á svipuðum slóðum og benti á að enn einu sinni væri túlkasjóður heyrnarskertra tómur. „Það má vísa til þess, og þetta er algert brot á því grundvallarsjónarmiði sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggir ár. Hann hefur að meginmarkmiði að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Íslenska ríkið verður að sýna að það meini eitthvað þegar það segir að það ætli að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ sagði Páll Valur.Hinir ríku fá risavaxna bónusa Kjör hinna hæst launuðu og best settu í þjóðfélaginu báru líka á góma á Alþingi í morgun. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins vakti athygli á því að Íslenska umsýslufélagið, áður Straumur-Burðarás hafi lagt til hliðar 3.400 milljónir til að standa undir bónusgreiðslum til lykilstarfsmanna og stjórnarmanna. „Að meðaltali nema þessar greiðslur um hundrað milljónum króna á hvern starfsmann. Sumir munu fá meira, aðrir minna. Tuttugu til þrjátíu starfsmenn ALMC eiga von á slíkum bónusum að sögn DV,“ sagði Karl. Þá eigi hópur fyrrverandi og núverandi starfsmanna gamla Kaupþings von á bónusum upp á tugi milljóna hver með nauðasamningum félagsins. „Höfum við ekkert lært? Ætlum við virkilega að viðhalda bónuskerfi í íslensku fjármálalífi hvort sem bónusinn er 25%, 50% eða 100% ? Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei,“ sagði Karl Garðarsson.
Alþingi Tengdar fréttir Spyr hvort við höfum ekkert lært af hruninu: „Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði bónusgreiðslur í fjármálageiranum að umtalsefni á Alþingi í dag. 27. maí 2015 11:21 Starfsmenn Kaupþings fá tug milljóna bónusa verði nauðasamningar samþykktir Hæstu greiðslurnar gætu numið 30 til 50 milljónum króna. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Spyr hvort við höfum ekkert lært af hruninu: „Viljum við nýtt bónusland? Svarið er nei“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði bónusgreiðslur í fjármálageiranum að umtalsefni á Alþingi í dag. 27. maí 2015 11:21
Starfsmenn Kaupþings fá tug milljóna bónusa verði nauðasamningar samþykktir Hæstu greiðslurnar gætu numið 30 til 50 milljónum króna. 27. maí 2015 10:14