Til minningar um palestínskan fótbolta! Sema Erla Serdar skrifar 13. september 2014 08:00 Í dag fer fram landsleikur Íslands og Ísraels í undankeppni HM 2015. Ísraelska landsliðið er mætt hingað til lands sem fulltrúar ríkis sem þekkt er fyrir grimmilegar árásir sínar á saklausa borgara Palestínu, aðskilnaðarstefnu, hernám og ráni á palestínsku landi. Það verður að teljast óviðeigandi að ríki sem kemur fram af svo mikilli grimmd gagnvart annarri þjóð skuli fá að senda fulltrúa sína á íþróttakappleik hingað til lands. Herskylda í Ísrael er þrjú ár fyrir karlmenn og tvö ár fyrir konur og því er verið að bjóða hér velkomna tilvonandi og fyrrverandi hermenn í her sem stundar mannréttindarbrot og hefur að mati mannréttindarsamtaka framið stríðsglæpi í nýafstaðinni innrás sinni á Gaza. Í 52 daga stórsókn Ísraela á Gaza á þessu ári hafa um 2100 manns verið drepnir, flestir óbreyttir borgarar og þar af meira en 500 börn. Á meðal þeirra sem voru drepnir voru Ahmad Muhammad Al-Qatar og Uday Caber, 19 ára gamlir piltar sem voru að hefja feril sinn sem fótboltamenn. Einnig var hinn 49 ára gamli Ahed Zaqout, goðsögn í palestínskri fótboltasögu myrtur, en hann var einnig þekktur sem rödd fótboltans á meðal Palestínumanna, þar sem hann var reglulega þulur í fótboltaleikjum. Þá má ekki gleyma þeim Ismail Bakr, 9 ára, Ahed Bakr, 10 ára, Zakariya Bakr, 10 ára og hinum 11 ára gamla Muhammad Baker. Allt ungir drengir sem voru að leika sér í fótbolta á ströndinni á Gaza þegar tveimur ísraelskum sprengjum var skotið á þá og þeir myrtir! Í sömu árásum Ísraela voru 32 íþróttamannvirki og yfir 500 heimili íþróttamanna- og kvenna eyðilögð. Jawhar Nasser, 19 ára, og Adam Al-Raout Halabiya, 17 ára, voru einu sinni verðandi fótboltamenn. Á leið af æfingu þann 31. janúar s.l. skutu ísraelskar hersveitir á þá. Tíu byssukúlur enduðu í fæti Jawhar og Adam fékk eina kúlu í sitthvorn fótinn. Þeir munu aldrei spila fótbolta aftur. Fleiri sögur eru til, þetta er bara örlítið brot, en ljóst er að Ísrael hefur markvisst ráðist á palestínska íþróttamenn og reynt að koma í veg fyrir vöxt og framgang íþróttaiðkunnar í Palestínu. Þá hefur hernám Ísraelshers í Palestínu komið í veg fyrir að landslið Palestínumanna í knattspyrnu hafi getað leikið landsleiki sína í sínu heimalandi. Þær innilokanir og takmarkanir á ferðafrelsi sem hernámsliðið hefur sett á íbúa Palestínu hefur orðið til þess að palestínskir landsliðsmenn, og stundum allt landsliðið, hefur ekki getað leikið fyrir land sitt á erlendri grundu og m.a. misst af leikjum í undankeppnum Asíukeppninnar. Ísraelsher hefur jafnframt handtekið meðlimi karlalandsliðsins, m.a. Mahmoud Sarsak, sem eftir þriggja ára fangelsisvist án dóms og laga var sleppt eftir hungurverfall og þrýsting frá Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Í árásunum 2008/9 jöfnuðu Ísraelsmenn leikvang Palestínumanna við jörðu. Þá hafa ísraelsk yfirvöld ítrekað komið í veg fyrir uppbyggingu á íþróttasvæðum í hertekinni Austur-Jerúsalem og komið þannig í veg fyrir að börn og ungmenni geti æft íþróttir. Í Austur-Jerúsalem sjást varla fótboltavellir og það er nánast ómögulegt fyrir Palestínumenn að spila þar fótbolta vegna þeirra takmarkana sem Ísraelsríki leggur á skipulag svæða Palestínumanna, uppbyggingu og þróun þeirra. Með því að bjóða ísraelska landsliðið velkomið hingað til lands er Ísland og íslenska íþróttahreyfingin því miður í samstarfi við ríki sem ítrekað fremur mannréttindabrot og stríðsglæpi. Hreyfingin BDS Ísland - sniðganga fyrir Palestínu harmar þá staðreynd að verið sé að bjóða hingað til lands ísraelska landsliðinu á meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og mannréttindasáttmála, sem bæði Ísrael og Ísland eiga aðild að, sem og samþykktir Sameinuðu þjóðanna, með áratuga löngu hernámi og landráni í Palestínu. Aðgerðir ísraelskra stjórnvalda til þess að gera út um íþrótta- og knattspyrnuiðkun Palestínumanna er einungis einn liður í grimmilegum árásum Ísraela á saklausa borgara Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fer fram landsleikur Íslands og Ísraels í undankeppni HM 2015. Ísraelska landsliðið er mætt hingað til lands sem fulltrúar ríkis sem þekkt er fyrir grimmilegar árásir sínar á saklausa borgara Palestínu, aðskilnaðarstefnu, hernám og ráni á palestínsku landi. Það verður að teljast óviðeigandi að ríki sem kemur fram af svo mikilli grimmd gagnvart annarri þjóð skuli fá að senda fulltrúa sína á íþróttakappleik hingað til lands. Herskylda í Ísrael er þrjú ár fyrir karlmenn og tvö ár fyrir konur og því er verið að bjóða hér velkomna tilvonandi og fyrrverandi hermenn í her sem stundar mannréttindarbrot og hefur að mati mannréttindarsamtaka framið stríðsglæpi í nýafstaðinni innrás sinni á Gaza. Í 52 daga stórsókn Ísraela á Gaza á þessu ári hafa um 2100 manns verið drepnir, flestir óbreyttir borgarar og þar af meira en 500 börn. Á meðal þeirra sem voru drepnir voru Ahmad Muhammad Al-Qatar og Uday Caber, 19 ára gamlir piltar sem voru að hefja feril sinn sem fótboltamenn. Einnig var hinn 49 ára gamli Ahed Zaqout, goðsögn í palestínskri fótboltasögu myrtur, en hann var einnig þekktur sem rödd fótboltans á meðal Palestínumanna, þar sem hann var reglulega þulur í fótboltaleikjum. Þá má ekki gleyma þeim Ismail Bakr, 9 ára, Ahed Bakr, 10 ára, Zakariya Bakr, 10 ára og hinum 11 ára gamla Muhammad Baker. Allt ungir drengir sem voru að leika sér í fótbolta á ströndinni á Gaza þegar tveimur ísraelskum sprengjum var skotið á þá og þeir myrtir! Í sömu árásum Ísraela voru 32 íþróttamannvirki og yfir 500 heimili íþróttamanna- og kvenna eyðilögð. Jawhar Nasser, 19 ára, og Adam Al-Raout Halabiya, 17 ára, voru einu sinni verðandi fótboltamenn. Á leið af æfingu þann 31. janúar s.l. skutu ísraelskar hersveitir á þá. Tíu byssukúlur enduðu í fæti Jawhar og Adam fékk eina kúlu í sitthvorn fótinn. Þeir munu aldrei spila fótbolta aftur. Fleiri sögur eru til, þetta er bara örlítið brot, en ljóst er að Ísrael hefur markvisst ráðist á palestínska íþróttamenn og reynt að koma í veg fyrir vöxt og framgang íþróttaiðkunnar í Palestínu. Þá hefur hernám Ísraelshers í Palestínu komið í veg fyrir að landslið Palestínumanna í knattspyrnu hafi getað leikið landsleiki sína í sínu heimalandi. Þær innilokanir og takmarkanir á ferðafrelsi sem hernámsliðið hefur sett á íbúa Palestínu hefur orðið til þess að palestínskir landsliðsmenn, og stundum allt landsliðið, hefur ekki getað leikið fyrir land sitt á erlendri grundu og m.a. misst af leikjum í undankeppnum Asíukeppninnar. Ísraelsher hefur jafnframt handtekið meðlimi karlalandsliðsins, m.a. Mahmoud Sarsak, sem eftir þriggja ára fangelsisvist án dóms og laga var sleppt eftir hungurverfall og þrýsting frá Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Í árásunum 2008/9 jöfnuðu Ísraelsmenn leikvang Palestínumanna við jörðu. Þá hafa ísraelsk yfirvöld ítrekað komið í veg fyrir uppbyggingu á íþróttasvæðum í hertekinni Austur-Jerúsalem og komið þannig í veg fyrir að börn og ungmenni geti æft íþróttir. Í Austur-Jerúsalem sjást varla fótboltavellir og það er nánast ómögulegt fyrir Palestínumenn að spila þar fótbolta vegna þeirra takmarkana sem Ísraelsríki leggur á skipulag svæða Palestínumanna, uppbyggingu og þróun þeirra. Með því að bjóða ísraelska landsliðið velkomið hingað til lands er Ísland og íslenska íþróttahreyfingin því miður í samstarfi við ríki sem ítrekað fremur mannréttindabrot og stríðsglæpi. Hreyfingin BDS Ísland - sniðganga fyrir Palestínu harmar þá staðreynd að verið sé að bjóða hingað til lands ísraelska landsliðinu á meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og mannréttindasáttmála, sem bæði Ísrael og Ísland eiga aðild að, sem og samþykktir Sameinuðu þjóðanna, með áratuga löngu hernámi og landráni í Palestínu. Aðgerðir ísraelskra stjórnvalda til þess að gera út um íþrótta- og knattspyrnuiðkun Palestínumanna er einungis einn liður í grimmilegum árásum Ísraela á saklausa borgara Palestínu.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar