Tugir á slysadeild á dag vegna hálkuslysa Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 30. janúar 2014 07:45 Erfitt getur verið að fóta sig á svellinu sem er víða á gangstéttum og götum. fréttablaðið/gva Gríðarlegt annríki hefur verið á slysadeild, röntgendeild og bæklunarskurðdeildum Landspítalans í Fossvogi vegna hálkuslysa að undanförnu. Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað þangað flesta daga síðastliðnar vikur eftir að hafa misst fótanna og skollið á svellbunka á götum og gangstéttum á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Bryndísar Guðjónsdóttur, deildarstjóra á bráða- og göngudeild. „Á þriðjudaginn voru tíu manns lagðir inn til aðgerðar vegna ýmissa áverka af völdum hálkuslysa. Átta sem þurftu að fara í aðgerð voru sendir heim en áttu að koma í aðgerð í dag [gær]. Þetta voru til dæmis meiðsl á ökklum, hnjám, öxlum og annars staðar. Það er því mikið að gera á bæklunarskurðdeildum.“ Bryndís segir þá sem detta á öllum aldri og af báðum kynjum. „Þetta eru börn, fólk á miðjum aldri og aldraðir. Margir skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna. Meiðsl á höfði og útlimabrot eru algengustu áverkarnir. Það þarf að sauma skurði og gifsa útlimi.“ Slysadeildin hefur ekki orðið uppiskroppa með gifs þótt beinbrotin hafi verið mörg. „Við eigum alltaf nægar birgðir,“ segir deildarstjórinn.Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri á bráða- og göngudeild Landspítalans í Fossvogi, segir marga skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna í hálkunni. Höfuðmeiðsl og útlimabrot eru algengustu áverkarnir.Fréttablaðið/PjeturBiðtíminn getur orðið töluverður þegar svona margir leita aðstoðar. „Allir sem koma á bráðamóttöku eru forflokkaðir eftir alvarleika áverka eða veikinda þannig að þeir fara í forgang sem eru alvarlega slasaðir, með augljós brot, slæma verki og mest veikir. Það getur verið erfitt að áætla biðtíma en lengst hefur biðin verið fjórar til fimm klukkustundir.“ Bryndís leggur áherslu á að mikilvægt sé að huga að hálkuvörnum. „Á meðan það heldur áfram að rigna og frysta til skiptis sér ekki fyrir endann á þessu. Fólk þarf að huga vel að öllum hálkuvörnum. Gæta þarf þess að vera í réttum skófatnaði og með mannbrodda. Það má ekki gleyma hálkuvörnum barna. Nokkuð hefur borið á því að börn hafa verið að koma eftir fall á leiksvæðum við skóla, leikskóla og öðrum leiksvæðum. Það þarf að salta og sanda vel þessi svæði sem og heimreiðar.“ Að sögn Bryndísar hefur einnig verið töluvert um komur á bráðamóttöku síðastliðnar vikur vegna útafaksturs og umferðaróhappa vegna hálku á vegum. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Gríðarlegt annríki hefur verið á slysadeild, röntgendeild og bæklunarskurðdeildum Landspítalans í Fossvogi vegna hálkuslysa að undanförnu. Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað þangað flesta daga síðastliðnar vikur eftir að hafa misst fótanna og skollið á svellbunka á götum og gangstéttum á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Bryndísar Guðjónsdóttur, deildarstjóra á bráða- og göngudeild. „Á þriðjudaginn voru tíu manns lagðir inn til aðgerðar vegna ýmissa áverka af völdum hálkuslysa. Átta sem þurftu að fara í aðgerð voru sendir heim en áttu að koma í aðgerð í dag [gær]. Þetta voru til dæmis meiðsl á ökklum, hnjám, öxlum og annars staðar. Það er því mikið að gera á bæklunarskurðdeildum.“ Bryndís segir þá sem detta á öllum aldri og af báðum kynjum. „Þetta eru börn, fólk á miðjum aldri og aldraðir. Margir skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna. Meiðsl á höfði og útlimabrot eru algengustu áverkarnir. Það þarf að sauma skurði og gifsa útlimi.“ Slysadeildin hefur ekki orðið uppiskroppa með gifs þótt beinbrotin hafi verið mörg. „Við eigum alltaf nægar birgðir,“ segir deildarstjórinn.Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri á bráða- og göngudeild Landspítalans í Fossvogi, segir marga skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna í hálkunni. Höfuðmeiðsl og útlimabrot eru algengustu áverkarnir.Fréttablaðið/PjeturBiðtíminn getur orðið töluverður þegar svona margir leita aðstoðar. „Allir sem koma á bráðamóttöku eru forflokkaðir eftir alvarleika áverka eða veikinda þannig að þeir fara í forgang sem eru alvarlega slasaðir, með augljós brot, slæma verki og mest veikir. Það getur verið erfitt að áætla biðtíma en lengst hefur biðin verið fjórar til fimm klukkustundir.“ Bryndís leggur áherslu á að mikilvægt sé að huga að hálkuvörnum. „Á meðan það heldur áfram að rigna og frysta til skiptis sér ekki fyrir endann á þessu. Fólk þarf að huga vel að öllum hálkuvörnum. Gæta þarf þess að vera í réttum skófatnaði og með mannbrodda. Það má ekki gleyma hálkuvörnum barna. Nokkuð hefur borið á því að börn hafa verið að koma eftir fall á leiksvæðum við skóla, leikskóla og öðrum leiksvæðum. Það þarf að salta og sanda vel þessi svæði sem og heimreiðar.“ Að sögn Bryndísar hefur einnig verið töluvert um komur á bráðamóttöku síðastliðnar vikur vegna útafaksturs og umferðaróhappa vegna hálku á vegum.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“