Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 19. júní 2025 22:30 Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar og Guðmundur Vigfússon netagerðarmaður. Vísir Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir mikilvægt að þróa botnvörpuveiðar til að minnka umhverfisáhrif þeirra. Það eigi líka við um aðrar veiðiaðferðir. Hafsvæði sem hafa orðið fyrir tjóni vegna veiða hafi verið lokuð fyrir þeim. Maður sem hefur kvikmyndað botnvörpuveiðar segir þær valda alltof miklu tjóni. Formaður Landssambands smábátasjómanna sagði í fréttum Sýnar í gær að sambandið hefði barist gegn botnvörpuveiðum í áratugi. Sambandið auglýsti gegn þeim í DV og Fréttablaðinu árið 2001. LÍÚ forveri SFS kallaði auglýsingarnar þá ómerkilegan áróður í fjölmiðlum. Gagnrýnin kom í kjölfar myndar Davids Attenboroughs um Hafið. Mikilvægt að bæta veiðiaðferðirnar Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir mikilvægt að leita allra leiða til að takmarka umhverfisáhrif botnvörpuveiða sem og annarra veiðiaðferða. „Það á stöðugt að vera að endurbæta veiðarfæri. Togveiðarfæri eru í grunninn 140-150 ára gömul uppfinning og hafa í sjálfu sér ekki breyst. Útfærslurnar eru mismunandi. Við eigum að leita allra leiða til að lágmarka þá snertingu sem veiðarfærin hafa við botninn,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn telur að núverandi botnvörpuveiðar valdi ekki miklum skaða en hafi gert það áður fyrr. „Það er ýmislegt sem er verið að gera til þess að koma í veg fyrir að áhrif botnvörpunnar séu ekki til skaða. Það er ekki hægt að neita því að botnvörpuveiðar hér áður fyrr voru til mikils skaða og búið að brjóta niður kaldsjávarskóralla fyrir sunnan og vestan land,“ segir hann. Hann bendir á að Hafrannsóknarstofnun hafi lokað mörgum svæðum fyrir veiðum og þar eigi lífríkið og sé byrjað að jafna sig. Verndarsvæði Hafrannsóknarstofnunar þar sem ekki má í dag veiða eru rauð á kortinu.Vísir „Það er víða verið að vernda grunnslóðina fyrir trollinu,“ segir Þorsteinn. BBC fékk tökur fyrir Hafið Guðmundur Viðarsson sjómaður og veiðarfærahönnuður sem hefur kvikmyndað botnvörpuveiðar við Ísland segir að kvikmyndateymi BBC hafi haft samband við sig til að fá tökur frá honum fyrir heimildarmynd Davids Attenborough um Hafið. „Ég hef tekið eitthvað af þessum myndum sjálfur með myndavélum á trollum á Íslandi. Við höfum verið að nýta þessa tækni í veiðifærahönnun og meta það sem við sem við erum að gera til sjós. Ég tek þetta oft með þegar ég er á hafinu.“ Miðað við það sem þú hefur séð, hver eru áhrif þessara veiða á lífríkið þar sem veiðarnar eru stundaðar? „Áhrifin eru kannski ekki beint sjáanleg úr einni myndatöku yfir í eina veiðislóð. En þyngd veiðarfæra hefur gríðarleg áhrif og hönnun veiðarfæra hefur áhrif á botninn ef ekki rétt er farið að.“ Fiskeldi Hafið Umhverfismál Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Formaður Landssambands smábátasjómanna sagði í fréttum Sýnar í gær að sambandið hefði barist gegn botnvörpuveiðum í áratugi. Sambandið auglýsti gegn þeim í DV og Fréttablaðinu árið 2001. LÍÚ forveri SFS kallaði auglýsingarnar þá ómerkilegan áróður í fjölmiðlum. Gagnrýnin kom í kjölfar myndar Davids Attenboroughs um Hafið. Mikilvægt að bæta veiðiaðferðirnar Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir mikilvægt að leita allra leiða til að takmarka umhverfisáhrif botnvörpuveiða sem og annarra veiðiaðferða. „Það á stöðugt að vera að endurbæta veiðarfæri. Togveiðarfæri eru í grunninn 140-150 ára gömul uppfinning og hafa í sjálfu sér ekki breyst. Útfærslurnar eru mismunandi. Við eigum að leita allra leiða til að lágmarka þá snertingu sem veiðarfærin hafa við botninn,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn telur að núverandi botnvörpuveiðar valdi ekki miklum skaða en hafi gert það áður fyrr. „Það er ýmislegt sem er verið að gera til þess að koma í veg fyrir að áhrif botnvörpunnar séu ekki til skaða. Það er ekki hægt að neita því að botnvörpuveiðar hér áður fyrr voru til mikils skaða og búið að brjóta niður kaldsjávarskóralla fyrir sunnan og vestan land,“ segir hann. Hann bendir á að Hafrannsóknarstofnun hafi lokað mörgum svæðum fyrir veiðum og þar eigi lífríkið og sé byrjað að jafna sig. Verndarsvæði Hafrannsóknarstofnunar þar sem ekki má í dag veiða eru rauð á kortinu.Vísir „Það er víða verið að vernda grunnslóðina fyrir trollinu,“ segir Þorsteinn. BBC fékk tökur fyrir Hafið Guðmundur Viðarsson sjómaður og veiðarfærahönnuður sem hefur kvikmyndað botnvörpuveiðar við Ísland segir að kvikmyndateymi BBC hafi haft samband við sig til að fá tökur frá honum fyrir heimildarmynd Davids Attenborough um Hafið. „Ég hef tekið eitthvað af þessum myndum sjálfur með myndavélum á trollum á Íslandi. Við höfum verið að nýta þessa tækni í veiðifærahönnun og meta það sem við sem við erum að gera til sjós. Ég tek þetta oft með þegar ég er á hafinu.“ Miðað við það sem þú hefur séð, hver eru áhrif þessara veiða á lífríkið þar sem veiðarnar eru stundaðar? „Áhrifin eru kannski ekki beint sjáanleg úr einni myndatöku yfir í eina veiðislóð. En þyngd veiðarfæra hefur gríðarleg áhrif og hönnun veiðarfæra hefur áhrif á botninn ef ekki rétt er farið að.“
Fiskeldi Hafið Umhverfismál Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira