Þingflokksformanni Framsóknar líst vel á hugmyndir um tilfærslu starfa Hjörtur Hjartarson skrifar 4. apríl 2015 14:18 Þingflokksformanni Framsóknarflokksins líst vel hugmyndir Landshlutanefndar um að flytja 130 opinber störf til Norðurlands vestra, langflest í Skagafjörðinn. Hún hafnar því að sterk tengsl flokksins við landshlutann komi til með að hafa áhrif þegar ríkisstjórnin fjallar um málið. Skýrsla landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra bíður nú umfjöllunar hjá Ríkisstjórninni en þar er lagt til að 90 störf verði flutt til Norðurlands vestra og um 40 ný störf verði til í landshlutanum. Þórunni Egilsdóttur, formanni þingflokks Framsóknarflokksins líst vel á þessi áform. „Já mér hugnast það bara alveg ljómandi vel. Það þarf að vanda til verka og skoða möguleikana í hverjum landshluta og finna leiðir í því,“ segir hún aðspurð um tillögurnar. Af hverju er fókusinn á Skagafjörðinn? „Þarna var kallað eftir skýrslu og hugmynda heimamanna um það hvernig mætti bæta ástandi eins og það er orðið. Það hefur orðið veruleg fækkun starfa í þessum landshluta, og öðrum landshlutum um allt land. Þannig að þetta eru hugmyndir heimamanna sem á eftir að vinna með,“ segir hún. Fréttablaðið hefur skýrsluna í heild sinni undir höndum en áður hafði verið greint frá því að landshlutanefndin hafði lagt til að höfuðstöðvar RARIK og Landhelgisgæslan yrðu flutt í Skagafjörðinn. Óhætt er að segja að eitt sterkast vígi Framsóknarflokksins sé í kjördæminu. Þórunn segir það hinsvegar engu máli skipta þegar kemur að málum sem þessum. „Það fæ ég ekki séð. Þetta eru bara hugmyndir frá heimamönnum um allt kjördæmið og svo þurfum við að skoða landið í heildinni líka. Þetta þurfum við að skoða í samfellu og einni heild,“ segir hún. Áformum um flutning Fiskistofu til Akureyrar hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af starfsmönnum stofnunarinnar. Þórunn óttast ekki að hið sama gerist ef af verður áðurnefndum áformum en að sjálfsögðu verði hlustað á allar athugasemdar sem kunna að verða gerðar. „Auðvitað viljum við alltaf hlusta á fólk en ég held við þurfum kannski bara að kynna málin okkar betur og vinna þau kannski á einhvern annan hátt en ég held að þarna hafi verið staðið ágætlega að málum þegar grannt er skoðað og við leggjumst yfir það,“ segir hún. Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Skýrsla Landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra var lögð fyrir ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Í tillögum nefndarinnar eru lagðar fram 25 hugmyndir um fjölgun opinberra starfa í landshlutanum. 4. apríl 2015 08:30 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Þingflokksformanni Framsóknarflokksins líst vel hugmyndir Landshlutanefndar um að flytja 130 opinber störf til Norðurlands vestra, langflest í Skagafjörðinn. Hún hafnar því að sterk tengsl flokksins við landshlutann komi til með að hafa áhrif þegar ríkisstjórnin fjallar um málið. Skýrsla landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra bíður nú umfjöllunar hjá Ríkisstjórninni en þar er lagt til að 90 störf verði flutt til Norðurlands vestra og um 40 ný störf verði til í landshlutanum. Þórunni Egilsdóttur, formanni þingflokks Framsóknarflokksins líst vel á þessi áform. „Já mér hugnast það bara alveg ljómandi vel. Það þarf að vanda til verka og skoða möguleikana í hverjum landshluta og finna leiðir í því,“ segir hún aðspurð um tillögurnar. Af hverju er fókusinn á Skagafjörðinn? „Þarna var kallað eftir skýrslu og hugmynda heimamanna um það hvernig mætti bæta ástandi eins og það er orðið. Það hefur orðið veruleg fækkun starfa í þessum landshluta, og öðrum landshlutum um allt land. Þannig að þetta eru hugmyndir heimamanna sem á eftir að vinna með,“ segir hún. Fréttablaðið hefur skýrsluna í heild sinni undir höndum en áður hafði verið greint frá því að landshlutanefndin hafði lagt til að höfuðstöðvar RARIK og Landhelgisgæslan yrðu flutt í Skagafjörðinn. Óhætt er að segja að eitt sterkast vígi Framsóknarflokksins sé í kjördæminu. Þórunn segir það hinsvegar engu máli skipta þegar kemur að málum sem þessum. „Það fæ ég ekki séð. Þetta eru bara hugmyndir frá heimamönnum um allt kjördæmið og svo þurfum við að skoða landið í heildinni líka. Þetta þurfum við að skoða í samfellu og einni heild,“ segir hún. Áformum um flutning Fiskistofu til Akureyrar hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af starfsmönnum stofnunarinnar. Þórunn óttast ekki að hið sama gerist ef af verður áðurnefndum áformum en að sjálfsögðu verði hlustað á allar athugasemdar sem kunna að verða gerðar. „Auðvitað viljum við alltaf hlusta á fólk en ég held við þurfum kannski bara að kynna málin okkar betur og vinna þau kannski á einhvern annan hátt en ég held að þarna hafi verið staðið ágætlega að málum þegar grannt er skoðað og við leggjumst yfir það,“ segir hún.
Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Skýrsla Landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra var lögð fyrir ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Í tillögum nefndarinnar eru lagðar fram 25 hugmyndir um fjölgun opinberra starfa í landshlutanum. 4. apríl 2015 08:30 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Skýrsla Landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra var lögð fyrir ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Í tillögum nefndarinnar eru lagðar fram 25 hugmyndir um fjölgun opinberra starfa í landshlutanum. 4. apríl 2015 08:30