Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma 29. maí 2015 09:30 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/Getty Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu „spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. Kosið verður á milli Sepp Blatter og hins 39 ára gamla jórdanska prins Ali bin Hussein í dag. Kosningin hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Sjö embættismenn FIFA voru meðal þeirra sem voru handteknir í fyrradag en þeir eru ákærðir fyrir spillingu, peningaþvætti og mútuþægni í málum sem teygja sig allt aftur til ársins 1990. Áralangar sögusagnir um spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins eru ekki lengur sögusagnir heldur hafa bandarísk yfirvöld nú sannanir fyrir áratuga langri spillingu. Sepp Blatter hreinsar sig af öllum þessum málum í hverri ræðunni á fætur annarri og í opnunarræðu sinni í dag þá talaði um það af hverju handtökunnar hafi verið gerðar á þessum tíma.Vill ekki nota orðið tilviljun „Það er ekki gott að þetta komi fram aðeins tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar. Ég vil ekki nota orðið tilviljun en ég set spurningarmerkið við að þetta hafi komið fram á þessum tíma. Þetta kallar á útskýringar á hvar ábyrgðin liggur og við þurfum að skoða allt innvið sambandsins," sagði Sepp Blatter og hélt áfram að tala um að hann gæti ekki fylgst með öllum innan FIFA. „Það eru tímamót í fótboltanum núna og við þurfum að standa öll saman og horfa til framtíðar," sagði Blatter í ræðunni. „Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og þessir atburðir hafa varpað skugga yfir bæði FIFA og ársþingið. Reynum nú að rífa okkur upp létta andann," sagði Blatter. „Við getum ekki leyft mönnum að draga orðspor FIFA í gegnum svaðið. Það eru einstaklingar sem eru ábyrgir fyrir þessu en ekki allt sambandið," sagði Blatter.Michel Platini.Vísir/GettyVar hann að skjóta á Bandaríkjamenn og Englendinga? Blatter talaði líka aðeins um þá ákvörðun FIFA að Rússar og Katarmenn fái að halda tvær næstu heimsmeistarakeppnir. „Ef að nöfn einhverra tveggja annarra landa hefðu komið upp úr umslaginu þá er ég viss um að þessi vandræði væru ekki hjá okkur í dag," sagði Blatter og er um leið að ýja að því að Englendingar og Bandaríkjamenn séu þarna í hefndaraðgerðum eftir að hafa misst af þessum tveimur heimsmeistarakeppnum. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu „spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. Kosið verður á milli Sepp Blatter og hins 39 ára gamla jórdanska prins Ali bin Hussein í dag. Kosningin hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Sjö embættismenn FIFA voru meðal þeirra sem voru handteknir í fyrradag en þeir eru ákærðir fyrir spillingu, peningaþvætti og mútuþægni í málum sem teygja sig allt aftur til ársins 1990. Áralangar sögusagnir um spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins eru ekki lengur sögusagnir heldur hafa bandarísk yfirvöld nú sannanir fyrir áratuga langri spillingu. Sepp Blatter hreinsar sig af öllum þessum málum í hverri ræðunni á fætur annarri og í opnunarræðu sinni í dag þá talaði um það af hverju handtökunnar hafi verið gerðar á þessum tíma.Vill ekki nota orðið tilviljun „Það er ekki gott að þetta komi fram aðeins tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar. Ég vil ekki nota orðið tilviljun en ég set spurningarmerkið við að þetta hafi komið fram á þessum tíma. Þetta kallar á útskýringar á hvar ábyrgðin liggur og við þurfum að skoða allt innvið sambandsins," sagði Sepp Blatter og hélt áfram að tala um að hann gæti ekki fylgst með öllum innan FIFA. „Það eru tímamót í fótboltanum núna og við þurfum að standa öll saman og horfa til framtíðar," sagði Blatter í ræðunni. „Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og þessir atburðir hafa varpað skugga yfir bæði FIFA og ársþingið. Reynum nú að rífa okkur upp létta andann," sagði Blatter. „Við getum ekki leyft mönnum að draga orðspor FIFA í gegnum svaðið. Það eru einstaklingar sem eru ábyrgir fyrir þessu en ekki allt sambandið," sagði Blatter.Michel Platini.Vísir/GettyVar hann að skjóta á Bandaríkjamenn og Englendinga? Blatter talaði líka aðeins um þá ákvörðun FIFA að Rússar og Katarmenn fái að halda tvær næstu heimsmeistarakeppnir. „Ef að nöfn einhverra tveggja annarra landa hefðu komið upp úr umslaginu þá er ég viss um að þessi vandræði væru ekki hjá okkur í dag," sagði Blatter og er um leið að ýja að því að Englendingar og Bandaríkjamenn séu þarna í hefndaraðgerðum eftir að hafa misst af þessum tveimur heimsmeistarakeppnum.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00
Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30
Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01