Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma 29. maí 2015 09:30 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/Getty Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu „spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. Kosið verður á milli Sepp Blatter og hins 39 ára gamla jórdanska prins Ali bin Hussein í dag. Kosningin hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Sjö embættismenn FIFA voru meðal þeirra sem voru handteknir í fyrradag en þeir eru ákærðir fyrir spillingu, peningaþvætti og mútuþægni í málum sem teygja sig allt aftur til ársins 1990. Áralangar sögusagnir um spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins eru ekki lengur sögusagnir heldur hafa bandarísk yfirvöld nú sannanir fyrir áratuga langri spillingu. Sepp Blatter hreinsar sig af öllum þessum málum í hverri ræðunni á fætur annarri og í opnunarræðu sinni í dag þá talaði um það af hverju handtökunnar hafi verið gerðar á þessum tíma.Vill ekki nota orðið tilviljun „Það er ekki gott að þetta komi fram aðeins tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar. Ég vil ekki nota orðið tilviljun en ég set spurningarmerkið við að þetta hafi komið fram á þessum tíma. Þetta kallar á útskýringar á hvar ábyrgðin liggur og við þurfum að skoða allt innvið sambandsins," sagði Sepp Blatter og hélt áfram að tala um að hann gæti ekki fylgst með öllum innan FIFA. „Það eru tímamót í fótboltanum núna og við þurfum að standa öll saman og horfa til framtíðar," sagði Blatter í ræðunni. „Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og þessir atburðir hafa varpað skugga yfir bæði FIFA og ársþingið. Reynum nú að rífa okkur upp létta andann," sagði Blatter. „Við getum ekki leyft mönnum að draga orðspor FIFA í gegnum svaðið. Það eru einstaklingar sem eru ábyrgir fyrir þessu en ekki allt sambandið," sagði Blatter.Michel Platini.Vísir/GettyVar hann að skjóta á Bandaríkjamenn og Englendinga? Blatter talaði líka aðeins um þá ákvörðun FIFA að Rússar og Katarmenn fái að halda tvær næstu heimsmeistarakeppnir. „Ef að nöfn einhverra tveggja annarra landa hefðu komið upp úr umslaginu þá er ég viss um að þessi vandræði væru ekki hjá okkur í dag," sagði Blatter og er um leið að ýja að því að Englendingar og Bandaríkjamenn séu þarna í hefndaraðgerðum eftir að hafa misst af þessum tveimur heimsmeistarakeppnum. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu „spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. Kosið verður á milli Sepp Blatter og hins 39 ára gamla jórdanska prins Ali bin Hussein í dag. Kosningin hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Sjö embættismenn FIFA voru meðal þeirra sem voru handteknir í fyrradag en þeir eru ákærðir fyrir spillingu, peningaþvætti og mútuþægni í málum sem teygja sig allt aftur til ársins 1990. Áralangar sögusagnir um spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins eru ekki lengur sögusagnir heldur hafa bandarísk yfirvöld nú sannanir fyrir áratuga langri spillingu. Sepp Blatter hreinsar sig af öllum þessum málum í hverri ræðunni á fætur annarri og í opnunarræðu sinni í dag þá talaði um það af hverju handtökunnar hafi verið gerðar á þessum tíma.Vill ekki nota orðið tilviljun „Það er ekki gott að þetta komi fram aðeins tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar. Ég vil ekki nota orðið tilviljun en ég set spurningarmerkið við að þetta hafi komið fram á þessum tíma. Þetta kallar á útskýringar á hvar ábyrgðin liggur og við þurfum að skoða allt innvið sambandsins," sagði Sepp Blatter og hélt áfram að tala um að hann gæti ekki fylgst með öllum innan FIFA. „Það eru tímamót í fótboltanum núna og við þurfum að standa öll saman og horfa til framtíðar," sagði Blatter í ræðunni. „Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og þessir atburðir hafa varpað skugga yfir bæði FIFA og ársþingið. Reynum nú að rífa okkur upp létta andann," sagði Blatter. „Við getum ekki leyft mönnum að draga orðspor FIFA í gegnum svaðið. Það eru einstaklingar sem eru ábyrgir fyrir þessu en ekki allt sambandið," sagði Blatter.Michel Platini.Vísir/GettyVar hann að skjóta á Bandaríkjamenn og Englendinga? Blatter talaði líka aðeins um þá ákvörðun FIFA að Rússar og Katarmenn fái að halda tvær næstu heimsmeistarakeppnir. „Ef að nöfn einhverra tveggja annarra landa hefðu komið upp úr umslaginu þá er ég viss um að þessi vandræði væru ekki hjá okkur í dag," sagði Blatter og er um leið að ýja að því að Englendingar og Bandaríkjamenn séu þarna í hefndaraðgerðum eftir að hafa misst af þessum tveimur heimsmeistarakeppnum.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00
Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30
Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01