Fyrir almannahag Katrín Jakobsdóttir skrifar 27. maí 2014 07:00 Þegar þingi lauk skriðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar út í birtuna með stórar yfirlýsingar um fyrirætlanir sínar. Heilbrigðisráðherra mætti í fréttir korteri eftir að stjórnarmeirihlutinn samþykkti að dreifa 80 milljörðum af opinberu fé í skuldaleiðréttingar og tilkynnti að selja yrði ríkiseignir til að byggja nýjan Landspítala. Hann minntist ekki einu orði á að á sínum tíma hefði Síminn verið seldur úr almannaeign, meðal annars til að byggja nýjan spítala. Almenningur í landinu man hins vegar vel eftir því og spyr: Hversu oft á að selja nýjar og nýjar almannaeignir til að byggja sama spítalann? Næstur á svið var fjármálaráðherra sem viðraði áhuga sinn á því að selja hlut í Landsvirkjun; fyrirtæki sem í senn er gríðarmikilvægt fyrir þjóðarhag og mun líklega skila þjóðarbúinu talsverðum arði á næstu árum en heldur þar að auki utan um nýtingu sameiginlegra orkuauðlinda þjóðarinnar sem er mjög mikilvægt að lúti lýðræðislegri stjórn enda um hápólitískar ákvarðanir að ræða. Sem betur fer er að minnsta kosti einn ráðherra ósammála fjármálaráðherranum enda virðist hugmyndin fyrst og fremst sprottin úr pólitísku málsháttasafni Sjálfstæðisflokksins. Þó að ráðherrarnir tali eins og þeim hafi dottið eitthvað firnasnjallt og óvænt í hug er einkavæðing á almannaeigum ekki ný af nálinni og almenningur fékk að kynnast afleiðingunum af síðasta einkavæðingarflippi í hruninu. Einkavæðingin hefur þó ekki verið bundin við ríkið því ýmis sveitarfélög hafa gengið mjög langt í að einkavæða almannaeigur, oftast undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, og mörgum er enn í fersku minni REI-ævintýrið sem snerist um einkavæðingu á hluta Orkuveitu Reykjavíkur og fulltrúar allra annarra flokka en Vinstri-grænna virtust reiðubúnir að samþykkja. Ég treysti á það að íslenskur almenningur mótmæli kröftuglega frekari einkavæðingu almannaeigna á viðkvæmum tímum þar sem máli skiptir að verja sameignina og komast saman í gegnum eftirhreytur efnahagshrunsins. Einkavæðing dregur úr áhrifum almennings á grunnþjónustu, getur veikt stöðu ríkisins og eykur ójöfnuð. Því skiptir máli að hafa öfluga fulltrúa á þingi og í sveitarstjórnum sem standa vörð um það sem við eigum sameiginlega. Því skiptir miklu að fulltrúar Vinstri-grænna fái sem víðast brautargengi í kosningunum á laugardaginn kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þegar þingi lauk skriðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar út í birtuna með stórar yfirlýsingar um fyrirætlanir sínar. Heilbrigðisráðherra mætti í fréttir korteri eftir að stjórnarmeirihlutinn samþykkti að dreifa 80 milljörðum af opinberu fé í skuldaleiðréttingar og tilkynnti að selja yrði ríkiseignir til að byggja nýjan Landspítala. Hann minntist ekki einu orði á að á sínum tíma hefði Síminn verið seldur úr almannaeign, meðal annars til að byggja nýjan spítala. Almenningur í landinu man hins vegar vel eftir því og spyr: Hversu oft á að selja nýjar og nýjar almannaeignir til að byggja sama spítalann? Næstur á svið var fjármálaráðherra sem viðraði áhuga sinn á því að selja hlut í Landsvirkjun; fyrirtæki sem í senn er gríðarmikilvægt fyrir þjóðarhag og mun líklega skila þjóðarbúinu talsverðum arði á næstu árum en heldur þar að auki utan um nýtingu sameiginlegra orkuauðlinda þjóðarinnar sem er mjög mikilvægt að lúti lýðræðislegri stjórn enda um hápólitískar ákvarðanir að ræða. Sem betur fer er að minnsta kosti einn ráðherra ósammála fjármálaráðherranum enda virðist hugmyndin fyrst og fremst sprottin úr pólitísku málsháttasafni Sjálfstæðisflokksins. Þó að ráðherrarnir tali eins og þeim hafi dottið eitthvað firnasnjallt og óvænt í hug er einkavæðing á almannaeigum ekki ný af nálinni og almenningur fékk að kynnast afleiðingunum af síðasta einkavæðingarflippi í hruninu. Einkavæðingin hefur þó ekki verið bundin við ríkið því ýmis sveitarfélög hafa gengið mjög langt í að einkavæða almannaeigur, oftast undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, og mörgum er enn í fersku minni REI-ævintýrið sem snerist um einkavæðingu á hluta Orkuveitu Reykjavíkur og fulltrúar allra annarra flokka en Vinstri-grænna virtust reiðubúnir að samþykkja. Ég treysti á það að íslenskur almenningur mótmæli kröftuglega frekari einkavæðingu almannaeigna á viðkvæmum tímum þar sem máli skiptir að verja sameignina og komast saman í gegnum eftirhreytur efnahagshrunsins. Einkavæðing dregur úr áhrifum almennings á grunnþjónustu, getur veikt stöðu ríkisins og eykur ójöfnuð. Því skiptir máli að hafa öfluga fulltrúa á þingi og í sveitarstjórnum sem standa vörð um það sem við eigum sameiginlega. Því skiptir miklu að fulltrúar Vinstri-grænna fái sem víðast brautargengi í kosningunum á laugardaginn kemur.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun