Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 16:46 Svona lítur Fellavöllur út í blíðunni fyrir austan, eftir að nýja gervigrasvið var lagt á hann. Vallarhúsið hægra megin við völlinn er nú komið með aukahæð. mynd/Unnar Erlingsson Annað árið í röð hlýtur Höttur á Egilsstöðum langmest úr Mannvirkjasjóði Knattspyrnusambands Íslands, eða rúmlega helming af þeim 30 milljónum sem útdeilt er í ár. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Fellavelli Hattarmanna. Höttur hlaut samtals um 15,7 milljónir króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ í fyrra, af rúmum 40 milljónum sem útdeilt var, og í ár fær félagið svipaða upphæð eða 15,3 milljónir. Dýrmætur stuðningur og hvatning til að gera enn meira, segir formaður knattspyrnudeildar Hattar. Úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ Félag - Verkefni - Styrkupphæð Fylkir - Endurbætur á aðstöðu knattspyrnudeildar - kr. 1.470.000 HK - Gervigras í kórnum (endurnýjun) - kr. 1,523,806 Höttur - 1. Fasi Uppsetning viðbygging (fokheld) - kr. 8.700.000 Höttur - 2. Fasi Allur loka frágangur á Viðbyggingu - kr. 6.632.820 ÍR - Gluggi á blaðamannagám við grasvöll ÍR - kr. 430.922 KA - Flóðlýsing við nýjan keppnisvöll - kr. 1.523.806 KA - Gervigras á nýjan keppnisvöll - kr. 1.142.854 Keflavík - Tengja hitakerfi á aðalvelli - kr. 2.927.292 KFR - Vallarklukka/Marktafla - kr. 500.000 Sindri - Vallarklukka á Jökulfellsvöll - kr. 1.000.000 Stjarnan - Vallarklukka Samsungvöllur - kr. 1.000.000 Stjarnan - Öryggisgirðing og hringhlið - kr. 2.005.646 Vestri - Gervigrasvöllur Aðalvöllur - kr. 1.142.854 Heildarupphæð: kr. 30.000.000 Miklar endurbætur og uppbygging hafa verið á Fellavelli, sem er upphitaður gervigrasvöllur, en Höttur á einnig grasvöllinn Vilhjálmsvöll. Við Fellavöll hefur nú verið byggð önnur hæð ofan á félagshúsið, sem gjörbyltir allri aðstöðu við völlinn. Svona leit Fellavöllur út sumarið 2023 þegar framkvæmdir hófust. Vallarhúsið er neðst á myndinni.Mynd/Skarphéðinn Smári „Í fyrra munaði mestu um að skipt var um gervigras, sem komið var á tíma og jafnvel talað um krabbameinsvaldandi efni í kurlinu á vellinum. Einnig var farið í ýmsar lagfæringar við völlinn, til að standast kröfur KSÍ. Síðan vorum við að byggja aðstöðuhús við völlinn. Þá var í raun byggt ofan á húsnæðið sem sturtuklefarnir eru í, og þar á að vera félagsaðstaða, aðstaða fyrir þjálfara og fleira,“ segir Skarphéðinn Smári Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar. Ekki verið að bregðast við velgengni FHL Skarphéðinn Smári segir uppbygginguna ekki vera vegna árangurs FHL, sameinaðs liðs Hattar, Fjarðabyggðar og Leiknis F., sem leikur í Bestu deild kvenna í fyrsta sinn á næstu leiktíð. Hann kveðst raunar ekki vita hvar liðið muni spila sína heimaleiki, en FHL alla sína heimaleiki í Fjarðabyggðarhöllinni í sumar. Karlalið Hattar spilar bæði á Fellavelli og Vilhjálmsvelli. Farið var í framkvæmdir við Fellavöll í fyrra og þá leit hann svona út. Vallarhúsið, sem ákveðið var að bæta við hæð ofan á, er vinstra megin við völlinn.mynd/Skarphéðinn Smári „Í mínum huga erum við ekki að bregðast við núverandi velgengni heldur erum við í uppbyggingu á svæðinu til lengri tíma,“ segir Skarphéðinn Smári sem fagnar stuðningnum sem fæst úr Mannvirkjasjóðnum. „Þessir styrkir eru auðvitað bara hluti af kostnaðinum við uppbygginguna og sveitarfélagið ber nú stærstan hluta af kostnaðinum. En þetta er virkilega góð lyftistöng og tryggir að við náum að klára verkið fyrr en menn gerðu ráð fyrir. Þetta hvetur okkur líka til að halda áfram uppbyggingu á svæðinu,“ segir Skarphéðinn Smári. Besta deild kvenna Höttur KSÍ Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Höttur hlaut samtals um 15,7 milljónir króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ í fyrra, af rúmum 40 milljónum sem útdeilt var, og í ár fær félagið svipaða upphæð eða 15,3 milljónir. Dýrmætur stuðningur og hvatning til að gera enn meira, segir formaður knattspyrnudeildar Hattar. Úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ Félag - Verkefni - Styrkupphæð Fylkir - Endurbætur á aðstöðu knattspyrnudeildar - kr. 1.470.000 HK - Gervigras í kórnum (endurnýjun) - kr. 1,523,806 Höttur - 1. Fasi Uppsetning viðbygging (fokheld) - kr. 8.700.000 Höttur - 2. Fasi Allur loka frágangur á Viðbyggingu - kr. 6.632.820 ÍR - Gluggi á blaðamannagám við grasvöll ÍR - kr. 430.922 KA - Flóðlýsing við nýjan keppnisvöll - kr. 1.523.806 KA - Gervigras á nýjan keppnisvöll - kr. 1.142.854 Keflavík - Tengja hitakerfi á aðalvelli - kr. 2.927.292 KFR - Vallarklukka/Marktafla - kr. 500.000 Sindri - Vallarklukka á Jökulfellsvöll - kr. 1.000.000 Stjarnan - Vallarklukka Samsungvöllur - kr. 1.000.000 Stjarnan - Öryggisgirðing og hringhlið - kr. 2.005.646 Vestri - Gervigrasvöllur Aðalvöllur - kr. 1.142.854 Heildarupphæð: kr. 30.000.000 Miklar endurbætur og uppbygging hafa verið á Fellavelli, sem er upphitaður gervigrasvöllur, en Höttur á einnig grasvöllinn Vilhjálmsvöll. Við Fellavöll hefur nú verið byggð önnur hæð ofan á félagshúsið, sem gjörbyltir allri aðstöðu við völlinn. Svona leit Fellavöllur út sumarið 2023 þegar framkvæmdir hófust. Vallarhúsið er neðst á myndinni.Mynd/Skarphéðinn Smári „Í fyrra munaði mestu um að skipt var um gervigras, sem komið var á tíma og jafnvel talað um krabbameinsvaldandi efni í kurlinu á vellinum. Einnig var farið í ýmsar lagfæringar við völlinn, til að standast kröfur KSÍ. Síðan vorum við að byggja aðstöðuhús við völlinn. Þá var í raun byggt ofan á húsnæðið sem sturtuklefarnir eru í, og þar á að vera félagsaðstaða, aðstaða fyrir þjálfara og fleira,“ segir Skarphéðinn Smári Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar. Ekki verið að bregðast við velgengni FHL Skarphéðinn Smári segir uppbygginguna ekki vera vegna árangurs FHL, sameinaðs liðs Hattar, Fjarðabyggðar og Leiknis F., sem leikur í Bestu deild kvenna í fyrsta sinn á næstu leiktíð. Hann kveðst raunar ekki vita hvar liðið muni spila sína heimaleiki, en FHL alla sína heimaleiki í Fjarðabyggðarhöllinni í sumar. Karlalið Hattar spilar bæði á Fellavelli og Vilhjálmsvelli. Farið var í framkvæmdir við Fellavöll í fyrra og þá leit hann svona út. Vallarhúsið, sem ákveðið var að bæta við hæð ofan á, er vinstra megin við völlinn.mynd/Skarphéðinn Smári „Í mínum huga erum við ekki að bregðast við núverandi velgengni heldur erum við í uppbyggingu á svæðinu til lengri tíma,“ segir Skarphéðinn Smári sem fagnar stuðningnum sem fæst úr Mannvirkjasjóðnum. „Þessir styrkir eru auðvitað bara hluti af kostnaðinum við uppbygginguna og sveitarfélagið ber nú stærstan hluta af kostnaðinum. En þetta er virkilega góð lyftistöng og tryggir að við náum að klára verkið fyrr en menn gerðu ráð fyrir. Þetta hvetur okkur líka til að halda áfram uppbyggingu á svæðinu,“ segir Skarphéðinn Smári.
Úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ Félag - Verkefni - Styrkupphæð Fylkir - Endurbætur á aðstöðu knattspyrnudeildar - kr. 1.470.000 HK - Gervigras í kórnum (endurnýjun) - kr. 1,523,806 Höttur - 1. Fasi Uppsetning viðbygging (fokheld) - kr. 8.700.000 Höttur - 2. Fasi Allur loka frágangur á Viðbyggingu - kr. 6.632.820 ÍR - Gluggi á blaðamannagám við grasvöll ÍR - kr. 430.922 KA - Flóðlýsing við nýjan keppnisvöll - kr. 1.523.806 KA - Gervigras á nýjan keppnisvöll - kr. 1.142.854 Keflavík - Tengja hitakerfi á aðalvelli - kr. 2.927.292 KFR - Vallarklukka/Marktafla - kr. 500.000 Sindri - Vallarklukka á Jökulfellsvöll - kr. 1.000.000 Stjarnan - Vallarklukka Samsungvöllur - kr. 1.000.000 Stjarnan - Öryggisgirðing og hringhlið - kr. 2.005.646 Vestri - Gervigrasvöllur Aðalvöllur - kr. 1.142.854 Heildarupphæð: kr. 30.000.000
Besta deild kvenna Höttur KSÍ Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira