Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2024 16:01 Ståle Solbakken tók við norska landsliðinu í lok árs 2020, af Lars Lagerbäck. Getty/Simon Stacpoole Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, fékk sig fullsaddan af ítrekuðum spurningum blaðamanns VG um Martin Ödegaard og skipaði honum að róa sig niður. „Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken við blaðamanninn. Það var þó full ástæða fyrir norska fjölmiðlamenn að spyrja Solbakken og lækni landsliðsins, Ola Sand, út í stöðuna á Ödegaard. Landsliðsfyrirliðinn er nýkominn af stað eftir meiðsli en gat þó spilað níutíu mínútur fyrir Arsenal gegn Chelsea á sunnudaginn. Ödegaard var kallaður inn í norska landsliðshópinn á mánudaginn en niðurstaðan varð þó sú að hann færi aftur til Lundúna daginn eftir, til að sinna frekari endurhæfingu eftir tveggja mánaða ökklameiðsli sín. Hann verður því ekki með Noregi í landsleikjum gegn Slóveníu á morgun og gegn Kasakstan á sunnudaginn. Mats Arntzen, blaðamaður VG, þjarmaði að Solbakken á blaðamannafundi í gær og vildi meina að það væri alveg ljóst að Arsenal hefði forgang fram yfir norska landsliðið. Myndband frá fundinum má meðal annars sjá á vef NRK. „Ef að Arsenal hefði átt að mæta Manchester City á sunnudaginn, í stað þess að Noregur væri að fara að mæta Kasakstan, heldur þú þá ekki að það væri sennilegt að hann myndi spila þann leik?“ spurði Arntzen. Ladies and gentlemen, dette er vår landslagstrener🤡 Womp, Womp , Ståle! Hyller reporteren 11/10 ganger i uka!🙈 pic.twitter.com/rcHAGyEtrC— Marcus Haraldsen (@marcusharaldsen) November 12, 2024 „Ég ræð engu um það. Það yrðu bara getgátur,“ svaraði Ola Sand landsliðslæknir en Arntzen lét ekki þar við sitja og sagði: „En hann er annað hvort meiddur eða ekki meiddur?“ Við þetta brast Solbakken þolinmæðin og við tóku snörp orðaskipti á milli hans og Arntzen, og var landsliðsþjálfarinn ansi hvassyrtur. „Mátt ekki vera svona hörundsár“ „Þú mátt ekki vera svona hörundsár. Þú ert rosalega hörundsár. Þú verður að slappa aðeins af. Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken sem sagði engan mun á forgangi fyrir Arsenal og norska landsliðið. Hann treysti fullkomlega mati lækna og sjúkraþjálfara, og Ödegaards sjálfs. Þeir héldu áfram að skiptast á orðum og Arntzen benti á að Arsenal-mennirnir Declan Rice og Bukayo Saka væru ekki heldur með í komandi landsleikjum með Englandi. „Þú ert kannski með góðar upplýsingar um þá líka? Ég ætti kannski að taka þig inn í læknateymið því þú veist allt best,“ sagði Solbakken. Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Það var þó full ástæða fyrir norska fjölmiðlamenn að spyrja Solbakken og lækni landsliðsins, Ola Sand, út í stöðuna á Ödegaard. Landsliðsfyrirliðinn er nýkominn af stað eftir meiðsli en gat þó spilað níutíu mínútur fyrir Arsenal gegn Chelsea á sunnudaginn. Ödegaard var kallaður inn í norska landsliðshópinn á mánudaginn en niðurstaðan varð þó sú að hann færi aftur til Lundúna daginn eftir, til að sinna frekari endurhæfingu eftir tveggja mánaða ökklameiðsli sín. Hann verður því ekki með Noregi í landsleikjum gegn Slóveníu á morgun og gegn Kasakstan á sunnudaginn. Mats Arntzen, blaðamaður VG, þjarmaði að Solbakken á blaðamannafundi í gær og vildi meina að það væri alveg ljóst að Arsenal hefði forgang fram yfir norska landsliðið. Myndband frá fundinum má meðal annars sjá á vef NRK. „Ef að Arsenal hefði átt að mæta Manchester City á sunnudaginn, í stað þess að Noregur væri að fara að mæta Kasakstan, heldur þú þá ekki að það væri sennilegt að hann myndi spila þann leik?“ spurði Arntzen. Ladies and gentlemen, dette er vår landslagstrener🤡 Womp, Womp , Ståle! Hyller reporteren 11/10 ganger i uka!🙈 pic.twitter.com/rcHAGyEtrC— Marcus Haraldsen (@marcusharaldsen) November 12, 2024 „Ég ræð engu um það. Það yrðu bara getgátur,“ svaraði Ola Sand landsliðslæknir en Arntzen lét ekki þar við sitja og sagði: „En hann er annað hvort meiddur eða ekki meiddur?“ Við þetta brast Solbakken þolinmæðin og við tóku snörp orðaskipti á milli hans og Arntzen, og var landsliðsþjálfarinn ansi hvassyrtur. „Mátt ekki vera svona hörundsár“ „Þú mátt ekki vera svona hörundsár. Þú ert rosalega hörundsár. Þú verður að slappa aðeins af. Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken sem sagði engan mun á forgangi fyrir Arsenal og norska landsliðið. Hann treysti fullkomlega mati lækna og sjúkraþjálfara, og Ödegaards sjálfs. Þeir héldu áfram að skiptast á orðum og Arntzen benti á að Arsenal-mennirnir Declan Rice og Bukayo Saka væru ekki heldur með í komandi landsleikjum með Englandi. „Þú ert kannski með góðar upplýsingar um þá líka? Ég ætti kannski að taka þig inn í læknateymið því þú veist allt best,“ sagði Solbakken.
Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti