Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. maí 2014 15:08 Sveinbjörg hefur búið víða og segir afstöðu sína byggða á reynslu. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina, vill að lóð sem var úthlutað til byggingar mosku í Reykjavík verði afturkölluð. Múslimar fengu úthlutað lóð við Suðurlandsbraut í september í fyrra. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku réttrúnaðarkirkjuna,“ segir hún og tekur fram: „Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu.“ Óttast ekki skaðabótamál Þrátt fyrir að vilja endurkalla lóðina sem trúfélag múslima fékk undir byggingu mosku segist Sveinbjörg vera hlynnt trúfrelsi. „Ég trúi því að allir eigi að geta iðkað sína trú. En mér finnst ekki rétt að múslimar eða önnur trúfélög fái lóðir undir byggingu moskna eða sambærilegra húsa. Mér finnst samt bænahús vera annars eðlis og er ekki mótfallin þeim,“ útskýrir oddvitinn. Sveinbjörg segist ekki óttast skaðabótamál af hálfu múslima, verði þessi hugmynd hennar að veruleika. „Þeim var gefin þessi lóð, þannig að þeir geta líklega ekki farið í skaðabótamál.“ Bænahús eitt – moska annað Sveinbjörg bjó um tíma í Lúxemborg og vill fara svipaðar leiðir og gert er þar í landi. „Þar eru margir múslimar en engin moska. Þeir sjá hvernig staðan er í París. Þar eru mun fleiri moskur. En reyndar er eðlismunur á því, margir múslimar koma frá gömlum frönskum nýlendum og því þurfa Frakkar að taka allskonar hluti inn í landið.“ Aðilar í Katar eru búnir að stefna að því í tvö ár að byggja mosku og skóla sem kennir fræði múslima í Lúxemborg. Þeir hafa safnað rúmlega þrjú hundruð milljónum í verkefnið. En enn eru engar formlegar moskur í Lúxemborg, þó svo að sex bænahús séu í borginni. Talið er að múslimar þar í landi séu á bilinu 10 til 12 þúsund. „Það myndu koma peningar að utan ef moska yrði byggð hérna. Ekki spurning. Þeir byrja að streyma inn um leið leyfið fyrir moskunni fæst. Alveg eins og ef kaþólsk kirkja yrði byggð í Sádí Arabíu; þá kæmu peningar frá Vatíkaninu,“ segir Sveinbjörg. Hér er mynd af Sveinbjörgu fyrir framan stærstu mosku í heimi, í Abú Dabí. Skoðun byggð á reynslu ekki fordómum „Við erum búin að búa hér í sátt og samlyndi frá landnámi. Fyrst var það Ásatrú, síðan komu siðaskiptin – allir þekkja þessa sögu. Ég tel bara að á meðan við erum með þjóðkirkju eigi sveitarfélög ekki að úthluta lóðum til byggingu húsa eins og mosku.“ Sveinbjörg bendir á að hún hafi búið erlendis lengi, séð heiminn og hafi mikla reynslu af því að búa í fjölmenningarsamfélögum. „Það er ekki eins og þessi skoðun sé byggð á fordómum. Ég dæmi bara eftir minni reynslu. Ég er til dæmis nýkomin úr stærstu mosku í heimi í Abú Dabí. Það er engin kirkja þar, eðli málsins samkvæmt. Ég virði siði annarra landa. Ég hyl mig alla eins og tíðkast í þeim löndum og finnst það bara sjálfsagt mál,“ útskýrir hún og bætir við: „Ég er örugglega eini frambjóðandinn í Reykjavík sem hefur búið annars staðar en á Íslandi. Ég bjó í Sádí Arabíu í um það bil ár. Ég hef ferðast mikið um Arabalöndin. Eins og ég segi þetta eru ekki fordómar, heldur reynslan mín sem útskýrir þessa afstöðu.“ Vakti athygli á málinu á Facebook Sveinbjörg skrifaði um moskur í Reykjavík á Facebook. „Já, margir virðast hafa skoðanir á þessu,“ segir hún. Á Facebook-síðu sinni sagði hún: „Margir hafa komið að máli við mig og spurt mig hver sé afstaða mín til úthlutunar á lóð undir Mosku í Reykjavík... mjög margir.“ Nokkrir skrifuðu athugasemd við færslu Sveinbjargar. Einn vitnaði í reglur Framsóknarflokksins: Grundvallarstefnuskrá flokksins hlýtur að eiga að vera leiðarljósið um stefnu flokksins í þessu máli sem öðrum. Þar segir m.a.: ,,II. Mannréttindi Við berjumst fyrir mannréttindum, virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Við höfnum hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum. Við munum ávallt verja skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífs." Annar var algjörlega mótfallinn byggingu mosku í Reykjavík: „Áður en moskulóð er úthlutað held ég að menn og konur ættu að kynna sér ástandið á Norðurlöndunum og víðar vegna múslima og glæpa þeirra og það sérstaklega gegn konum og ungumm stúlkum og læra af þeirri reynslu.Mosku á undir engum kringumstæðum að leyfa hér á landi....“ Athygli vakti að Sveinbjörg Birna smellti á „like-takkann“ við neðri athugasemdina, um að moska eigi alls ekki að rísa í Reyjavík. Er þetta færsla sem þér líkar sérstaklega mikið við? Ertu sammála þessari athugasemd? „Ja, ég reyndi nú að smella á „like“ við allar athugasemdirnar við þessar færslur.“ Þegar blaðamaður athugaði málið, rétt eftir að Sveinbjörg hélt þessu fram kom í ljós að hún hafði aðeins smellt á „like-takkann“ við eina af þeim ellefu athugasemdum við þessa færslu. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina, vill að lóð sem var úthlutað til byggingar mosku í Reykjavík verði afturkölluð. Múslimar fengu úthlutað lóð við Suðurlandsbraut í september í fyrra. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku réttrúnaðarkirkjuna,“ segir hún og tekur fram: „Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu.“ Óttast ekki skaðabótamál Þrátt fyrir að vilja endurkalla lóðina sem trúfélag múslima fékk undir byggingu mosku segist Sveinbjörg vera hlynnt trúfrelsi. „Ég trúi því að allir eigi að geta iðkað sína trú. En mér finnst ekki rétt að múslimar eða önnur trúfélög fái lóðir undir byggingu moskna eða sambærilegra húsa. Mér finnst samt bænahús vera annars eðlis og er ekki mótfallin þeim,“ útskýrir oddvitinn. Sveinbjörg segist ekki óttast skaðabótamál af hálfu múslima, verði þessi hugmynd hennar að veruleika. „Þeim var gefin þessi lóð, þannig að þeir geta líklega ekki farið í skaðabótamál.“ Bænahús eitt – moska annað Sveinbjörg bjó um tíma í Lúxemborg og vill fara svipaðar leiðir og gert er þar í landi. „Þar eru margir múslimar en engin moska. Þeir sjá hvernig staðan er í París. Þar eru mun fleiri moskur. En reyndar er eðlismunur á því, margir múslimar koma frá gömlum frönskum nýlendum og því þurfa Frakkar að taka allskonar hluti inn í landið.“ Aðilar í Katar eru búnir að stefna að því í tvö ár að byggja mosku og skóla sem kennir fræði múslima í Lúxemborg. Þeir hafa safnað rúmlega þrjú hundruð milljónum í verkefnið. En enn eru engar formlegar moskur í Lúxemborg, þó svo að sex bænahús séu í borginni. Talið er að múslimar þar í landi séu á bilinu 10 til 12 þúsund. „Það myndu koma peningar að utan ef moska yrði byggð hérna. Ekki spurning. Þeir byrja að streyma inn um leið leyfið fyrir moskunni fæst. Alveg eins og ef kaþólsk kirkja yrði byggð í Sádí Arabíu; þá kæmu peningar frá Vatíkaninu,“ segir Sveinbjörg. Hér er mynd af Sveinbjörgu fyrir framan stærstu mosku í heimi, í Abú Dabí. Skoðun byggð á reynslu ekki fordómum „Við erum búin að búa hér í sátt og samlyndi frá landnámi. Fyrst var það Ásatrú, síðan komu siðaskiptin – allir þekkja þessa sögu. Ég tel bara að á meðan við erum með þjóðkirkju eigi sveitarfélög ekki að úthluta lóðum til byggingu húsa eins og mosku.“ Sveinbjörg bendir á að hún hafi búið erlendis lengi, séð heiminn og hafi mikla reynslu af því að búa í fjölmenningarsamfélögum. „Það er ekki eins og þessi skoðun sé byggð á fordómum. Ég dæmi bara eftir minni reynslu. Ég er til dæmis nýkomin úr stærstu mosku í heimi í Abú Dabí. Það er engin kirkja þar, eðli málsins samkvæmt. Ég virði siði annarra landa. Ég hyl mig alla eins og tíðkast í þeim löndum og finnst það bara sjálfsagt mál,“ útskýrir hún og bætir við: „Ég er örugglega eini frambjóðandinn í Reykjavík sem hefur búið annars staðar en á Íslandi. Ég bjó í Sádí Arabíu í um það bil ár. Ég hef ferðast mikið um Arabalöndin. Eins og ég segi þetta eru ekki fordómar, heldur reynslan mín sem útskýrir þessa afstöðu.“ Vakti athygli á málinu á Facebook Sveinbjörg skrifaði um moskur í Reykjavík á Facebook. „Já, margir virðast hafa skoðanir á þessu,“ segir hún. Á Facebook-síðu sinni sagði hún: „Margir hafa komið að máli við mig og spurt mig hver sé afstaða mín til úthlutunar á lóð undir Mosku í Reykjavík... mjög margir.“ Nokkrir skrifuðu athugasemd við færslu Sveinbjargar. Einn vitnaði í reglur Framsóknarflokksins: Grundvallarstefnuskrá flokksins hlýtur að eiga að vera leiðarljósið um stefnu flokksins í þessu máli sem öðrum. Þar segir m.a.: ,,II. Mannréttindi Við berjumst fyrir mannréttindum, virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Við höfnum hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum. Við munum ávallt verja skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífs." Annar var algjörlega mótfallinn byggingu mosku í Reykjavík: „Áður en moskulóð er úthlutað held ég að menn og konur ættu að kynna sér ástandið á Norðurlöndunum og víðar vegna múslima og glæpa þeirra og það sérstaklega gegn konum og ungumm stúlkum og læra af þeirri reynslu.Mosku á undir engum kringumstæðum að leyfa hér á landi....“ Athygli vakti að Sveinbjörg Birna smellti á „like-takkann“ við neðri athugasemdina, um að moska eigi alls ekki að rísa í Reyjavík. Er þetta færsla sem þér líkar sérstaklega mikið við? Ertu sammála þessari athugasemd? „Ja, ég reyndi nú að smella á „like“ við allar athugasemdirnar við þessar færslur.“ Þegar blaðamaður athugaði málið, rétt eftir að Sveinbjörg hélt þessu fram kom í ljós að hún hafði aðeins smellt á „like-takkann“ við eina af þeim ellefu athugasemdum við þessa færslu.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira