Ekki vera fýlupoki – virkt íbúalýðræði í Reykjavík! Heiðar Ingi Svansson skrifar 27. maí 2014 09:59 Flest erum við örugglega sammála um að við viljum sem einstaklingar, hafa meira að segja um þær ákvarðanir sem eru teknar og snerta okkar nærumhverfi. Við viljum vera með í ráðum og vera spurð hvaða þjónustu eða framkvæmdir við teljum mikilvægast að ráðist sé í. Með ákvörðun núverandi meirihluta í Reykjavík um brautargengi verkefnisins Betra Hverfi, hafa íbúar átt þess kost s.l. fjögur ár að kjósa um forgangsröðun framkvæmda og viðhalds í sínu hverfi í gegnum rafrænt kosningakerfi á vef Reykjavíkurborgar. Þannig að í staðinn fyrir að það séu kjörnir fulltrúar eða embættismenn borgarinnar sem taka allar ákvarðanir er valdið fært til íbúanna sjálfra. Í ár kusu Reykvíkingar 78 verkefni víðsvegar um borgina og er áætlað að þau komi til framkvæmda á þessu ári. Í ár kusu alls 5.505 manns sem er 5,7% af íbúum sem hafa kosningarrétt samkvæmt þjóðskrá. Samanlögð upphæð þessara verkefna sem íbúarnir tóku ákvarðanir um í ár, er 295 milljónir en sé upphæðin lögð saman fyrir árin 2010 – 2013 þá er hún 850 milljónir. Það að 5.505 íbúar, sem þekkja sitt nærumhverfi best, hafi ákvarðað hvernig þessum 295 milljónum var ráðstafað í ár er að mínu viti töluvert betra heldur en fyrra fyrirkomulag þar sem einstaka embættismenn eða kjörnir fulltrúar, höfðu þetta vald. Aðferðin er alls ekki gallalaus en hún er samt miklu betri heldur en ef þátttaka hefði verið á opnum íbúafundum þar sem kosið hefði verið um þetta. Reynið bara að ímynda ykkur íbúafundi þar sem 5.505 manns mæta til að greiða atkvæði. Ein helsta gagnrýnin sem komið hefur fram á þetta mikilvæga skref í átt að betra íbúalýðræði er að verkefnin sem fólk á kost á að kjósa um séu ekki nógu stór og merkileg. Nær væri að færa stærri og mikilvægari verkefni til fólksins með beinum íbúakosningum t.d. ýmis verkefni sem tengjast skipulagsmálum, samgöngu- og gatnakerfi, skólamálum o.s.frv. Ekki er þetta nú mjög efnisleg og uppbyggileg gagnrýni. Heldur meira svona tuð ofan í bringu, helst frá þeim sem ekki vilja sleppa tökunum á þeim fjármunum sem íbúarnir ráðstafa núna sjálfir. Og þar erum við komin að kjarna málsins. Íbúalýðræði snýst nefnilega um það hvaða verkefnum við veitum kjörnum fulltrúum umboð til að taka ákvarðanir um og hvaða verkefni íbúarnir eiga sjálfir að taka ákvarðanir um. Um þetta á umræðan um íbúalýðræði að snúast. Þess vegna skiptir máli að taka ábyrgð og fylkja okkur um þau verkefni sem okkur er treyst fyrir núna því að ef að vel tekst til með þau er mun líklegra að okkur verði treyst fyrir fleiri verkefnum. En til þess að svo megi verða þarf þátttaka að vera meira en 5,7% enda erfitt að sjá mikið lýðræði í því að 5.500 manns taki fyrir okkar allar meiriháttar ákvarðanir m.a. í skipulagsmálum. Þess vegna snýst þetta ekki bara um þau verkefni sem við erum að kjósa um í dag þ.e.a.s. lýsingu við gangbrautir, róluvelli, gróðursetningu á trjám, malbikun, göngustíga, frisbígolfvelli, bekki, ruslafötur, sleðabrekkur, hraðahindranir o.s.frv. Heldur er hér verið að bjóða íbúum í Reykjavík að taka þátt í stærsta og mikilvægasta verkefni á sviði íbúalýðræðis sem nokkurt sveitarfélag á landinu hefur ráðist í. Þetta er lykillinn að því að hægt sé að þróa og útvíkka áfram verkefnið sem Betra Hverfi byggist á. Þátttaka og áhugi á því gefi tilefni til þess. Það að þú sem íbúi í Reykjavík eigir áfram beina hlutdeild í því að ráðstafa 295 milljónum á hverju ári eða 1,1 milljarði á næsta kjörtímabili miðað við sömu upphæð á ári, úr sameiginlegum sjóðum okkar er ekki sjálfsagt. Það eru réttindi sem þér hafa verið færð og það er þitt að segja til um hvort þú viljir halda í þau áfram. Ekki vera fýlupoki og tuða ofan í bringuna á þér. Taktu afstöðu með auknu íbúalýðræði og settu X við Æ í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Flest erum við örugglega sammála um að við viljum sem einstaklingar, hafa meira að segja um þær ákvarðanir sem eru teknar og snerta okkar nærumhverfi. Við viljum vera með í ráðum og vera spurð hvaða þjónustu eða framkvæmdir við teljum mikilvægast að ráðist sé í. Með ákvörðun núverandi meirihluta í Reykjavík um brautargengi verkefnisins Betra Hverfi, hafa íbúar átt þess kost s.l. fjögur ár að kjósa um forgangsröðun framkvæmda og viðhalds í sínu hverfi í gegnum rafrænt kosningakerfi á vef Reykjavíkurborgar. Þannig að í staðinn fyrir að það séu kjörnir fulltrúar eða embættismenn borgarinnar sem taka allar ákvarðanir er valdið fært til íbúanna sjálfra. Í ár kusu Reykvíkingar 78 verkefni víðsvegar um borgina og er áætlað að þau komi til framkvæmda á þessu ári. Í ár kusu alls 5.505 manns sem er 5,7% af íbúum sem hafa kosningarrétt samkvæmt þjóðskrá. Samanlögð upphæð þessara verkefna sem íbúarnir tóku ákvarðanir um í ár, er 295 milljónir en sé upphæðin lögð saman fyrir árin 2010 – 2013 þá er hún 850 milljónir. Það að 5.505 íbúar, sem þekkja sitt nærumhverfi best, hafi ákvarðað hvernig þessum 295 milljónum var ráðstafað í ár er að mínu viti töluvert betra heldur en fyrra fyrirkomulag þar sem einstaka embættismenn eða kjörnir fulltrúar, höfðu þetta vald. Aðferðin er alls ekki gallalaus en hún er samt miklu betri heldur en ef þátttaka hefði verið á opnum íbúafundum þar sem kosið hefði verið um þetta. Reynið bara að ímynda ykkur íbúafundi þar sem 5.505 manns mæta til að greiða atkvæði. Ein helsta gagnrýnin sem komið hefur fram á þetta mikilvæga skref í átt að betra íbúalýðræði er að verkefnin sem fólk á kost á að kjósa um séu ekki nógu stór og merkileg. Nær væri að færa stærri og mikilvægari verkefni til fólksins með beinum íbúakosningum t.d. ýmis verkefni sem tengjast skipulagsmálum, samgöngu- og gatnakerfi, skólamálum o.s.frv. Ekki er þetta nú mjög efnisleg og uppbyggileg gagnrýni. Heldur meira svona tuð ofan í bringu, helst frá þeim sem ekki vilja sleppa tökunum á þeim fjármunum sem íbúarnir ráðstafa núna sjálfir. Og þar erum við komin að kjarna málsins. Íbúalýðræði snýst nefnilega um það hvaða verkefnum við veitum kjörnum fulltrúum umboð til að taka ákvarðanir um og hvaða verkefni íbúarnir eiga sjálfir að taka ákvarðanir um. Um þetta á umræðan um íbúalýðræði að snúast. Þess vegna skiptir máli að taka ábyrgð og fylkja okkur um þau verkefni sem okkur er treyst fyrir núna því að ef að vel tekst til með þau er mun líklegra að okkur verði treyst fyrir fleiri verkefnum. En til þess að svo megi verða þarf þátttaka að vera meira en 5,7% enda erfitt að sjá mikið lýðræði í því að 5.500 manns taki fyrir okkar allar meiriháttar ákvarðanir m.a. í skipulagsmálum. Þess vegna snýst þetta ekki bara um þau verkefni sem við erum að kjósa um í dag þ.e.a.s. lýsingu við gangbrautir, róluvelli, gróðursetningu á trjám, malbikun, göngustíga, frisbígolfvelli, bekki, ruslafötur, sleðabrekkur, hraðahindranir o.s.frv. Heldur er hér verið að bjóða íbúum í Reykjavík að taka þátt í stærsta og mikilvægasta verkefni á sviði íbúalýðræðis sem nokkurt sveitarfélag á landinu hefur ráðist í. Þetta er lykillinn að því að hægt sé að þróa og útvíkka áfram verkefnið sem Betra Hverfi byggist á. Þátttaka og áhugi á því gefi tilefni til þess. Það að þú sem íbúi í Reykjavík eigir áfram beina hlutdeild í því að ráðstafa 295 milljónum á hverju ári eða 1,1 milljarði á næsta kjörtímabili miðað við sömu upphæð á ári, úr sameiginlegum sjóðum okkar er ekki sjálfsagt. Það eru réttindi sem þér hafa verið færð og það er þitt að segja til um hvort þú viljir halda í þau áfram. Ekki vera fýlupoki og tuða ofan í bringuna á þér. Taktu afstöðu með auknu íbúalýðræði og settu X við Æ í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí n.k.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun