Forsætisráðherra kom stjórnarandstöðunni á óvart Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2015 19:00 „Til þess að leiða fram mesta mögulega sátt hefur hæstvirtur umhverfisráðherra gert samkomulag við meirihluta atvinnuveganefndar um að draga til baka tillögu um að setja Hagavatn í nýtingu að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis lét undan þrýstingi umhverfisráðherra og stjórnarandstöðunnar í dag og hætti við að leggja til að Hagavatnsvirkjun verði færð í nýtingarflokk. Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða við stjórnarandstöðuna um þinglok undir hótunum hennar og því geti þingið haldið áfram næstu vikur og mánuði. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að setja auk Hagavatnsvirkjunar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem og Skrokkölduveitu og Hagavatnsvirkjun í nýtingarflokk stóðu yfir þriðja daginn í röð á Alþingi í dag. Og þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu málið undir liðnum fundarstjórn forseta í um klukkustund áður en óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra hófust, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom þingheimi á óvart í svari við fyrirspurn frá formanni Bjartrar framtíðar. „Til þess að leiða fram mesta mögulega sátt hefur hæstvirtur umhverfisráðherra gert samkomulag við meirihluta atvinnuveganefndar um að draga til baka tillögu um að setja Hagavatn í nýtingu að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Sem þó væri til bóta að virkja að mati forsætisráðherra, þar sem þá yrði Hagavatn fært til fyrri stærðar og dregið úr miklu moldroki þaðan. En Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur einnig sett fram efasemdir um Skrokkölduvirkjun. „Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti (Einar K. Guðfinnson) að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hér í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur formaður Bjartrar framtíðar. Ekki væri óskað eftir faglegu mati forsætisráðherra á einstökum virkjunum. Það væri verkefnisstjórnar rammaáæltunar að meta kostina. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata hvatti forsætisráðherra til að boða til funda formanna flokkanna um framgang mála á Alþingi. En að deginum í dag meðtöldum eru aðeins fimm þingfundadagar eftir af vorþingi og mörg stór mál óafgreidd. Það myndi hjálpa til að boða til fundar um málin. „Því það er bara þannig að alltaf þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hér upp í pontu þá er eins og allir misskilji hann. Ég held að þetta yrði þá til þess að tryggja að svona mikils misskilnings gæti ekki,“ sagði Birgitta. „Það er ekki hægt fyrir ríkisstjórn að fara að ræða við fulltrúa minnihlutans undir hótunum. Hótunum eins og birst hafa hér í dag, algerlega afdráttarlausar og skýrar um að menn muni ekki fá að ræða mál í þinginu nema þeir geri eins og stjórnarandstaðan vill. Við þær aðstæður er ekki hægt að halda samráðsfundi,“ sagði forsætisráðherra og bætti við, að ef stjórnarandstaðan héldi málþófi sínu áfram gæti þingið starfað áfram næstu vikur og mánuði. Alþingi Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis lét undan þrýstingi umhverfisráðherra og stjórnarandstöðunnar í dag og hætti við að leggja til að Hagavatnsvirkjun verði færð í nýtingarflokk. Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða við stjórnarandstöðuna um þinglok undir hótunum hennar og því geti þingið haldið áfram næstu vikur og mánuði. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að setja auk Hagavatnsvirkjunar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem og Skrokkölduveitu og Hagavatnsvirkjun í nýtingarflokk stóðu yfir þriðja daginn í röð á Alþingi í dag. Og þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu málið undir liðnum fundarstjórn forseta í um klukkustund áður en óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra hófust, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom þingheimi á óvart í svari við fyrirspurn frá formanni Bjartrar framtíðar. „Til þess að leiða fram mesta mögulega sátt hefur hæstvirtur umhverfisráðherra gert samkomulag við meirihluta atvinnuveganefndar um að draga til baka tillögu um að setja Hagavatn í nýtingu að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Sem þó væri til bóta að virkja að mati forsætisráðherra, þar sem þá yrði Hagavatn fært til fyrri stærðar og dregið úr miklu moldroki þaðan. En Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur einnig sett fram efasemdir um Skrokkölduvirkjun. „Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti (Einar K. Guðfinnson) að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hér í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur formaður Bjartrar framtíðar. Ekki væri óskað eftir faglegu mati forsætisráðherra á einstökum virkjunum. Það væri verkefnisstjórnar rammaáæltunar að meta kostina. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata hvatti forsætisráðherra til að boða til funda formanna flokkanna um framgang mála á Alþingi. En að deginum í dag meðtöldum eru aðeins fimm þingfundadagar eftir af vorþingi og mörg stór mál óafgreidd. Það myndi hjálpa til að boða til fundar um málin. „Því það er bara þannig að alltaf þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hér upp í pontu þá er eins og allir misskilji hann. Ég held að þetta yrði þá til þess að tryggja að svona mikils misskilnings gæti ekki,“ sagði Birgitta. „Það er ekki hægt fyrir ríkisstjórn að fara að ræða við fulltrúa minnihlutans undir hótunum. Hótunum eins og birst hafa hér í dag, algerlega afdráttarlausar og skýrar um að menn muni ekki fá að ræða mál í þinginu nema þeir geri eins og stjórnarandstaðan vill. Við þær aðstæður er ekki hægt að halda samráðsfundi,“ sagði forsætisráðherra og bætti við, að ef stjórnarandstaðan héldi málþófi sínu áfram gæti þingið starfað áfram næstu vikur og mánuði.
Alþingi Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira