Davíð Þór: Mín heitasta ósk er að Bjarni sýni hvers hann er megnugur Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2015 09:30 Davíð Þór Viðarsson. mynd/skjáskot FH hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en er spáð titlinum að þessu sinni. Liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitaleik fjórða október á síðasta ári, en er það leikur sem FH-ingar hugsa um? „Auðvitað pælir maður í þessu sjálfur. Þetta voru rosaleg vonbrigði enda titill sem við ætluðum okkur. Við erum ekkert búnir að tala um þetta hópurinn en þeir sem voru í fyrra hljóta að vilja ná í titilinn aftur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi. „Við erum staðráðnir í að breyta því og okkar markmið er að vinna titilinn í ár.“Pressa hluti af þessu FH er spáð titilinum af nánast öllum enda leikmannahópurinn gríðarlega sterkur. „Umtalið er búið að vera þannig að við séum með besta hóp í sögu Íslands og ýmislegt annað sem ég er ekki dómbær á,“ segir Davíð Þór, en hvað með pressuna? „Pressa er hluti af þessu og ef þú ætlar að vera á toppnum þarftu að geta tekist á við hana. Við verðum bara að gjöra svo vel að kúpla okkur út úr því og vera klárir fjórða maí.“Vona að Bjarni komist í stand Davíð Þór mun spila með bróður sínum Bjarna Þór í sumar, en Bjarni er kominn heim úr atvinnumennsku þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla. „Það verður skemmtilegt að spila með honum held ég. Við spiluðum nokkra leiki saman með U21 landsliðinu á sínum tíma en annars höfum við aldrei spilað eða æft saman,“ segir Davíð Þór. „Ég á reyndar eftir að spila með honum núna því ég var tæpur í byrjun undirbúningstímabilsins og svo hefur hann verið tæpur síðustu daga. Við erum að forðast það að spila með hvor öðrum,“ segir hann og hlær. „Bjarni er frábær leikmaður. Ég er bara ánægður fyrir hans hönd að vera kominn heim og vonandi getur hann komið sér almennilega af stað. Mín heitasta ósk er að hann nái sér á strik, standi sig og sýni fólki hvers hann er megnugur,“ segir Davíð Þór Viðarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
FH hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en er spáð titlinum að þessu sinni. Liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitaleik fjórða október á síðasta ári, en er það leikur sem FH-ingar hugsa um? „Auðvitað pælir maður í þessu sjálfur. Þetta voru rosaleg vonbrigði enda titill sem við ætluðum okkur. Við erum ekkert búnir að tala um þetta hópurinn en þeir sem voru í fyrra hljóta að vilja ná í titilinn aftur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi. „Við erum staðráðnir í að breyta því og okkar markmið er að vinna titilinn í ár.“Pressa hluti af þessu FH er spáð titilinum af nánast öllum enda leikmannahópurinn gríðarlega sterkur. „Umtalið er búið að vera þannig að við séum með besta hóp í sögu Íslands og ýmislegt annað sem ég er ekki dómbær á,“ segir Davíð Þór, en hvað með pressuna? „Pressa er hluti af þessu og ef þú ætlar að vera á toppnum þarftu að geta tekist á við hana. Við verðum bara að gjöra svo vel að kúpla okkur út úr því og vera klárir fjórða maí.“Vona að Bjarni komist í stand Davíð Þór mun spila með bróður sínum Bjarna Þór í sumar, en Bjarni er kominn heim úr atvinnumennsku þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla. „Það verður skemmtilegt að spila með honum held ég. Við spiluðum nokkra leiki saman með U21 landsliðinu á sínum tíma en annars höfum við aldrei spilað eða æft saman,“ segir Davíð Þór. „Ég á reyndar eftir að spila með honum núna því ég var tæpur í byrjun undirbúningstímabilsins og svo hefur hann verið tæpur síðustu daga. Við erum að forðast það að spila með hvor öðrum,“ segir hann og hlær. „Bjarni er frábær leikmaður. Ég er bara ánægður fyrir hans hönd að vera kominn heim og vonandi getur hann komið sér almennilega af stað. Mín heitasta ósk er að hann nái sér á strik, standi sig og sýni fólki hvers hann er megnugur,“ segir Davíð Þór Viðarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00