Fjandmenn eða foreldrar? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. júní 2014 06:00 Fréttablaðið sagði frá því í gær að málum hjá sýslumanni, þar sem foreldrar takast á um umgengni við börn sín, hefði fjölgað mjög síðustu ár. Þá hefði málum, þar sem farið er fram á að foreldri sé beitt dagsektum til að það hætti að meina hinu foreldrinu umgengni við barn, fjölgað tífalt. Þessi þróun er væntanlega að langmestu leyti tilkomin vegna breyttra laga og breytts viðhorfs til hlutverka feðra og mæðra í barnauppeldi. Fyrir rúmlega tuttugu árum var það nánast sjálfgefið að mæður fengju forsjá barna við skilnað eða sambúðarslit. Árið 1992 var lögum breytt þannig að möguleiki varð að foreldrar færu sameiginlega með forsjá. Fjórtán árum seinna varð sameiginleg forsjá meginreglan að lögum. Nú orðið fara foreldrar saman með forsjá í yfirgnæfandi meirihluta tilvika eftir skilnað. Það kemur ekki í veg fyrir deilur um forsjá og umgengni. Eyrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segist í Fréttablaðinu í gær ætla að fjölgun mála hjá embættinu tengist auknu jafnrétti. Í flestum tilvikum eru það feður sem sækja rétt sinn. Eyrún segir að tíminn, sem fráskildir feður hafi umgengni við börn sín, hafi lengzt undanfarin ár. Það er tvímælalaust jákvæð þróun. Uppeldi barna er sameiginlegt verkefni, sem feður og mæður þurfa að axla til jafns, ef fullt jafnrétti á að nást. Hins vegar getur það valdið núningi og átökum, að feður sæki rétt sinn. Þótt löggjöfin hafi breytzt og rétturinn til að knýja fram umgengni forsjárlausra foreldra við börn sín hafi styrkzt, er samfélagið ekki endilega reiðubúið að viðurkenna að feður eigi jafnríkan rétt á að umgangast börnin sín eftir skilnað og taka ákvarðanir um líf þeirra og mæðurnar. Eftir því sem sú viðurkenning fer vaxandi, ætti deilumálunum að fækka. Að fjölmiðlum berast reglulega ljótar sögur um foreldra, oftast mæður, sem brjóta gróflega á réttindum fyrrverandi maka með því að hindra umgengni. Líka frásagnir af foreldrum, oftast feðrum, sem hafi í raun engan áhuga á að umgangast börnin sín en noti kröfur um umgengnisrétt og dagsektir sem vopn í deilum við fyrrverandi maka. Þetta eru mál sem erfitt er að fjalla um frá annarri hliðinni eingöngu, ekki sízt af því að börn eiga í hlut, og fjölmiðlar láta þau því oftast vera. Á hinu er sjaldnar vakin athygli, að í miklum meirihluta tilvika gengur sameiginleg forsjá foreldra eftir skilnað, og eftir atvikum umgengni þótt annað foreldri fari með forsjána, alveg ljómandi vel. Ef ábyrgðin á börnunum var jöfn í hjónabandi eða sambúð heldur hún áfram að vera það þótt sambandinu sé slitið. Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, segir í Fréttablaðinu í gær að hún hafi á tilfinningunni að aukin harka sé í umgengnismálum og fólk láti of oft hnefann ráða för. „Fólk er orðið of upptekið af baráttu, að sigra hinn, í stað þess að hafa þarfir barnanna að leiðarljósi,“ segir hún. Það mættu allir hafa í huga strax og þeir eignast börn – eða jafnvel fyrr – að það eru ekki góðir foreldrar sem láta deilur eða fjandskap sín á milli bitna á börnunum. Skyldur foreldra eru einfaldlega þess eðlis að þeim verður ekki sinnt nema í sameiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Sjá meira
Fréttablaðið sagði frá því í gær að málum hjá sýslumanni, þar sem foreldrar takast á um umgengni við börn sín, hefði fjölgað mjög síðustu ár. Þá hefði málum, þar sem farið er fram á að foreldri sé beitt dagsektum til að það hætti að meina hinu foreldrinu umgengni við barn, fjölgað tífalt. Þessi þróun er væntanlega að langmestu leyti tilkomin vegna breyttra laga og breytts viðhorfs til hlutverka feðra og mæðra í barnauppeldi. Fyrir rúmlega tuttugu árum var það nánast sjálfgefið að mæður fengju forsjá barna við skilnað eða sambúðarslit. Árið 1992 var lögum breytt þannig að möguleiki varð að foreldrar færu sameiginlega með forsjá. Fjórtán árum seinna varð sameiginleg forsjá meginreglan að lögum. Nú orðið fara foreldrar saman með forsjá í yfirgnæfandi meirihluta tilvika eftir skilnað. Það kemur ekki í veg fyrir deilur um forsjá og umgengni. Eyrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segist í Fréttablaðinu í gær ætla að fjölgun mála hjá embættinu tengist auknu jafnrétti. Í flestum tilvikum eru það feður sem sækja rétt sinn. Eyrún segir að tíminn, sem fráskildir feður hafi umgengni við börn sín, hafi lengzt undanfarin ár. Það er tvímælalaust jákvæð þróun. Uppeldi barna er sameiginlegt verkefni, sem feður og mæður þurfa að axla til jafns, ef fullt jafnrétti á að nást. Hins vegar getur það valdið núningi og átökum, að feður sæki rétt sinn. Þótt löggjöfin hafi breytzt og rétturinn til að knýja fram umgengni forsjárlausra foreldra við börn sín hafi styrkzt, er samfélagið ekki endilega reiðubúið að viðurkenna að feður eigi jafnríkan rétt á að umgangast börnin sín eftir skilnað og taka ákvarðanir um líf þeirra og mæðurnar. Eftir því sem sú viðurkenning fer vaxandi, ætti deilumálunum að fækka. Að fjölmiðlum berast reglulega ljótar sögur um foreldra, oftast mæður, sem brjóta gróflega á réttindum fyrrverandi maka með því að hindra umgengni. Líka frásagnir af foreldrum, oftast feðrum, sem hafi í raun engan áhuga á að umgangast börnin sín en noti kröfur um umgengnisrétt og dagsektir sem vopn í deilum við fyrrverandi maka. Þetta eru mál sem erfitt er að fjalla um frá annarri hliðinni eingöngu, ekki sízt af því að börn eiga í hlut, og fjölmiðlar láta þau því oftast vera. Á hinu er sjaldnar vakin athygli, að í miklum meirihluta tilvika gengur sameiginleg forsjá foreldra eftir skilnað, og eftir atvikum umgengni þótt annað foreldri fari með forsjána, alveg ljómandi vel. Ef ábyrgðin á börnunum var jöfn í hjónabandi eða sambúð heldur hún áfram að vera það þótt sambandinu sé slitið. Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, segir í Fréttablaðinu í gær að hún hafi á tilfinningunni að aukin harka sé í umgengnismálum og fólk láti of oft hnefann ráða för. „Fólk er orðið of upptekið af baráttu, að sigra hinn, í stað þess að hafa þarfir barnanna að leiðarljósi,“ segir hún. Það mættu allir hafa í huga strax og þeir eignast börn – eða jafnvel fyrr – að það eru ekki góðir foreldrar sem láta deilur eða fjandskap sín á milli bitna á börnunum. Skyldur foreldra eru einfaldlega þess eðlis að þeim verður ekki sinnt nema í sameiningu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun