Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2024 18:01 Matthijs de Ligt bendir David Coote dómara á það að boltinn fór í hendi Danny Ings áður en hann fiskaði vítið. Getty/James Gill Howard Webb, yfirmaður dómara í enska fótboltanum, hefur viðurkennt það að myndbandsdómarar gerðu mistök í leik West Ham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni fyrr í vetur. West Ham vann 2-1 sigur á United 27. október en Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var rekinn daginn eftir þetta tap. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að myndbandsdómarar kölluðu á David Coote dómara í skjáinn. Myndbandsdómarinn var Michael Oliver. Eftir að hafa farið í skjáinn þá dæmdi Coote víti á Matthijs de Ligt fyrir brot á Danny Ings. Jarrod Bowen skoraði úr vítinu og endaði um leið stjóraferil Ten Hag á Old Trafford. „Það var ekki rétt metið hjá VAR að kalla á hann í skjáinn,“ sagði Howard Webb í þættinum Mic'd Up á Sky Sports. „VAR er vanalega með allt á hreinu og traustsins vert en þarna fara menn að einblína á fótinn á De Ligt. Það að fótur hans hafi farið í Danny Ings en ekki farið í boltann. Boltinn er þegar farinn framhjá De Ligt þegar hann sparkar í Danny Ings,“ sagði Webb. „VAR sér brotið. Þeir voru bara of mikið að skoða þennan hluta af því sem var í gangi. Ég tel að þeir hafi ekki átt að skipta sér að þessu,“ sagði Webb. „Þetta er dæmi um það þegar ákvörðunin á vellinum á að standa, sama hvað sé dæmt. Mér sjálfum finnst þetta ekki vera víti,“ sagði Webb. 🙅 It was the wrong decision, says Howard Webb. pic.twitter.com/0tJwJ4KscK— Match of the Day (@BBCMOTD) November 13, 2024 Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
West Ham vann 2-1 sigur á United 27. október en Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var rekinn daginn eftir þetta tap. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að myndbandsdómarar kölluðu á David Coote dómara í skjáinn. Myndbandsdómarinn var Michael Oliver. Eftir að hafa farið í skjáinn þá dæmdi Coote víti á Matthijs de Ligt fyrir brot á Danny Ings. Jarrod Bowen skoraði úr vítinu og endaði um leið stjóraferil Ten Hag á Old Trafford. „Það var ekki rétt metið hjá VAR að kalla á hann í skjáinn,“ sagði Howard Webb í þættinum Mic'd Up á Sky Sports. „VAR er vanalega með allt á hreinu og traustsins vert en þarna fara menn að einblína á fótinn á De Ligt. Það að fótur hans hafi farið í Danny Ings en ekki farið í boltann. Boltinn er þegar farinn framhjá De Ligt þegar hann sparkar í Danny Ings,“ sagði Webb. „VAR sér brotið. Þeir voru bara of mikið að skoða þennan hluta af því sem var í gangi. Ég tel að þeir hafi ekki átt að skipta sér að þessu,“ sagði Webb. „Þetta er dæmi um það þegar ákvörðunin á vellinum á að standa, sama hvað sé dæmt. Mér sjálfum finnst þetta ekki vera víti,“ sagði Webb. 🙅 It was the wrong decision, says Howard Webb. pic.twitter.com/0tJwJ4KscK— Match of the Day (@BBCMOTD) November 13, 2024
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira