Lágpunkturinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. júlí 2014 06:00 Forsætisráðherrann okkar virðist stundum í einkennilega litlum tengslum við raunveruleikann. Á föstudaginn hélt hann ræðu yfir miðstjórn Framsóknarflokksins, þar sem hann hélt áfram að kvarta sáran yfir umræðunni um mosku-útspil Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík, nokkrum dögum fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitarstjórnarkosningarnar þegar reynt var að færa umræðu um pópúlíska flokkinn og saka Framsóknarmenn um kynþáttahyggju, flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í fararbroddi mannréttindabaráttu á Íslandi og innleitt margar mestu framfarir sem hafa orðið á því sviði,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á fundinum. Svo bætti hann við: „Að menn skuli nýta slíkt mál í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma.“ Það er dálítið kostulegt ef forsætisráðherrann áttar sig ekki á því að þessum orðum má einmitt snúa upp á framgöngu Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Margir trúðu því illa að flokkur, sem lengst af hefur reynt að marka sér stöðu sem hófsamur miðjuflokkur, myndi nota ótta við útlendinga og fólk sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga til að fiska eftir atkvæðum. Það var nú samt það sem gerðist. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir sagði að á meðan við værum með þjóðkirkju á Íslandi ætti Reykjavíkurborg ekki að gefa múslimum lóð undir mosku. Svo tók hún upp hugmynd frá danska Þjóðarflokknum um að það ætti að hafa atkvæðagreiðslu um moskulóðina. Hún dró ummæli sín ekki til baka fyrir kosningar, heldur bætti hún í kvöldið fyrir kjördag, þegar hún notaði tækifærið til að ýta undir hræðslu við nauðungarhjónabönd á Íslandi. Það var ekki fyrr en eftir kosningar, sem Sveinbjörg dró í land og sagðist hafa hlaupið á sig. Hlutur forsætisráðherrans er lítið skárri; hann gerði engar athugasemdir við málflutning Sveinbjargar fyrir kosningar og hefur raunar enn ekki gert það, enda sjálfsagt glaður með fylgið sem þetta atkvæðafiskirí á vafasömum miðum skilaði. Hann ber sig bara voða aumlega undan „umræðunni“ og reynir að færa ábyrgðina á málinu eitthvert annað en þangað sem hún á heima; hjá oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og hjá honum sjálfum. Þetta má sannarlega kalla lágpunkt í langri og merkilegri sögu Framsóknarflokksins. Það er hins vegar óhætt að leyfa sér að vona að nú liggi leiðin upp á við. Miðstjórnarfundurinn samþykkti að sögn RÚV ályktun, þar sem ítrekað er að framsóknarmenn muni berjast fyrir félagslegu réttlæti og hafna hvers kyns mismunun, meðal annars á grundvelli trúarbragða, litarháttar, kyns, stöðu og kynhneigðar. Þar er augljóslega verið að snupra Sveinbjörgu og árétta grundvallarstefnu Framsóknarflokksins. Það er gott hjá framsóknarmönnum. En um leið er illskiljanlegt hvað formaður flokksins er að hugsa þegar hann harðneitar að viðurkenna að Framsóknarflokkurinn fékk umtalsvert fylgi í Reykjavík út á málflutning, sem gekk þvert á stefnu flokksins. Það heitir nefnilega popúlismi, öðru nafni lýðskrum, hvernig sem forsætisráðherrann reynir að koma sök á „umræðuna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherrann okkar virðist stundum í einkennilega litlum tengslum við raunveruleikann. Á föstudaginn hélt hann ræðu yfir miðstjórn Framsóknarflokksins, þar sem hann hélt áfram að kvarta sáran yfir umræðunni um mosku-útspil Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík, nokkrum dögum fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að menn myndu leggjast jafn lágt og þeir gerðu í kringum sveitarstjórnarkosningarnar þegar reynt var að færa umræðu um pópúlíska flokkinn og saka Framsóknarmenn um kynþáttahyggju, flokk sem í næstum því heila öld hefur verið í fararbroddi mannréttindabaráttu á Íslandi og innleitt margar mestu framfarir sem hafa orðið á því sviði,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á fundinum. Svo bætti hann við: „Að menn skuli nýta slíkt mál í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma.“ Það er dálítið kostulegt ef forsætisráðherrann áttar sig ekki á því að þessum orðum má einmitt snúa upp á framgöngu Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Margir trúðu því illa að flokkur, sem lengst af hefur reynt að marka sér stöðu sem hófsamur miðjuflokkur, myndi nota ótta við útlendinga og fólk sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga til að fiska eftir atkvæðum. Það var nú samt það sem gerðist. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir sagði að á meðan við værum með þjóðkirkju á Íslandi ætti Reykjavíkurborg ekki að gefa múslimum lóð undir mosku. Svo tók hún upp hugmynd frá danska Þjóðarflokknum um að það ætti að hafa atkvæðagreiðslu um moskulóðina. Hún dró ummæli sín ekki til baka fyrir kosningar, heldur bætti hún í kvöldið fyrir kjördag, þegar hún notaði tækifærið til að ýta undir hræðslu við nauðungarhjónabönd á Íslandi. Það var ekki fyrr en eftir kosningar, sem Sveinbjörg dró í land og sagðist hafa hlaupið á sig. Hlutur forsætisráðherrans er lítið skárri; hann gerði engar athugasemdir við málflutning Sveinbjargar fyrir kosningar og hefur raunar enn ekki gert það, enda sjálfsagt glaður með fylgið sem þetta atkvæðafiskirí á vafasömum miðum skilaði. Hann ber sig bara voða aumlega undan „umræðunni“ og reynir að færa ábyrgðina á málinu eitthvert annað en þangað sem hún á heima; hjá oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og hjá honum sjálfum. Þetta má sannarlega kalla lágpunkt í langri og merkilegri sögu Framsóknarflokksins. Það er hins vegar óhætt að leyfa sér að vona að nú liggi leiðin upp á við. Miðstjórnarfundurinn samþykkti að sögn RÚV ályktun, þar sem ítrekað er að framsóknarmenn muni berjast fyrir félagslegu réttlæti og hafna hvers kyns mismunun, meðal annars á grundvelli trúarbragða, litarháttar, kyns, stöðu og kynhneigðar. Þar er augljóslega verið að snupra Sveinbjörgu og árétta grundvallarstefnu Framsóknarflokksins. Það er gott hjá framsóknarmönnum. En um leið er illskiljanlegt hvað formaður flokksins er að hugsa þegar hann harðneitar að viðurkenna að Framsóknarflokkurinn fékk umtalsvert fylgi í Reykjavík út á málflutning, sem gekk þvert á stefnu flokksins. Það heitir nefnilega popúlismi, öðru nafni lýðskrum, hvernig sem forsætisráðherrann reynir að koma sök á „umræðuna“.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun