Velferð í Garðabæ Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 31. maí 2014 07:00 Foreldrahlutverkið er eitt hið ábyrgðarmesta á lífsleiðinni, við þekkum vel hvernig lífið gjörbreytist við tilkomu barns. Garðabær er fjölskyldubær með sterka þjónustu við ungmenni og aðstæður sem skapa öryggi og tækifæri til vaxtar. Að taka þá ákvörðun að setja foreldrahlutverkið í öndvegi er lykilákvörðun til farsældar barna, foreldra og bæjarfélags. Fræðsluyfirvöld, fagaðilar og aðrir sem styðja við börnin og okkur í foreldrahlutverkinu eru í lykilhlutverki. Skólamál Skólinn er sú stofnun sem hefur ríkulegust áhrif á sjálfsmynd og vellíðan barna. Öflugir kennarar og umhyggjusamir starfsmenn skólanna eru ómetanlegur fjársjóður sem ríkulega þarf að hlúa að. Tryggjum að skólarnir í Garðabæ séu eftirsóknarverður starfsvettvangur og áfram í fremstu röð skóla. Forvarnir Garðabær er nærsamfélag með sterkt öryggisnet. Slíkt samfélag skapar ákjósanleg uppvaxtarskilyrði. Höldum fast í þessi einkenni áfram. Tengsl milli foreldra hafa forvarnagildi og skapa samstöðu t.d. varðandi útivistartíma, netnotkun og virðingu í samskiptum. Tengslanet foreldra styður við mikilvæga þætti eins og að vita ávallt hvar barnið er og leyfa ekki eftirlitslaus partí heldur skapa börnum tækifæri til að hittast í öruggu umhverfi. Veljum samstöðu foreldra og samveru með börnum okkar. Íþrótta- og tómstundaiðkun Fjölbreyttar tómstundir, einstaklings- og hópíþróttir og tómstundir sem ekki byggjast á samkeppnisumhverfi þurfa að tengjast skóladegi barna og vera í boði fyrir fólk á öllum aldri. Í bænum okkar leggjum við áherslur á margþætt og hvetjandi tómstundastarf þar sem afreksfólk jafnt sem almennir iðkendur fá notið sín, spornum gegn brotthvarfi úr tómstundum á unglingsárum. Félagsþjónusta og öryggisnet Í Garðabæ látum við okkur annt hvert um annað. Félagsþjónustan styður fjölskyldur og einstaklinga í gegnum erfið tímabil, til sjálfshjálpar, til að finna til sín og njóta sín. Ekkert barn á að hverfa frá tómstundastarfi, skólamáltíðum eða öðru sem telst æskilegt í uppvexti vegna fjárhags. Bæjarbragur Samkennd, vinátta, nánd og öryggi styður við vellíðan og hamingju. Þessir þættir einkenna Garðabæ og við kjósum að lifa í persónulegu samfélagi með hátt þjónustustig, veljum áfram góðan Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Foreldrahlutverkið er eitt hið ábyrgðarmesta á lífsleiðinni, við þekkum vel hvernig lífið gjörbreytist við tilkomu barns. Garðabær er fjölskyldubær með sterka þjónustu við ungmenni og aðstæður sem skapa öryggi og tækifæri til vaxtar. Að taka þá ákvörðun að setja foreldrahlutverkið í öndvegi er lykilákvörðun til farsældar barna, foreldra og bæjarfélags. Fræðsluyfirvöld, fagaðilar og aðrir sem styðja við börnin og okkur í foreldrahlutverkinu eru í lykilhlutverki. Skólamál Skólinn er sú stofnun sem hefur ríkulegust áhrif á sjálfsmynd og vellíðan barna. Öflugir kennarar og umhyggjusamir starfsmenn skólanna eru ómetanlegur fjársjóður sem ríkulega þarf að hlúa að. Tryggjum að skólarnir í Garðabæ séu eftirsóknarverður starfsvettvangur og áfram í fremstu röð skóla. Forvarnir Garðabær er nærsamfélag með sterkt öryggisnet. Slíkt samfélag skapar ákjósanleg uppvaxtarskilyrði. Höldum fast í þessi einkenni áfram. Tengsl milli foreldra hafa forvarnagildi og skapa samstöðu t.d. varðandi útivistartíma, netnotkun og virðingu í samskiptum. Tengslanet foreldra styður við mikilvæga þætti eins og að vita ávallt hvar barnið er og leyfa ekki eftirlitslaus partí heldur skapa börnum tækifæri til að hittast í öruggu umhverfi. Veljum samstöðu foreldra og samveru með börnum okkar. Íþrótta- og tómstundaiðkun Fjölbreyttar tómstundir, einstaklings- og hópíþróttir og tómstundir sem ekki byggjast á samkeppnisumhverfi þurfa að tengjast skóladegi barna og vera í boði fyrir fólk á öllum aldri. Í bænum okkar leggjum við áherslur á margþætt og hvetjandi tómstundastarf þar sem afreksfólk jafnt sem almennir iðkendur fá notið sín, spornum gegn brotthvarfi úr tómstundum á unglingsárum. Félagsþjónusta og öryggisnet Í Garðabæ látum við okkur annt hvert um annað. Félagsþjónustan styður fjölskyldur og einstaklinga í gegnum erfið tímabil, til sjálfshjálpar, til að finna til sín og njóta sín. Ekkert barn á að hverfa frá tómstundastarfi, skólamáltíðum eða öðru sem telst æskilegt í uppvexti vegna fjárhags. Bæjarbragur Samkennd, vinátta, nánd og öryggi styður við vellíðan og hamingju. Þessir þættir einkenna Garðabæ og við kjósum að lifa í persónulegu samfélagi með hátt þjónustustig, veljum áfram góðan Garðabæ.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun