Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Aron Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2024 12:06 Daníel Tristan er leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Malmö. Malmö Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur íslensku knattspyrnugoðsagnarinnar Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur, segir aðeins tímaspursmál hvenær hann muni sýna hvað í sér býr af fullum krafti inn á knattspyrnuvellinum. Daníel er leikmaður Svíþjóðarmeistara Malmö og hefur búið við eftirvæntingu í sinn garð sökum Guðjohnsen nafnsins en segist sjálfur ekki skulda neinum neitt sökum þess nafns. Íslendingurinn var í viðtali við sænska miðilinn Expressen á dögunum þar sem að hann ræddi meðal annars tíma sinn hjá Malmö til þessa sem segja má að hafi ekki verið nein gönguferð í garðinum. Meiðsli hafa hamlað framgöngu Daníels Tristans í liðinu en hann gekk til liðs við Malmö frá akademíu Real Madrid árið 2022. „Framtíðin var björt,“ segir Daníel í samtali við Expressen. „Ég sá aðeins bjarta tíma fram undan. Bjóst við því að fá meiri og meiri spiltíma en svo kom skellurinn.“ Bakmeiðsli plöguðu Daníel Tristan í fyrra. Álagsmeiðsl komu svo í ljós í ágúst það sama ár. Meiðsli sem héldu honum meira og minna frá knattspyrnuvellinum þar til í mars fyrr á þessu ári. „Þetta hefur verið krefjandi ár. Ég hefði viljað spila meira en samkeppnin er mikil hjá Malmö,“ segir Daníel sem vill ekki taka undir það að eitt ár af ferlinum hafi farið í vaskinn. „Ég glataði jú einu ári af fótboltaiðkun en ég græddi ár í líkamsræktarsalnum þar sem að ég byggði upp vöðva. Með því að verða sterkari verður það auðveldara fyrir mig að spila gegn þeim eldri,“ bætti hann við og segist ekki hafa stressað sig of mikið af þessum hrakförum. Hann sé enn ungur að árum. Guðjohnsen nafnið er þekkt víða um heim eftir glæsta ferla Arnórs Guðjohnsen, afa Daníels sem og föður hans Eiðs Smára Guðjohnsen. Synir Eiðs Smára eru þrír og allir atvinnumenn í knattspyrnu. Því hefur fylgt eftirvænting og að einhverju leiti dulin pressa varðandi það hvort strákarnir geti fetað í fótspor pabba og afa síns en þeir láta það ekkert á sig fá. Eiður Smári í leik með Barcelona á sínum tímaVísir/Getty „Ég skulda engum neitt vegna nafns míns. Faðir minn átti sinn feril og ég á minn. Bræður mínir eiga sína ferla. Ég einblíni bara á að verða betri með degi hverjum…„Maður verður vanur þessu. Þegar að maður er yngri gæti þetta haft áhrif á mann, en þá meira á jákvæðan hátt. Þú nýtur þess að fólk hefur trú á þér og maður telur sjálfur að maður muni ná langt og verða bestur.“ Daníel Tristan er ekki á því að halda frá Malmö í leit að meiri spiltíma. Aðspurður hvort hann hafi hug á því að fara á láni eitthvert annað er hann stuttorður og skýr í sínu svari: „Ég vil vera áfram hérna og keppa um sæti. Framtíðin er enn björt. Það býr mikið í mér og aðeins tímaspursmál hvenær ég mun sýna það.“ Sænski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Daníel er leikmaður Svíþjóðarmeistara Malmö og hefur búið við eftirvæntingu í sinn garð sökum Guðjohnsen nafnsins en segist sjálfur ekki skulda neinum neitt sökum þess nafns. Íslendingurinn var í viðtali við sænska miðilinn Expressen á dögunum þar sem að hann ræddi meðal annars tíma sinn hjá Malmö til þessa sem segja má að hafi ekki verið nein gönguferð í garðinum. Meiðsli hafa hamlað framgöngu Daníels Tristans í liðinu en hann gekk til liðs við Malmö frá akademíu Real Madrid árið 2022. „Framtíðin var björt,“ segir Daníel í samtali við Expressen. „Ég sá aðeins bjarta tíma fram undan. Bjóst við því að fá meiri og meiri spiltíma en svo kom skellurinn.“ Bakmeiðsli plöguðu Daníel Tristan í fyrra. Álagsmeiðsl komu svo í ljós í ágúst það sama ár. Meiðsli sem héldu honum meira og minna frá knattspyrnuvellinum þar til í mars fyrr á þessu ári. „Þetta hefur verið krefjandi ár. Ég hefði viljað spila meira en samkeppnin er mikil hjá Malmö,“ segir Daníel sem vill ekki taka undir það að eitt ár af ferlinum hafi farið í vaskinn. „Ég glataði jú einu ári af fótboltaiðkun en ég græddi ár í líkamsræktarsalnum þar sem að ég byggði upp vöðva. Með því að verða sterkari verður það auðveldara fyrir mig að spila gegn þeim eldri,“ bætti hann við og segist ekki hafa stressað sig of mikið af þessum hrakförum. Hann sé enn ungur að árum. Guðjohnsen nafnið er þekkt víða um heim eftir glæsta ferla Arnórs Guðjohnsen, afa Daníels sem og föður hans Eiðs Smára Guðjohnsen. Synir Eiðs Smára eru þrír og allir atvinnumenn í knattspyrnu. Því hefur fylgt eftirvænting og að einhverju leiti dulin pressa varðandi það hvort strákarnir geti fetað í fótspor pabba og afa síns en þeir láta það ekkert á sig fá. Eiður Smári í leik með Barcelona á sínum tímaVísir/Getty „Ég skulda engum neitt vegna nafns míns. Faðir minn átti sinn feril og ég á minn. Bræður mínir eiga sína ferla. Ég einblíni bara á að verða betri með degi hverjum…„Maður verður vanur þessu. Þegar að maður er yngri gæti þetta haft áhrif á mann, en þá meira á jákvæðan hátt. Þú nýtur þess að fólk hefur trú á þér og maður telur sjálfur að maður muni ná langt og verða bestur.“ Daníel Tristan er ekki á því að halda frá Malmö í leit að meiri spiltíma. Aðspurður hvort hann hafi hug á því að fara á láni eitthvert annað er hann stuttorður og skýr í sínu svari: „Ég vil vera áfram hérna og keppa um sæti. Framtíðin er enn björt. Það býr mikið í mér og aðeins tímaspursmál hvenær ég mun sýna það.“
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira