Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2024 22:17 Jón Daði í leik með Wrexham. Gary Oakley/Getty Images Jón Daði Böðvarsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Hollywood-lið Wrexham þegar liðið mætti Port Vale í EFL-bikarnum í fótbolta. Kom hann að eina marki Wrexham í leiknum. Þrátt fyrir að leika í ensku C-deildinni er Wrexham með frægari liðum Englands um þessar mundir. Ástæðan er uppgangur liðsins síðan Hollywood-stjórstjarnan Ryan Reynolds og leikarinn Rob McElhenney festu kaup á liðinu. Jón Daði var án félags þegar Wrexham lenti í meiðslakrísu og gerðu í kjölfarið stuttan samning við Jón Daða til að létta á álaginu. Jón Daði hafði komið við sögu í einum deildarleik sem og óvæntu tapi í ensku bikarkeppninni þar sem hann var óheppinn að skora ekki áður en kom að leik kvöldsins. Það var hans fyrsti leikur í byrjunarliðinu og stóð hann fyrir sínu. Our line-up this evening to face Port Vale 👊🔴⚪️ #WxmAFC pic.twitter.com/DhNl1pgR0B— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) November 12, 2024 Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Max Clemworth kom gestunum frá Wales yfir á 51. mínútu. Hann skilaði boltanum þá í netið af stuttu færi eftir að Jón Daði hafði skallað hornspyrnu Anthony Forde fyrir markið. Stoðsending á íslenska framherjann sem var tekinn af velli á 66. mínútu. Heimamenn í Port Vale jöfnuðu metin þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Port Vale vann síðan vítaspyrnukeppnina sem fylgdi í kjölfarið. Þó um sé að ræða riðlakeppni þá fara allir leikir sem enda með jafntefli í EFL-bikarnum í vítaspyrnukeppni og liðið sem vinnur hana fær eitt auka stig. Eftir þrjá leiki í riðli tvö eru Wrexham og Port Vale bæði með sjö stig. Salford er með þrjú stig og U-21 árs lið Úlfanna er með eitt stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti Fleiri fréttir Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Sjá meira
Þrátt fyrir að leika í ensku C-deildinni er Wrexham með frægari liðum Englands um þessar mundir. Ástæðan er uppgangur liðsins síðan Hollywood-stjórstjarnan Ryan Reynolds og leikarinn Rob McElhenney festu kaup á liðinu. Jón Daði var án félags þegar Wrexham lenti í meiðslakrísu og gerðu í kjölfarið stuttan samning við Jón Daða til að létta á álaginu. Jón Daði hafði komið við sögu í einum deildarleik sem og óvæntu tapi í ensku bikarkeppninni þar sem hann var óheppinn að skora ekki áður en kom að leik kvöldsins. Það var hans fyrsti leikur í byrjunarliðinu og stóð hann fyrir sínu. Our line-up this evening to face Port Vale 👊🔴⚪️ #WxmAFC pic.twitter.com/DhNl1pgR0B— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) November 12, 2024 Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Max Clemworth kom gestunum frá Wales yfir á 51. mínútu. Hann skilaði boltanum þá í netið af stuttu færi eftir að Jón Daði hafði skallað hornspyrnu Anthony Forde fyrir markið. Stoðsending á íslenska framherjann sem var tekinn af velli á 66. mínútu. Heimamenn í Port Vale jöfnuðu metin þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Port Vale vann síðan vítaspyrnukeppnina sem fylgdi í kjölfarið. Þó um sé að ræða riðlakeppni þá fara allir leikir sem enda með jafntefli í EFL-bikarnum í vítaspyrnukeppni og liðið sem vinnur hana fær eitt auka stig. Eftir þrjá leiki í riðli tvö eru Wrexham og Port Vale bæði með sjö stig. Salford er með þrjú stig og U-21 árs lið Úlfanna er með eitt stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti Fleiri fréttir Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Sjá meira