Upprifjun: Höddi Magg afgreiddi KR með síðasta marki sínu í efstu deild Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2015 11:30 Stórleikur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta fer fram á KR-vellinum í kvöld þar sem eigast við stórveldin KR og FH. Viðureignir liðanna undanfarinn áratug eða svo hafa verið einhver besta auglýsing fyrir íslenska knattspyrnu og skemmtanagildið mikið.Sjá einnig:Hefst titilbaráttan á KR-velli? FH-ingar höfðu lengi gott tak á KR í Frostaskjólinu, en því lauk á meistara ári KR-inga árið 2011 þegar heimamenn unnu, 2-0. KR er ósigrað gegn FH í fimm síðustu leikjum í deild og bikar á KR-velli, en FH vann útileikinn gegn KR á síðustu leiktíð. Þá var spilað á gervigrasinu í Laugardal. Til upprifjunar fyrir leikinn í kvöld tökum við fyrir sigur FH í Frostaskjóli 2001. FH var þá í titilbaráttu við ÍBV og ÍA, en KR átti erfitt uppdráttar eftir að verða meistari tvö ár í röð. Jónas Grani Garðarsson kom FH yfir á 31. mínútu eftir fyrirgjöf Jóns Þorgríms Stefánssonar. Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, tók aukaspyrnu snöggt á Jón Þorgrím en auðvitað bauð Heimir upp á utanfótar sendingu. Jónas Grani átti einnig stóran þátt í öðru marki FH sem tryggði gestunum sigurinn. Hann tók snilldarlega við boltanum inn á teiginn og var felldur af Gunnari Einarssyni. Gísli Jóhannsson, dómari, gat ekkert annað gert en dæmt vítaspyrnu. Á punktinn fór markamaskínan Hörður Magnússon sem sendi vítabanann Kristján Finnbogason í rangt horn. Hörður klúðraði dauðafæri á 13. mínútu þegar Kristján varði meistaralega frá honum af stuttu færi, en Herði brást ekki bogalistin á vítapunktinum. Þetta mark er sögulegt því það er það síðasta sem Hörður Magnússon skoraði í efstu deild. Hann átti eftir að skora þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir ÍR í 2. deildinni tveimur árum síðar áður en hann lagði skóna á hilluna. Tryggvi Sveinn Bjarnason, sem þá var ungur varnarmaður í liði KR, minnkaði muninn á 85. mínútu eftir fyrirgjöf varamannsins Sigþórs Júlíussonar. Nær komst KR ekki. Logi Ólafsson þjálfaði FH á þessum tíma, en hann verður einmitt að lýsa leiknum í Frostaskjólinu í kvöld. Eftir leikinn, eða klukkan 22.00, eru Pepsi-mörkin svo á dagskrá en þáttarstjórnandi er auðvitað Hörður Magnússon.Viðureign KR og FH árið 2001 var í beinni útsendingu á Sýn, en allt það helsta má sjá í spilaranum hér að ofan í lýsingu Þorsteins Gunnarssonar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Stórleikur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta fer fram á KR-vellinum í kvöld þar sem eigast við stórveldin KR og FH. Viðureignir liðanna undanfarinn áratug eða svo hafa verið einhver besta auglýsing fyrir íslenska knattspyrnu og skemmtanagildið mikið.Sjá einnig:Hefst titilbaráttan á KR-velli? FH-ingar höfðu lengi gott tak á KR í Frostaskjólinu, en því lauk á meistara ári KR-inga árið 2011 þegar heimamenn unnu, 2-0. KR er ósigrað gegn FH í fimm síðustu leikjum í deild og bikar á KR-velli, en FH vann útileikinn gegn KR á síðustu leiktíð. Þá var spilað á gervigrasinu í Laugardal. Til upprifjunar fyrir leikinn í kvöld tökum við fyrir sigur FH í Frostaskjóli 2001. FH var þá í titilbaráttu við ÍBV og ÍA, en KR átti erfitt uppdráttar eftir að verða meistari tvö ár í röð. Jónas Grani Garðarsson kom FH yfir á 31. mínútu eftir fyrirgjöf Jóns Þorgríms Stefánssonar. Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, tók aukaspyrnu snöggt á Jón Þorgrím en auðvitað bauð Heimir upp á utanfótar sendingu. Jónas Grani átti einnig stóran þátt í öðru marki FH sem tryggði gestunum sigurinn. Hann tók snilldarlega við boltanum inn á teiginn og var felldur af Gunnari Einarssyni. Gísli Jóhannsson, dómari, gat ekkert annað gert en dæmt vítaspyrnu. Á punktinn fór markamaskínan Hörður Magnússon sem sendi vítabanann Kristján Finnbogason í rangt horn. Hörður klúðraði dauðafæri á 13. mínútu þegar Kristján varði meistaralega frá honum af stuttu færi, en Herði brást ekki bogalistin á vítapunktinum. Þetta mark er sögulegt því það er það síðasta sem Hörður Magnússon skoraði í efstu deild. Hann átti eftir að skora þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir ÍR í 2. deildinni tveimur árum síðar áður en hann lagði skóna á hilluna. Tryggvi Sveinn Bjarnason, sem þá var ungur varnarmaður í liði KR, minnkaði muninn á 85. mínútu eftir fyrirgjöf varamannsins Sigþórs Júlíussonar. Nær komst KR ekki. Logi Ólafsson þjálfaði FH á þessum tíma, en hann verður einmitt að lýsa leiknum í Frostaskjólinu í kvöld. Eftir leikinn, eða klukkan 22.00, eru Pepsi-mörkin svo á dagskrá en þáttarstjórnandi er auðvitað Hörður Magnússon.Viðureign KR og FH árið 2001 var í beinni útsendingu á Sýn, en allt það helsta má sjá í spilaranum hér að ofan í lýsingu Þorsteins Gunnarssonar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira