Ragnar: Fólkið fattar ekki alltaf hvað þetta er mikilvægt Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. maí 2014 14:33 Ragnar Sigurðsson í landsleik. Vísir/Getty „Mér líst vel á þennan leik, hann er mikilvægur til að sjá hvar við stöndum og til að þjappa saman hópnum fyrir komandi verkefni,“ segir Sölvi Geir Ottesen, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik ytra á morgun. Sölvi og RagnarSigurðsson sátu fyrir svörum á vef KSÍ þar sem þeir ræddu um leikinn á morgun og undankeppni EM sem hefst í haust en þar er Ísland í erfiðum riðli. „Ég er sammála Sölva, þetta er gott tækifæri til að sjá hvar við stöndum og og tel okkur eiga góða möguleika á að vinna leikinn,“ segir Ragnar á vef KSÍ. Ísland er í riðli með Hollandi, Tyrklandi, Tékklandi, Kasakstan og Lettlandi í undankeppni EM og miðverðirnir viðurkenna báðir að verkefnið verður erfitt. „Þetta er erfiður riðill, það er klárt, en Íslendingar eru alltaf bjartsýnir. Við erum sigurvegarar að eðlisfari, miklir keppnismenn sem vilja alltaf vinna alla bardaga. Við ætlum okkur á þetta stórmót og höfum allir trú á því að við getum það. En við þurfum að eiga mjög gott mót til að eiga möguleika,“ segir Sölvi og Ragnar tekur undir orð kollega síns. „Ef Danir eða Svíar hefðu lent í þessum riðil, þá væru þeir líklega svartsýnir, á meðan við Íslendingar sjáum tækifærin. Við ætlum okkur áfram og getum náð árangri gegn þessum liðum. Þetta er það viðhorf sem hefur komið okkur svona langt, eins og í síðustu undankeppni, það bjóst enginn við þessum árangri sem við náðum, en með trú á okkar getu þá er allt mögulegt. Við erum með gott lið og ætlum að standa okkur vel.“„Gömlu strákarnir í morgunmat,“ skrifaði Sölvi Geir við þessa mynd sem tekin var í Austurríki í dag.Mynd/Facebook-síða Sölva GeirsSíðasta undankeppni var geðveik Undir lok síðust undankeppni magnaðist stemningin á Laugardalsvellinum með hverjum leiknum. Mikilvægt er fyrir strákana að sama stemning verði í haust. „Engin spurning. Fólk á alltaf á mæta á leikina og styðja liðið, það hjálpar okkur gríðarlega mikið, því fleiri sem eru á vellinum og því meiri læti, því meiri kraft fáum við leikmennirnir,“ segir Ragnar og Sölvi segir að sami árangur hefði ekki náðst án þessa stuðnings. „Síðasta undankeppni var geðveik. Árangurinn hefði aldrei náðst ef við hefðum ekki haft allan þennan stuðning og alla þessa stuðningsmenn í stúkunni. Það er svo mikilvægt að sjá albláa stúku á þjóðarleikvanginum styðja við okkur. Tólfan var gjörsamlega geðveik. Þetta er það sem þú vilt sem fótboltamaður. Þetta gefur manni auka orku.“ Ragnar bætir við: „Fólk fattar ekki alltaf hvað þetta er mikilvægt, en málið er bara að á heimavelli ertu með þitt umhverfi og þína stuðningsmenn sem styðja við bakið á þér. Það er erfitt að lýsa þessu í orðum, en upplifunin er algerlega mögnuð.“ Bæði Sölvi og Ragnar spila nú í Rússlandi. Sölvi er á mála hjá FC Ural en Ragnar spilar með Krasnodar. Báðir spiluðu vel á sínu fyrsta tímabili og liðin náðu bæði markmiðum sínum. En hvernig er fótboltinn í Rússlandi? „Boltinn í Rússlandi er öðruvísi en í Skandinavíu. Í Skandinavíu er mikið um svæðisvörn, en í Rússlandi er þetta meira maður á mann. Ég er t.d. að spila allt öðruvísi núna heldur en ég gerði hjá FCK í Danmörku, það er miklu meira um færslur og hreyfingu á vörninni, maður einbeitir sér bara að mestu að sínum manni,“ segir Ragnar og Sölvi er sammála. „Rússneska deildin er miklu sterkari deild en sú danska, sem er að flestum talin sú sterkasta á Norðurlöndum. Sterkustu liðin eru með mjög góða framherja sem myndu standa sig vel í sterkustu deildum í heimi. Hver einasti leikur er mikil áskorun,“ segir Sölvi Geir Ottesen. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Mér líst vel á þennan leik, hann er mikilvægur til að sjá hvar við stöndum og til að þjappa saman hópnum fyrir komandi verkefni,“ segir Sölvi Geir Ottesen, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik ytra á morgun. Sölvi og RagnarSigurðsson sátu fyrir svörum á vef KSÍ þar sem þeir ræddu um leikinn á morgun og undankeppni EM sem hefst í haust en þar er Ísland í erfiðum riðli. „Ég er sammála Sölva, þetta er gott tækifæri til að sjá hvar við stöndum og og tel okkur eiga góða möguleika á að vinna leikinn,“ segir Ragnar á vef KSÍ. Ísland er í riðli með Hollandi, Tyrklandi, Tékklandi, Kasakstan og Lettlandi í undankeppni EM og miðverðirnir viðurkenna báðir að verkefnið verður erfitt. „Þetta er erfiður riðill, það er klárt, en Íslendingar eru alltaf bjartsýnir. Við erum sigurvegarar að eðlisfari, miklir keppnismenn sem vilja alltaf vinna alla bardaga. Við ætlum okkur á þetta stórmót og höfum allir trú á því að við getum það. En við þurfum að eiga mjög gott mót til að eiga möguleika,“ segir Sölvi og Ragnar tekur undir orð kollega síns. „Ef Danir eða Svíar hefðu lent í þessum riðil, þá væru þeir líklega svartsýnir, á meðan við Íslendingar sjáum tækifærin. Við ætlum okkur áfram og getum náð árangri gegn þessum liðum. Þetta er það viðhorf sem hefur komið okkur svona langt, eins og í síðustu undankeppni, það bjóst enginn við þessum árangri sem við náðum, en með trú á okkar getu þá er allt mögulegt. Við erum með gott lið og ætlum að standa okkur vel.“„Gömlu strákarnir í morgunmat,“ skrifaði Sölvi Geir við þessa mynd sem tekin var í Austurríki í dag.Mynd/Facebook-síða Sölva GeirsSíðasta undankeppni var geðveik Undir lok síðust undankeppni magnaðist stemningin á Laugardalsvellinum með hverjum leiknum. Mikilvægt er fyrir strákana að sama stemning verði í haust. „Engin spurning. Fólk á alltaf á mæta á leikina og styðja liðið, það hjálpar okkur gríðarlega mikið, því fleiri sem eru á vellinum og því meiri læti, því meiri kraft fáum við leikmennirnir,“ segir Ragnar og Sölvi segir að sami árangur hefði ekki náðst án þessa stuðnings. „Síðasta undankeppni var geðveik. Árangurinn hefði aldrei náðst ef við hefðum ekki haft allan þennan stuðning og alla þessa stuðningsmenn í stúkunni. Það er svo mikilvægt að sjá albláa stúku á þjóðarleikvanginum styðja við okkur. Tólfan var gjörsamlega geðveik. Þetta er það sem þú vilt sem fótboltamaður. Þetta gefur manni auka orku.“ Ragnar bætir við: „Fólk fattar ekki alltaf hvað þetta er mikilvægt, en málið er bara að á heimavelli ertu með þitt umhverfi og þína stuðningsmenn sem styðja við bakið á þér. Það er erfitt að lýsa þessu í orðum, en upplifunin er algerlega mögnuð.“ Bæði Sölvi og Ragnar spila nú í Rússlandi. Sölvi er á mála hjá FC Ural en Ragnar spilar með Krasnodar. Báðir spiluðu vel á sínu fyrsta tímabili og liðin náðu bæði markmiðum sínum. En hvernig er fótboltinn í Rússlandi? „Boltinn í Rússlandi er öðruvísi en í Skandinavíu. Í Skandinavíu er mikið um svæðisvörn, en í Rússlandi er þetta meira maður á mann. Ég er t.d. að spila allt öðruvísi núna heldur en ég gerði hjá FCK í Danmörku, það er miklu meira um færslur og hreyfingu á vörninni, maður einbeitir sér bara að mestu að sínum manni,“ segir Ragnar og Sölvi er sammála. „Rússneska deildin er miklu sterkari deild en sú danska, sem er að flestum talin sú sterkasta á Norðurlöndum. Sterkustu liðin eru með mjög góða framherja sem myndu standa sig vel í sterkustu deildum í heimi. Hver einasti leikur er mikil áskorun,“ segir Sölvi Geir Ottesen.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira