Ekki vera fýlupoki – virkt íbúalýðræði í Reykjavík! Heiðar Ingi Svansson skrifar 27. maí 2014 09:59 Flest erum við örugglega sammála um að við viljum sem einstaklingar, hafa meira að segja um þær ákvarðanir sem eru teknar og snerta okkar nærumhverfi. Við viljum vera með í ráðum og vera spurð hvaða þjónustu eða framkvæmdir við teljum mikilvægast að ráðist sé í. Með ákvörðun núverandi meirihluta í Reykjavík um brautargengi verkefnisins Betra Hverfi, hafa íbúar átt þess kost s.l. fjögur ár að kjósa um forgangsröðun framkvæmda og viðhalds í sínu hverfi í gegnum rafrænt kosningakerfi á vef Reykjavíkurborgar. Þannig að í staðinn fyrir að það séu kjörnir fulltrúar eða embættismenn borgarinnar sem taka allar ákvarðanir er valdið fært til íbúanna sjálfra. Í ár kusu Reykvíkingar 78 verkefni víðsvegar um borgina og er áætlað að þau komi til framkvæmda á þessu ári. Í ár kusu alls 5.505 manns sem er 5,7% af íbúum sem hafa kosningarrétt samkvæmt þjóðskrá. Samanlögð upphæð þessara verkefna sem íbúarnir tóku ákvarðanir um í ár, er 295 milljónir en sé upphæðin lögð saman fyrir árin 2010 – 2013 þá er hún 850 milljónir. Það að 5.505 íbúar, sem þekkja sitt nærumhverfi best, hafi ákvarðað hvernig þessum 295 milljónum var ráðstafað í ár er að mínu viti töluvert betra heldur en fyrra fyrirkomulag þar sem einstaka embættismenn eða kjörnir fulltrúar, höfðu þetta vald. Aðferðin er alls ekki gallalaus en hún er samt miklu betri heldur en ef þátttaka hefði verið á opnum íbúafundum þar sem kosið hefði verið um þetta. Reynið bara að ímynda ykkur íbúafundi þar sem 5.505 manns mæta til að greiða atkvæði. Ein helsta gagnrýnin sem komið hefur fram á þetta mikilvæga skref í átt að betra íbúalýðræði er að verkefnin sem fólk á kost á að kjósa um séu ekki nógu stór og merkileg. Nær væri að færa stærri og mikilvægari verkefni til fólksins með beinum íbúakosningum t.d. ýmis verkefni sem tengjast skipulagsmálum, samgöngu- og gatnakerfi, skólamálum o.s.frv. Ekki er þetta nú mjög efnisleg og uppbyggileg gagnrýni. Heldur meira svona tuð ofan í bringu, helst frá þeim sem ekki vilja sleppa tökunum á þeim fjármunum sem íbúarnir ráðstafa núna sjálfir. Og þar erum við komin að kjarna málsins. Íbúalýðræði snýst nefnilega um það hvaða verkefnum við veitum kjörnum fulltrúum umboð til að taka ákvarðanir um og hvaða verkefni íbúarnir eiga sjálfir að taka ákvarðanir um. Um þetta á umræðan um íbúalýðræði að snúast. Þess vegna skiptir máli að taka ábyrgð og fylkja okkur um þau verkefni sem okkur er treyst fyrir núna því að ef að vel tekst til með þau er mun líklegra að okkur verði treyst fyrir fleiri verkefnum. En til þess að svo megi verða þarf þátttaka að vera meira en 5,7% enda erfitt að sjá mikið lýðræði í því að 5.500 manns taki fyrir okkar allar meiriháttar ákvarðanir m.a. í skipulagsmálum. Þess vegna snýst þetta ekki bara um þau verkefni sem við erum að kjósa um í dag þ.e.a.s. lýsingu við gangbrautir, róluvelli, gróðursetningu á trjám, malbikun, göngustíga, frisbígolfvelli, bekki, ruslafötur, sleðabrekkur, hraðahindranir o.s.frv. Heldur er hér verið að bjóða íbúum í Reykjavík að taka þátt í stærsta og mikilvægasta verkefni á sviði íbúalýðræðis sem nokkurt sveitarfélag á landinu hefur ráðist í. Þetta er lykillinn að því að hægt sé að þróa og útvíkka áfram verkefnið sem Betra Hverfi byggist á. Þátttaka og áhugi á því gefi tilefni til þess. Það að þú sem íbúi í Reykjavík eigir áfram beina hlutdeild í því að ráðstafa 295 milljónum á hverju ári eða 1,1 milljarði á næsta kjörtímabili miðað við sömu upphæð á ári, úr sameiginlegum sjóðum okkar er ekki sjálfsagt. Það eru réttindi sem þér hafa verið færð og það er þitt að segja til um hvort þú viljir halda í þau áfram. Ekki vera fýlupoki og tuða ofan í bringuna á þér. Taktu afstöðu með auknu íbúalýðræði og settu X við Æ í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Flest erum við örugglega sammála um að við viljum sem einstaklingar, hafa meira að segja um þær ákvarðanir sem eru teknar og snerta okkar nærumhverfi. Við viljum vera með í ráðum og vera spurð hvaða þjónustu eða framkvæmdir við teljum mikilvægast að ráðist sé í. Með ákvörðun núverandi meirihluta í Reykjavík um brautargengi verkefnisins Betra Hverfi, hafa íbúar átt þess kost s.l. fjögur ár að kjósa um forgangsröðun framkvæmda og viðhalds í sínu hverfi í gegnum rafrænt kosningakerfi á vef Reykjavíkurborgar. Þannig að í staðinn fyrir að það séu kjörnir fulltrúar eða embættismenn borgarinnar sem taka allar ákvarðanir er valdið fært til íbúanna sjálfra. Í ár kusu Reykvíkingar 78 verkefni víðsvegar um borgina og er áætlað að þau komi til framkvæmda á þessu ári. Í ár kusu alls 5.505 manns sem er 5,7% af íbúum sem hafa kosningarrétt samkvæmt þjóðskrá. Samanlögð upphæð þessara verkefna sem íbúarnir tóku ákvarðanir um í ár, er 295 milljónir en sé upphæðin lögð saman fyrir árin 2010 – 2013 þá er hún 850 milljónir. Það að 5.505 íbúar, sem þekkja sitt nærumhverfi best, hafi ákvarðað hvernig þessum 295 milljónum var ráðstafað í ár er að mínu viti töluvert betra heldur en fyrra fyrirkomulag þar sem einstaka embættismenn eða kjörnir fulltrúar, höfðu þetta vald. Aðferðin er alls ekki gallalaus en hún er samt miklu betri heldur en ef þátttaka hefði verið á opnum íbúafundum þar sem kosið hefði verið um þetta. Reynið bara að ímynda ykkur íbúafundi þar sem 5.505 manns mæta til að greiða atkvæði. Ein helsta gagnrýnin sem komið hefur fram á þetta mikilvæga skref í átt að betra íbúalýðræði er að verkefnin sem fólk á kost á að kjósa um séu ekki nógu stór og merkileg. Nær væri að færa stærri og mikilvægari verkefni til fólksins með beinum íbúakosningum t.d. ýmis verkefni sem tengjast skipulagsmálum, samgöngu- og gatnakerfi, skólamálum o.s.frv. Ekki er þetta nú mjög efnisleg og uppbyggileg gagnrýni. Heldur meira svona tuð ofan í bringu, helst frá þeim sem ekki vilja sleppa tökunum á þeim fjármunum sem íbúarnir ráðstafa núna sjálfir. Og þar erum við komin að kjarna málsins. Íbúalýðræði snýst nefnilega um það hvaða verkefnum við veitum kjörnum fulltrúum umboð til að taka ákvarðanir um og hvaða verkefni íbúarnir eiga sjálfir að taka ákvarðanir um. Um þetta á umræðan um íbúalýðræði að snúast. Þess vegna skiptir máli að taka ábyrgð og fylkja okkur um þau verkefni sem okkur er treyst fyrir núna því að ef að vel tekst til með þau er mun líklegra að okkur verði treyst fyrir fleiri verkefnum. En til þess að svo megi verða þarf þátttaka að vera meira en 5,7% enda erfitt að sjá mikið lýðræði í því að 5.500 manns taki fyrir okkar allar meiriháttar ákvarðanir m.a. í skipulagsmálum. Þess vegna snýst þetta ekki bara um þau verkefni sem við erum að kjósa um í dag þ.e.a.s. lýsingu við gangbrautir, róluvelli, gróðursetningu á trjám, malbikun, göngustíga, frisbígolfvelli, bekki, ruslafötur, sleðabrekkur, hraðahindranir o.s.frv. Heldur er hér verið að bjóða íbúum í Reykjavík að taka þátt í stærsta og mikilvægasta verkefni á sviði íbúalýðræðis sem nokkurt sveitarfélag á landinu hefur ráðist í. Þetta er lykillinn að því að hægt sé að þróa og útvíkka áfram verkefnið sem Betra Hverfi byggist á. Þátttaka og áhugi á því gefi tilefni til þess. Það að þú sem íbúi í Reykjavík eigir áfram beina hlutdeild í því að ráðstafa 295 milljónum á hverju ári eða 1,1 milljarði á næsta kjörtímabili miðað við sömu upphæð á ári, úr sameiginlegum sjóðum okkar er ekki sjálfsagt. Það eru réttindi sem þér hafa verið færð og það er þitt að segja til um hvort þú viljir halda í þau áfram. Ekki vera fýlupoki og tuða ofan í bringuna á þér. Taktu afstöðu með auknu íbúalýðræði og settu X við Æ í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí n.k.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar