Barnaborgin Magnús Már Guðmundsson skrifar 17. apríl 2014 07:00 Öll börn eiga að hafa jöfn tækifæri til að vaxa og dafna og rækta hæfileika sína. Reykjavíkurborg gegnir mikilvægu hlutverki í að stuðla að þessum tækifærum enda kemur hún með einum eða öðrum hætti að uppvexti barna, hvort sem er í skóla, leik eða starfi. Til að hlúa að stöðu barna og barnafjölskyldna í Reykjavík kynnti Samfylkingin nýlega í fjórum liðum „barnapakkann“ fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.Reykjavík er hagstæðust Reykjavík á áfram að koma ríkulega til móts við barnafjölskyldur þannig að þær geti treyst því að það sé hagstæðast að búa og njóta þjónustu borgarinnar. Barnafjölskyldur eiga oft erfitt með að láta enda ná saman. Þær þurfa í hverjum mánuði að standa skil á lánum vegna íbúðakaupa eða húsaleigu, borga af bíl, greiða fyrir leikskólapláss eða aðra dagvistun og tómstunda- og íþróttastarf barnanna. Sömuleiðis greiða margar ungar fjölskyldur af námslánum sínum. Borgin getur leikið lykilhlutverk í að létta byrði barnafjölskyldna.Bilið brúað Samfylkingin ætlar að vinna að því að eyða þeirri óvissu sem bíður margra ungra fjölskyldna þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur. Eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar á næsta kjörtímabili verður að taka markviss skref til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og þar til börn komast inn á leikskóla. Þetta er metnaðarfullt og kostnaðarsamt verkefni, sem þarf að vinna í samráði við foreldra, leikskóla og dagforeldra.Afsláttur og hærri styrkur Við munum leita leiða til að draga úr kostnaði foreldra við skóla- og frístundastarf barna þeirra. Við viljum hækka frístundastyrk með hverju barni í 50 þúsund krónur á kjörtímabilinu í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og æskulýðssamtök. Fjárhagur foreldra á ekki að ráða úrslitum um þátttöku barna í frístundastarfi og frístundakortið gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja að svo sé ekki. Þá ætlar Samfylkingin að taka upp samræmdan systkinaafslátt þvert á skólastig, sem er kjarabót sem nýtist barnmörgum fjölskyldum. Barnapakki Samfylkingarinnar á að tryggja að Reykjavík verði áfram leiðandi í þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Öll börn eiga að hafa jöfn tækifæri til að vaxa og dafna og rækta hæfileika sína. Reykjavíkurborg gegnir mikilvægu hlutverki í að stuðla að þessum tækifærum enda kemur hún með einum eða öðrum hætti að uppvexti barna, hvort sem er í skóla, leik eða starfi. Til að hlúa að stöðu barna og barnafjölskyldna í Reykjavík kynnti Samfylkingin nýlega í fjórum liðum „barnapakkann“ fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.Reykjavík er hagstæðust Reykjavík á áfram að koma ríkulega til móts við barnafjölskyldur þannig að þær geti treyst því að það sé hagstæðast að búa og njóta þjónustu borgarinnar. Barnafjölskyldur eiga oft erfitt með að láta enda ná saman. Þær þurfa í hverjum mánuði að standa skil á lánum vegna íbúðakaupa eða húsaleigu, borga af bíl, greiða fyrir leikskólapláss eða aðra dagvistun og tómstunda- og íþróttastarf barnanna. Sömuleiðis greiða margar ungar fjölskyldur af námslánum sínum. Borgin getur leikið lykilhlutverk í að létta byrði barnafjölskyldna.Bilið brúað Samfylkingin ætlar að vinna að því að eyða þeirri óvissu sem bíður margra ungra fjölskyldna þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur. Eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar á næsta kjörtímabili verður að taka markviss skref til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og þar til börn komast inn á leikskóla. Þetta er metnaðarfullt og kostnaðarsamt verkefni, sem þarf að vinna í samráði við foreldra, leikskóla og dagforeldra.Afsláttur og hærri styrkur Við munum leita leiða til að draga úr kostnaði foreldra við skóla- og frístundastarf barna þeirra. Við viljum hækka frístundastyrk með hverju barni í 50 þúsund krónur á kjörtímabilinu í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og æskulýðssamtök. Fjárhagur foreldra á ekki að ráða úrslitum um þátttöku barna í frístundastarfi og frístundakortið gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja að svo sé ekki. Þá ætlar Samfylkingin að taka upp samræmdan systkinaafslátt þvert á skólastig, sem er kjarabót sem nýtist barnmörgum fjölskyldum. Barnapakki Samfylkingarinnar á að tryggja að Reykjavík verði áfram leiðandi í þjónustu við börn og barnafjölskyldur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun