Fjandmenn eða foreldrar? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. júní 2014 06:00 Fréttablaðið sagði frá því í gær að málum hjá sýslumanni, þar sem foreldrar takast á um umgengni við börn sín, hefði fjölgað mjög síðustu ár. Þá hefði málum, þar sem farið er fram á að foreldri sé beitt dagsektum til að það hætti að meina hinu foreldrinu umgengni við barn, fjölgað tífalt. Þessi þróun er væntanlega að langmestu leyti tilkomin vegna breyttra laga og breytts viðhorfs til hlutverka feðra og mæðra í barnauppeldi. Fyrir rúmlega tuttugu árum var það nánast sjálfgefið að mæður fengju forsjá barna við skilnað eða sambúðarslit. Árið 1992 var lögum breytt þannig að möguleiki varð að foreldrar færu sameiginlega með forsjá. Fjórtán árum seinna varð sameiginleg forsjá meginreglan að lögum. Nú orðið fara foreldrar saman með forsjá í yfirgnæfandi meirihluta tilvika eftir skilnað. Það kemur ekki í veg fyrir deilur um forsjá og umgengni. Eyrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segist í Fréttablaðinu í gær ætla að fjölgun mála hjá embættinu tengist auknu jafnrétti. Í flestum tilvikum eru það feður sem sækja rétt sinn. Eyrún segir að tíminn, sem fráskildir feður hafi umgengni við börn sín, hafi lengzt undanfarin ár. Það er tvímælalaust jákvæð þróun. Uppeldi barna er sameiginlegt verkefni, sem feður og mæður þurfa að axla til jafns, ef fullt jafnrétti á að nást. Hins vegar getur það valdið núningi og átökum, að feður sæki rétt sinn. Þótt löggjöfin hafi breytzt og rétturinn til að knýja fram umgengni forsjárlausra foreldra við börn sín hafi styrkzt, er samfélagið ekki endilega reiðubúið að viðurkenna að feður eigi jafnríkan rétt á að umgangast börnin sín eftir skilnað og taka ákvarðanir um líf þeirra og mæðurnar. Eftir því sem sú viðurkenning fer vaxandi, ætti deilumálunum að fækka. Að fjölmiðlum berast reglulega ljótar sögur um foreldra, oftast mæður, sem brjóta gróflega á réttindum fyrrverandi maka með því að hindra umgengni. Líka frásagnir af foreldrum, oftast feðrum, sem hafi í raun engan áhuga á að umgangast börnin sín en noti kröfur um umgengnisrétt og dagsektir sem vopn í deilum við fyrrverandi maka. Þetta eru mál sem erfitt er að fjalla um frá annarri hliðinni eingöngu, ekki sízt af því að börn eiga í hlut, og fjölmiðlar láta þau því oftast vera. Á hinu er sjaldnar vakin athygli, að í miklum meirihluta tilvika gengur sameiginleg forsjá foreldra eftir skilnað, og eftir atvikum umgengni þótt annað foreldri fari með forsjána, alveg ljómandi vel. Ef ábyrgðin á börnunum var jöfn í hjónabandi eða sambúð heldur hún áfram að vera það þótt sambandinu sé slitið. Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, segir í Fréttablaðinu í gær að hún hafi á tilfinningunni að aukin harka sé í umgengnismálum og fólk láti of oft hnefann ráða för. „Fólk er orðið of upptekið af baráttu, að sigra hinn, í stað þess að hafa þarfir barnanna að leiðarljósi,“ segir hún. Það mættu allir hafa í huga strax og þeir eignast börn – eða jafnvel fyrr – að það eru ekki góðir foreldrar sem láta deilur eða fjandskap sín á milli bitna á börnunum. Skyldur foreldra eru einfaldlega þess eðlis að þeim verður ekki sinnt nema í sameiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið sagði frá því í gær að málum hjá sýslumanni, þar sem foreldrar takast á um umgengni við börn sín, hefði fjölgað mjög síðustu ár. Þá hefði málum, þar sem farið er fram á að foreldri sé beitt dagsektum til að það hætti að meina hinu foreldrinu umgengni við barn, fjölgað tífalt. Þessi þróun er væntanlega að langmestu leyti tilkomin vegna breyttra laga og breytts viðhorfs til hlutverka feðra og mæðra í barnauppeldi. Fyrir rúmlega tuttugu árum var það nánast sjálfgefið að mæður fengju forsjá barna við skilnað eða sambúðarslit. Árið 1992 var lögum breytt þannig að möguleiki varð að foreldrar færu sameiginlega með forsjá. Fjórtán árum seinna varð sameiginleg forsjá meginreglan að lögum. Nú orðið fara foreldrar saman með forsjá í yfirgnæfandi meirihluta tilvika eftir skilnað. Það kemur ekki í veg fyrir deilur um forsjá og umgengni. Eyrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segist í Fréttablaðinu í gær ætla að fjölgun mála hjá embættinu tengist auknu jafnrétti. Í flestum tilvikum eru það feður sem sækja rétt sinn. Eyrún segir að tíminn, sem fráskildir feður hafi umgengni við börn sín, hafi lengzt undanfarin ár. Það er tvímælalaust jákvæð þróun. Uppeldi barna er sameiginlegt verkefni, sem feður og mæður þurfa að axla til jafns, ef fullt jafnrétti á að nást. Hins vegar getur það valdið núningi og átökum, að feður sæki rétt sinn. Þótt löggjöfin hafi breytzt og rétturinn til að knýja fram umgengni forsjárlausra foreldra við börn sín hafi styrkzt, er samfélagið ekki endilega reiðubúið að viðurkenna að feður eigi jafnríkan rétt á að umgangast börnin sín eftir skilnað og taka ákvarðanir um líf þeirra og mæðurnar. Eftir því sem sú viðurkenning fer vaxandi, ætti deilumálunum að fækka. Að fjölmiðlum berast reglulega ljótar sögur um foreldra, oftast mæður, sem brjóta gróflega á réttindum fyrrverandi maka með því að hindra umgengni. Líka frásagnir af foreldrum, oftast feðrum, sem hafi í raun engan áhuga á að umgangast börnin sín en noti kröfur um umgengnisrétt og dagsektir sem vopn í deilum við fyrrverandi maka. Þetta eru mál sem erfitt er að fjalla um frá annarri hliðinni eingöngu, ekki sízt af því að börn eiga í hlut, og fjölmiðlar láta þau því oftast vera. Á hinu er sjaldnar vakin athygli, að í miklum meirihluta tilvika gengur sameiginleg forsjá foreldra eftir skilnað, og eftir atvikum umgengni þótt annað foreldri fari með forsjána, alveg ljómandi vel. Ef ábyrgðin á börnunum var jöfn í hjónabandi eða sambúð heldur hún áfram að vera það þótt sambandinu sé slitið. Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, segir í Fréttablaðinu í gær að hún hafi á tilfinningunni að aukin harka sé í umgengnismálum og fólk láti of oft hnefann ráða för. „Fólk er orðið of upptekið af baráttu, að sigra hinn, í stað þess að hafa þarfir barnanna að leiðarljósi,“ segir hún. Það mættu allir hafa í huga strax og þeir eignast börn – eða jafnvel fyrr – að það eru ekki góðir foreldrar sem láta deilur eða fjandskap sín á milli bitna á börnunum. Skyldur foreldra eru einfaldlega þess eðlis að þeim verður ekki sinnt nema í sameiningu.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun