Þjónustubærinn Garðabær Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir skrifar 30. maí 2014 11:40 Ég er í 2. sæti fyrir Framsókn í Garðabæ, býð fram krafta mína fyrir bæjarfélagið mitt. Mín hugðarefni eru einkum þjónusta við fólkið, sérstaklega við börn og þá sem eldri eru. Garðabær er sannkallaður þjónustubær, en betur má ef duga skal. Þó nokkur tekjuafgangur er hjá sveitafélaginu og ætti að nýta hann til enn betri þjónustu við bæjarbúa. Auka þarf frístundamöguleika fyrir eldra fólk og þá í samvinnu við það. Mikið er um fallega göngustíga og lítil og smekkleg útivistarsvæði. Bæta mætti við bekkjum á fjölda staða og er ég viss um að útivist myndi aukast meðal eldri borgara og jafnvel smábarnafjölskyldna ef hægt væri að setjast, hvíla lúin bein og njóta. Ekki væri verra að koma upp almenningsalerni sérstaklega með eldra fólk í huga. Einnig eru hundaeigendur mun duglegri við að tína upp eftir hunda sína ef fleiri ruslafötur eru sýnilegar. Æskilegt er að einstaka grænt svæði væri lokað fjórfættlingum m.a. vegna fuglalífs og lögð áhersla á sérstök hundasvæði í staðin. Til að bæir blómstri þarf að huga vel að samgönguleiðum til og frá bænum sem þurfa að vera greiðfærar, almenningssamgöngur verða að virka vel á milli bæjarhluta með frístundir og skóla í huga. Í því tilliti ber að hafa þarfir notenda að leiðarljósi þannig að samgöngur séu fyrir hendi á þeim tímum sem þörf er á. Fyrir marga, sérstaklega börn og eldri skýrist hluti lífsgæða af almenningssamgöngum sem virka og treysta má á. Leikskólarnir okkar eru góðir og fer þar fram fjölbreytt starfsemi og er þróunarverkefnið Námsbók barnsins jákvætt dæmi um það og getur verið mikill stuðningur í þroskaferlinu. Mikilvægt er að sinna þörf og eftirspurn með því að bæta við plássum í eldri hluta bæjarins þar sem foreldrar vilja oftast að börnin séu ekki of langt frá heimilinu. Heilbrigðisþjónusta bæjarins er góð en margir hafa áhyggjur af vöntun á sérfræðingum og úrræðum hjá félagsþjónustunni. Að hlusta á íbúa og hafa upplýsingaflæði frá stjórnsýslu aðgengilegt og skýrt er eitt af aðalstólpum góðs samfélags. Garðabær bærinn okkar byggist á íbúavænu umhverfi sem hlúa ber að, bær þar sem allir aldurshópar geta notið sín í skjóli þeirrar þjónustu sem bærinn á að hafa mikinn metnað til að veita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ég er í 2. sæti fyrir Framsókn í Garðabæ, býð fram krafta mína fyrir bæjarfélagið mitt. Mín hugðarefni eru einkum þjónusta við fólkið, sérstaklega við börn og þá sem eldri eru. Garðabær er sannkallaður þjónustubær, en betur má ef duga skal. Þó nokkur tekjuafgangur er hjá sveitafélaginu og ætti að nýta hann til enn betri þjónustu við bæjarbúa. Auka þarf frístundamöguleika fyrir eldra fólk og þá í samvinnu við það. Mikið er um fallega göngustíga og lítil og smekkleg útivistarsvæði. Bæta mætti við bekkjum á fjölda staða og er ég viss um að útivist myndi aukast meðal eldri borgara og jafnvel smábarnafjölskyldna ef hægt væri að setjast, hvíla lúin bein og njóta. Ekki væri verra að koma upp almenningsalerni sérstaklega með eldra fólk í huga. Einnig eru hundaeigendur mun duglegri við að tína upp eftir hunda sína ef fleiri ruslafötur eru sýnilegar. Æskilegt er að einstaka grænt svæði væri lokað fjórfættlingum m.a. vegna fuglalífs og lögð áhersla á sérstök hundasvæði í staðin. Til að bæir blómstri þarf að huga vel að samgönguleiðum til og frá bænum sem þurfa að vera greiðfærar, almenningssamgöngur verða að virka vel á milli bæjarhluta með frístundir og skóla í huga. Í því tilliti ber að hafa þarfir notenda að leiðarljósi þannig að samgöngur séu fyrir hendi á þeim tímum sem þörf er á. Fyrir marga, sérstaklega börn og eldri skýrist hluti lífsgæða af almenningssamgöngum sem virka og treysta má á. Leikskólarnir okkar eru góðir og fer þar fram fjölbreytt starfsemi og er þróunarverkefnið Námsbók barnsins jákvætt dæmi um það og getur verið mikill stuðningur í þroskaferlinu. Mikilvægt er að sinna þörf og eftirspurn með því að bæta við plássum í eldri hluta bæjarins þar sem foreldrar vilja oftast að börnin séu ekki of langt frá heimilinu. Heilbrigðisþjónusta bæjarins er góð en margir hafa áhyggjur af vöntun á sérfræðingum og úrræðum hjá félagsþjónustunni. Að hlusta á íbúa og hafa upplýsingaflæði frá stjórnsýslu aðgengilegt og skýrt er eitt af aðalstólpum góðs samfélags. Garðabær bærinn okkar byggist á íbúavænu umhverfi sem hlúa ber að, bær þar sem allir aldurshópar geta notið sín í skjóli þeirrar þjónustu sem bærinn á að hafa mikinn metnað til að veita.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar