Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma 29. maí 2015 09:30 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/Getty Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu „spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. Kosið verður á milli Sepp Blatter og hins 39 ára gamla jórdanska prins Ali bin Hussein í dag. Kosningin hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Sjö embættismenn FIFA voru meðal þeirra sem voru handteknir í fyrradag en þeir eru ákærðir fyrir spillingu, peningaþvætti og mútuþægni í málum sem teygja sig allt aftur til ársins 1990. Áralangar sögusagnir um spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins eru ekki lengur sögusagnir heldur hafa bandarísk yfirvöld nú sannanir fyrir áratuga langri spillingu. Sepp Blatter hreinsar sig af öllum þessum málum í hverri ræðunni á fætur annarri og í opnunarræðu sinni í dag þá talaði um það af hverju handtökunnar hafi verið gerðar á þessum tíma.Vill ekki nota orðið tilviljun „Það er ekki gott að þetta komi fram aðeins tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar. Ég vil ekki nota orðið tilviljun en ég set spurningarmerkið við að þetta hafi komið fram á þessum tíma. Þetta kallar á útskýringar á hvar ábyrgðin liggur og við þurfum að skoða allt innvið sambandsins," sagði Sepp Blatter og hélt áfram að tala um að hann gæti ekki fylgst með öllum innan FIFA. „Það eru tímamót í fótboltanum núna og við þurfum að standa öll saman og horfa til framtíðar," sagði Blatter í ræðunni. „Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og þessir atburðir hafa varpað skugga yfir bæði FIFA og ársþingið. Reynum nú að rífa okkur upp létta andann," sagði Blatter. „Við getum ekki leyft mönnum að draga orðspor FIFA í gegnum svaðið. Það eru einstaklingar sem eru ábyrgir fyrir þessu en ekki allt sambandið," sagði Blatter.Michel Platini.Vísir/GettyVar hann að skjóta á Bandaríkjamenn og Englendinga? Blatter talaði líka aðeins um þá ákvörðun FIFA að Rússar og Katarmenn fái að halda tvær næstu heimsmeistarakeppnir. „Ef að nöfn einhverra tveggja annarra landa hefðu komið upp úr umslaginu þá er ég viss um að þessi vandræði væru ekki hjá okkur í dag," sagði Blatter og er um leið að ýja að því að Englendingar og Bandaríkjamenn séu þarna í hefndaraðgerðum eftir að hafa misst af þessum tveimur heimsmeistarakeppnum. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu „spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. Kosið verður á milli Sepp Blatter og hins 39 ára gamla jórdanska prins Ali bin Hussein í dag. Kosningin hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Sjö embættismenn FIFA voru meðal þeirra sem voru handteknir í fyrradag en þeir eru ákærðir fyrir spillingu, peningaþvætti og mútuþægni í málum sem teygja sig allt aftur til ársins 1990. Áralangar sögusagnir um spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins eru ekki lengur sögusagnir heldur hafa bandarísk yfirvöld nú sannanir fyrir áratuga langri spillingu. Sepp Blatter hreinsar sig af öllum þessum málum í hverri ræðunni á fætur annarri og í opnunarræðu sinni í dag þá talaði um það af hverju handtökunnar hafi verið gerðar á þessum tíma.Vill ekki nota orðið tilviljun „Það er ekki gott að þetta komi fram aðeins tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar. Ég vil ekki nota orðið tilviljun en ég set spurningarmerkið við að þetta hafi komið fram á þessum tíma. Þetta kallar á útskýringar á hvar ábyrgðin liggur og við þurfum að skoða allt innvið sambandsins," sagði Sepp Blatter og hélt áfram að tala um að hann gæti ekki fylgst með öllum innan FIFA. „Það eru tímamót í fótboltanum núna og við þurfum að standa öll saman og horfa til framtíðar," sagði Blatter í ræðunni. „Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og þessir atburðir hafa varpað skugga yfir bæði FIFA og ársþingið. Reynum nú að rífa okkur upp létta andann," sagði Blatter. „Við getum ekki leyft mönnum að draga orðspor FIFA í gegnum svaðið. Það eru einstaklingar sem eru ábyrgir fyrir þessu en ekki allt sambandið," sagði Blatter.Michel Platini.Vísir/GettyVar hann að skjóta á Bandaríkjamenn og Englendinga? Blatter talaði líka aðeins um þá ákvörðun FIFA að Rússar og Katarmenn fái að halda tvær næstu heimsmeistarakeppnir. „Ef að nöfn einhverra tveggja annarra landa hefðu komið upp úr umslaginu þá er ég viss um að þessi vandræði væru ekki hjá okkur í dag," sagði Blatter og er um leið að ýja að því að Englendingar og Bandaríkjamenn séu þarna í hefndaraðgerðum eftir að hafa misst af þessum tveimur heimsmeistarakeppnum.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00
Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30
Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01