Forsætisráðherra gagnrýnir hækkun stjórnarlauna Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2015 12:11 Forsætisráðherra segir óæskilegt og afleitt á allan hátt að stjórnarmenn fyrirtækja hækki laun sín um tugi prósenta. Segir stjórnvöld tilbúin að greiða fyrir kjarasamningum. Forsætisráðherra tók undir gagnrýni þingmanna á hækkanir stjórnarlauna fyrirtækja um tugi prósenta á Alþingi í morgun. Hann sagði ríkisstjórnina tilbúna að stuðla að stöðugleikasamningum á vinnumarkaði, en fyrst yrði að sjást til lands í þeim kjaraviðræðum sem nú stæðu yfir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gerði nýlega hækkun launa stjórnarmanna hjá HB Granda um rúm 33 prósent að umtalsefni í fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Katrín sagðist hafa miklar áhyggjur á stöðunni á vinnumarkaðnum og stöðu kjaraviðræðna. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxnessog ég velti því fyrir mér, hvert erum við komin ef þetta er undur kjarabaráttunnar,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Formaður Vinstri grænna minnti á að forsætisráðherra hefði lýst yfir að hækka ætti lægstu laun og spurði hvort von væri á einhverju útspili frá ríkisstjórninni til að greiða fyrir kjarasamningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist deila áhyggjum með formanni Vinstri grænna á stöðunni á vinnumarkaðnum. „Það er margt sem gerir hana erfiða og flókna en þó eru ýmis sóknarfæri. Það má ekki gleyma því. Það má heldur ekki gleyma því að ástæðan fyrir því að þessi staða er uppi er að menn telja nú loksins að eitthvað sé til skiptana. Það sé eitthvað að hafa út úr kjarasamningum,“ sagði Sigmundur Davíð. Það væri hins vegar mikilvægt að traust ríkti milli hópa í þjóðfélaginu um að ávinningnum verði skipt jafnt á milli þeirra.Sjá einnig: Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslum yrði breytt „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. „Ég og hæstvirtur forsætisráðherra höfum bæði áhyggjur en það er ekki nóg. Er það ætlun ríkisstjórnarinnar að bíða eftir því að samningar náist áður en einhverju verður spilað út,“ spurði Katrín. „Stjórnvöld þurfa að sjálfsögðu að sjá til lands í þessum viðræðum áður en hægt er að meta hvaða aðgerðir nýtast best. Og raunar þarf að sjá til lands svo hægt sé að meta hvort aðgerðir geti hreinlega verið skaðlegar og ýtt undir verðbólgu. Ef það stefnir í það sem mætti kalla verðbólgusamninga,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Alþingi Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Forsætisráðherra tók undir gagnrýni þingmanna á hækkanir stjórnarlauna fyrirtækja um tugi prósenta á Alþingi í morgun. Hann sagði ríkisstjórnina tilbúna að stuðla að stöðugleikasamningum á vinnumarkaði, en fyrst yrði að sjást til lands í þeim kjaraviðræðum sem nú stæðu yfir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gerði nýlega hækkun launa stjórnarmanna hjá HB Granda um rúm 33 prósent að umtalsefni í fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Katrín sagðist hafa miklar áhyggjur á stöðunni á vinnumarkaðnum og stöðu kjaraviðræðna. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxnessog ég velti því fyrir mér, hvert erum við komin ef þetta er undur kjarabaráttunnar,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Formaður Vinstri grænna minnti á að forsætisráðherra hefði lýst yfir að hækka ætti lægstu laun og spurði hvort von væri á einhverju útspili frá ríkisstjórninni til að greiða fyrir kjarasamningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist deila áhyggjum með formanni Vinstri grænna á stöðunni á vinnumarkaðnum. „Það er margt sem gerir hana erfiða og flókna en þó eru ýmis sóknarfæri. Það má ekki gleyma því. Það má heldur ekki gleyma því að ástæðan fyrir því að þessi staða er uppi er að menn telja nú loksins að eitthvað sé til skiptana. Það sé eitthvað að hafa út úr kjarasamningum,“ sagði Sigmundur Davíð. Það væri hins vegar mikilvægt að traust ríkti milli hópa í þjóðfélaginu um að ávinningnum verði skipt jafnt á milli þeirra.Sjá einnig: Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslum yrði breytt „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. „Ég og hæstvirtur forsætisráðherra höfum bæði áhyggjur en það er ekki nóg. Er það ætlun ríkisstjórnarinnar að bíða eftir því að samningar náist áður en einhverju verður spilað út,“ spurði Katrín. „Stjórnvöld þurfa að sjálfsögðu að sjá til lands í þessum viðræðum áður en hægt er að meta hvaða aðgerðir nýtast best. Og raunar þarf að sjá til lands svo hægt sé að meta hvort aðgerðir geti hreinlega verið skaðlegar og ýtt undir verðbólgu. Ef það stefnir í það sem mætti kalla verðbólgusamninga,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í morgun.
Alþingi Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira