Af fundarsetu bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi Margrét Lind Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2014 07:00 Það var aldeilis áhugaverð frétt í Morgunblaðinu sunnudaginn 29. mars um bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi en þar kemur fram að fundirnir séu yfirleitt mjög stuttir. Þetta er allt gott og blessað og er það svo að bæjarmál eru þess eðlis að meiri- og minnihluti vinna sameiginlega að hagsmunum bæjarbúa og eins og fram kemur þá fer mikið starf fram innan nefndanna. Við í Samfylkingunni fögnum því sem vel er gert og vinnum svo sannarlega með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Það er hins vegar ekki ávallt þannig að við séum sammála um málefni eða hvernig staðið er að þeim og þykir mér þessi fréttaflutningur ákaflega einhliða og óneitanlega veltir maður fyrir sér hvort tilgangurinn hefur verið sá einn að hampa meirihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness, þ.e. Sjálfstæðisflokknum, þar sem ekkert var rætt við minnihlutann við gerð þessarar fréttar. Það er í raun látið í það skína að við séum sammála um allt og að engin ágreiningsmál séu til staðar. Það er nú ekki alveg svo enda er berlega hægt að sjá það á fundargerðum bæjarins að tekist er á um hin ýmsu málefni bæjarins þegar svo ber undir og má til dæmis benda á að Samfylkingin sat hjá vegna fjárhagsáætlunar bæjarins 2014 og einnig þriggja ára fjárhagsáætlun og er hægt að lesa bókanir þar um og ótalmargt fleira. Það er rétt sem kemur fram í fréttinni að góð og mikilvæg vinna fer fram í nefndum bæjarins en þó er það svo að það eru ekki allar ákvarðanir teknar á nefndarfundum. Því miður hefur borið á því að nefndir hafa verið sniðgengnar um sum málefni og ákvarðanir verið teknar án þess að fyrir liggi samþykki nefnda þar um og afgreiðslan eftir því. Ég tel heillavænlegra að viðhafa þannig vinnubrögð að ákvarðanir séu byggðar á ígrunduðum faglegum vinnubrögðum og allar upplýsingar liggi fyrir til hagsbóta fyrir bæjarfélagið. Það er nefnilega svo margt sem gerist á vettvangi bæjarstjórnar og ætti umræðan að snúast um annað og meira en stuttar fundarsetur. Við sem störfum fyrir Samfylkinguna á Seltjarnarnesi höfum ávallt hagsmuni bæjarbúa og starfsmanna að leiðarljósi í öllu okkar starfi og umfram allt að fagleg vinnubrögð séu viðhöfð í hvívetna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Það var aldeilis áhugaverð frétt í Morgunblaðinu sunnudaginn 29. mars um bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi en þar kemur fram að fundirnir séu yfirleitt mjög stuttir. Þetta er allt gott og blessað og er það svo að bæjarmál eru þess eðlis að meiri- og minnihluti vinna sameiginlega að hagsmunum bæjarbúa og eins og fram kemur þá fer mikið starf fram innan nefndanna. Við í Samfylkingunni fögnum því sem vel er gert og vinnum svo sannarlega með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Það er hins vegar ekki ávallt þannig að við séum sammála um málefni eða hvernig staðið er að þeim og þykir mér þessi fréttaflutningur ákaflega einhliða og óneitanlega veltir maður fyrir sér hvort tilgangurinn hefur verið sá einn að hampa meirihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness, þ.e. Sjálfstæðisflokknum, þar sem ekkert var rætt við minnihlutann við gerð þessarar fréttar. Það er í raun látið í það skína að við séum sammála um allt og að engin ágreiningsmál séu til staðar. Það er nú ekki alveg svo enda er berlega hægt að sjá það á fundargerðum bæjarins að tekist er á um hin ýmsu málefni bæjarins þegar svo ber undir og má til dæmis benda á að Samfylkingin sat hjá vegna fjárhagsáætlunar bæjarins 2014 og einnig þriggja ára fjárhagsáætlun og er hægt að lesa bókanir þar um og ótalmargt fleira. Það er rétt sem kemur fram í fréttinni að góð og mikilvæg vinna fer fram í nefndum bæjarins en þó er það svo að það eru ekki allar ákvarðanir teknar á nefndarfundum. Því miður hefur borið á því að nefndir hafa verið sniðgengnar um sum málefni og ákvarðanir verið teknar án þess að fyrir liggi samþykki nefnda þar um og afgreiðslan eftir því. Ég tel heillavænlegra að viðhafa þannig vinnubrögð að ákvarðanir séu byggðar á ígrunduðum faglegum vinnubrögðum og allar upplýsingar liggi fyrir til hagsbóta fyrir bæjarfélagið. Það er nefnilega svo margt sem gerist á vettvangi bæjarstjórnar og ætti umræðan að snúast um annað og meira en stuttar fundarsetur. Við sem störfum fyrir Samfylkinguna á Seltjarnarnesi höfum ávallt hagsmuni bæjarbúa og starfsmanna að leiðarljósi í öllu okkar starfi og umfram allt að fagleg vinnubrögð séu viðhöfð í hvívetna.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun