Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 06:54 Tunnurnar verða settar víða um svæðið. Aðsend Íþróttabandalag Akraness (ÍA) og Terra hafa hafið formlegt samstarf um markvissari úrgangsflokkun á íþróttaviðburðum. Byrjað verður á Norðurálsmótinu sem fer fram á Akranesi í vikunni og um helgina. Í tilkynningu segir að markmiðið með átakinu sé að stuðla að hreinni og umhverfisvænni framkvæmd mótsins með bættri aðstöðu til flokkunar úrgangs. „Þar sem fjöldi fólks kemur saman fellur yfirleitt til mikið magn úrgangs. Til að mæta þessari áskorun hafa ÍA og Terra fjölgað flokkunartunnum víða á svæðinu. Á íþróttasvæðum, tjaldsvæðum og skólum þar sem keppendur dvelja. Þar verður nú hægt að flokka úrgang í fjóra meginflokka, það er blandaðan úrgang, pappír, plast og skilagjaldsskyldar umbúðir,“ segir Erna Björk Hasler, markaðsstjóri Terra. Hún segir þetta í fyrsta skipti sem óskað er eftir frekari flokkun á úrgangi á íþróttaviðburði. „Hingað til hefur bara verið ein tunna þar sem allur úrgangur hefur farið í. Þetta eru mikil gleðitíðindi í okkar huga og við erum ákaflega stolt og ánægð að svara ákalli barna og foreldra. Ég á ekki von á öðru en fleiri íþróttafélög muni fylgja þessu fordæmi.“ Tunnurnar eru á mótssvæðinu og svo aukalega matarflokkun í matsal. Aðsend Rétt flokkun tryggir endurvinnslu Hún segir mikilvægt að gestir og þátttakendur sýni ábyrgð og flokki rétt. „Með réttri flokkun tryggjum við að úrgangurinn nýtist sem auðlind og fari í endurvinnslu. Þetta skiptir máli fyrir náttúruna og framtíðina. Börn eru þegar vön að flokka úrgang í skólum og heima og nú höldum við því áfram á mótum. Þetta er mikilvægt skref í átt að sjálfbærari íþróttaviðburðum.“ Auk þess að bæta við flokkunartunnum verður flokkunarílát fyrir matarleifar staðsett í matsal Íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum, þar sem morgun-, hádegis- og kvöldverður er framreiddur. Þjálfarar, iðkendur og fararstjórar eru hvattir til að skila matarafgöngum í viðeigandi ílát. Erna segir gilda ástæðu fyrir því að koma flokkunartunnu fyrir matarleifar aðeins fyrir í matsal. „Hvað varðar matarleifar þá eru nokkrar ástæður fyrir því að við viljum byrja á matsalnum, enda metum við það sem svo að mesti úrgangur hvað varðar matarleifar verði á því svæði. Þar sem mótið fer að mestu fram úti þá er alltaf hætta á að mávar fari að leita í þessi ílát í leit af mat. Einnig þarf að hugsa um hreina strauma og er nóg að það fari eitt plast með matarleifum þá er búið að menga allan farminn og þá getum við ekki látið hann fara með matarleifum heldur mundi hann fall í flokkinn blandaður úrgangur.“ Jóhannes Geir Guðnason, rekstrarstjóri Terra á Akranesi, og Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdarstjóri KFÍA handsala samstarfið. Aðsend Vigta úrganginn Erna segir að loknu móti verður allur úrgangur sem fellur til vigtaður. Það sé sameiginlegt markmið mótshaldara og Terra að minnka hlutfall blandaðs úrgangs frá fyrri árum og skapa þannig fordæmi fyrir aðra viðburði. „Þar sem verið er að gera þetta í fyrsta sinn og því erum við ekki með nein önnur gögn um alla þessa flokka. Þetta verður allt vigtað eftir mótið niður á flokka og svo ætlum við að gera enn betur að ári liðnu. Markmiðið með þessu er að fá hreinni strauma frá móti sem þessu og viljum við að það sem fellur til í flokkinn blandaður úrgangur fari minnkandi milli ára. Með því að fá hreina strauma minnkum við sóun og náum að endurnýta verðmæti í stað þess að þeim sé hent, það er send í brennslu.“ Erna segir afar ánægjulegt að ÍA hafi tekið svo vel í þessa hugmynd þeirra. „Við hjá ÍA erum afar stolt af því að taka þátt í þessari mikilvægu vegferð með Terra. Norðurálsmótið er einn stærsti viðburður ársins á Akranesi með markvissari úrgangsflokkun sýnum við samfélagslega ábyrgð og gefum börnunum sem taka þátt gott fordæmi. Þetta samstarf er skref í rétta átt og við vonum að fleiri íþróttaviðburðir fylgi í kjölfarið,“ segir Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdarstjóri KFÍA Sorphirða Akranes Íþróttir barna ÍA Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Í tilkynningu segir að markmiðið með átakinu sé að stuðla að hreinni og umhverfisvænni framkvæmd mótsins með bættri aðstöðu til flokkunar úrgangs. „Þar sem fjöldi fólks kemur saman fellur yfirleitt til mikið magn úrgangs. Til að mæta þessari áskorun hafa ÍA og Terra fjölgað flokkunartunnum víða á svæðinu. Á íþróttasvæðum, tjaldsvæðum og skólum þar sem keppendur dvelja. Þar verður nú hægt að flokka úrgang í fjóra meginflokka, það er blandaðan úrgang, pappír, plast og skilagjaldsskyldar umbúðir,“ segir Erna Björk Hasler, markaðsstjóri Terra. Hún segir þetta í fyrsta skipti sem óskað er eftir frekari flokkun á úrgangi á íþróttaviðburði. „Hingað til hefur bara verið ein tunna þar sem allur úrgangur hefur farið í. Þetta eru mikil gleðitíðindi í okkar huga og við erum ákaflega stolt og ánægð að svara ákalli barna og foreldra. Ég á ekki von á öðru en fleiri íþróttafélög muni fylgja þessu fordæmi.“ Tunnurnar eru á mótssvæðinu og svo aukalega matarflokkun í matsal. Aðsend Rétt flokkun tryggir endurvinnslu Hún segir mikilvægt að gestir og þátttakendur sýni ábyrgð og flokki rétt. „Með réttri flokkun tryggjum við að úrgangurinn nýtist sem auðlind og fari í endurvinnslu. Þetta skiptir máli fyrir náttúruna og framtíðina. Börn eru þegar vön að flokka úrgang í skólum og heima og nú höldum við því áfram á mótum. Þetta er mikilvægt skref í átt að sjálfbærari íþróttaviðburðum.“ Auk þess að bæta við flokkunartunnum verður flokkunarílát fyrir matarleifar staðsett í matsal Íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum, þar sem morgun-, hádegis- og kvöldverður er framreiddur. Þjálfarar, iðkendur og fararstjórar eru hvattir til að skila matarafgöngum í viðeigandi ílát. Erna segir gilda ástæðu fyrir því að koma flokkunartunnu fyrir matarleifar aðeins fyrir í matsal. „Hvað varðar matarleifar þá eru nokkrar ástæður fyrir því að við viljum byrja á matsalnum, enda metum við það sem svo að mesti úrgangur hvað varðar matarleifar verði á því svæði. Þar sem mótið fer að mestu fram úti þá er alltaf hætta á að mávar fari að leita í þessi ílát í leit af mat. Einnig þarf að hugsa um hreina strauma og er nóg að það fari eitt plast með matarleifum þá er búið að menga allan farminn og þá getum við ekki látið hann fara með matarleifum heldur mundi hann fall í flokkinn blandaður úrgangur.“ Jóhannes Geir Guðnason, rekstrarstjóri Terra á Akranesi, og Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdarstjóri KFÍA handsala samstarfið. Aðsend Vigta úrganginn Erna segir að loknu móti verður allur úrgangur sem fellur til vigtaður. Það sé sameiginlegt markmið mótshaldara og Terra að minnka hlutfall blandaðs úrgangs frá fyrri árum og skapa þannig fordæmi fyrir aðra viðburði. „Þar sem verið er að gera þetta í fyrsta sinn og því erum við ekki með nein önnur gögn um alla þessa flokka. Þetta verður allt vigtað eftir mótið niður á flokka og svo ætlum við að gera enn betur að ári liðnu. Markmiðið með þessu er að fá hreinni strauma frá móti sem þessu og viljum við að það sem fellur til í flokkinn blandaður úrgangur fari minnkandi milli ára. Með því að fá hreina strauma minnkum við sóun og náum að endurnýta verðmæti í stað þess að þeim sé hent, það er send í brennslu.“ Erna segir afar ánægjulegt að ÍA hafi tekið svo vel í þessa hugmynd þeirra. „Við hjá ÍA erum afar stolt af því að taka þátt í þessari mikilvægu vegferð með Terra. Norðurálsmótið er einn stærsti viðburður ársins á Akranesi með markvissari úrgangsflokkun sýnum við samfélagslega ábyrgð og gefum börnunum sem taka þátt gott fordæmi. Þetta samstarf er skref í rétta átt og við vonum að fleiri íþróttaviðburðir fylgi í kjölfarið,“ segir Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdarstjóri KFÍA
Sorphirða Akranes Íþróttir barna ÍA Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira