Óttinn við ómöguleikann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. febrúar 2014 08:29 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í vandræðalegu viðtali í Kastljósi í fyrrakvöld. Hann var þar ítrekað beðinn að útskýra hvers vegna hann hygðist ganga á bak því kosningaloforði sínu að þjóðin fengi að kjósa á kjörtímabilinu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Eftirfarandi svar leiðtogans var það heillegasta: „Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið þar sem það er pólitískur ómöguleiki til staðar.“ Ómöguleikinn felst að sögn Bjarna í því að ef þjóðin vildi ljúka viðræðum væri samt alls ekki hægt að ætlast til þess af ríkisstjórninni að hún kláraði málið. Hún væri nefnilega öll á móti aðild að ESB. Í þessari röksemdafærslu er grundvallarvilla. Þegar Bjarni lofaði þjóðaratkvæðagreiðslunni ítrekað gaf hann reyndar ekkert annað í skyn en að hann myndi hlíta niðurstöðu hennar þrátt fyrir að það væri algjörlega fyrirséð að þessi staða gæti komið upp. En hitt er augljóst, að ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að framkvæma vilja þjóðarinnar segir hún af sér og lætur völdin í hendur stjórnar sem er reiðubúin að fara að vilja meirihlutans. Þetta virðist gjörsamlega ómögulegt í huga forystumanna stjórnarflokkanna; að þeir gætu þurft að yfirgefa ráðherrastólana af því að þjóðin reyndist ósammála þeim í grundvallarmáli. Ef stjórnin tryði eigin málflutningi ætti hún að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og lýsa því yfir að hún færi frá ef þjóðin kysi að halda áfram aðildarviðræðum. Þá myndu heimilin missa af stórkostlegustu skuldaleiðréttingu í heiminum og atvinnulífið missti beztu nýju vini sína úr Stjórnarráðinu. Myndi nokkur maður með viti taka sénsinn á því? Svo merkilegt sem það er, hefur ríkisstjórnin ekki meiri trú á eigin stefnu en svo að enginn ráðherra hefur sagt að hann kviði ekki niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem lofað var fyrir kosningar. Þvert á móti er augljóst að ráðherrarnir eru dauðhræddir við að niðurstaðan yrði þeim í óhag. Það leiðir af sér að það er holur hljómur í þeim orðum Bjarna að hann hafi "ósvikinn" áhuga á að stór mál séu útkljáð með þjóðaratkvæði. Ef menn geta ekki tekið niðurstöðunni þegar þjóðin tekur ákvarðanir eiga þeir að sleppa því að tala um beint lýðræði. Það er líka algjör rökleysa þegar formaður Sjálfstæðisflokksins vísar til þess að ferlið, sem lagt er til í tillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsóknina til baka, feli í sér að þjóðin fái einn daginn að kjósa. Í fyrsta lagi getur þetta þing ekki ákveðið slíkt fyrir annað þing í framtíðinni, eins og lagaprófessorar bentu á í Fréttablaðinu í gær. Í öðru lagi snerist hið afdráttarlausa kosningaloforð Bjarna Benediktssonar um að þjóðin fengi að greiða atkvæði um hvernig yrði farið með aðildarumsóknina sem nú liggur fyrir - ekki einhverja aðra aðildarumsókn í framtíðinni. Það sem virðist ómögulegast í þessu máli er að formaður Sjálfstæðisflokksins útskýri með sæmilega skiljanlegum hætti af hverju hann hyggst svíkja skýrt kosningaloforð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í vandræðalegu viðtali í Kastljósi í fyrrakvöld. Hann var þar ítrekað beðinn að útskýra hvers vegna hann hygðist ganga á bak því kosningaloforði sínu að þjóðin fengi að kjósa á kjörtímabilinu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Eftirfarandi svar leiðtogans var það heillegasta: „Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið þar sem það er pólitískur ómöguleiki til staðar.“ Ómöguleikinn felst að sögn Bjarna í því að ef þjóðin vildi ljúka viðræðum væri samt alls ekki hægt að ætlast til þess af ríkisstjórninni að hún kláraði málið. Hún væri nefnilega öll á móti aðild að ESB. Í þessari röksemdafærslu er grundvallarvilla. Þegar Bjarni lofaði þjóðaratkvæðagreiðslunni ítrekað gaf hann reyndar ekkert annað í skyn en að hann myndi hlíta niðurstöðu hennar þrátt fyrir að það væri algjörlega fyrirséð að þessi staða gæti komið upp. En hitt er augljóst, að ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að framkvæma vilja þjóðarinnar segir hún af sér og lætur völdin í hendur stjórnar sem er reiðubúin að fara að vilja meirihlutans. Þetta virðist gjörsamlega ómögulegt í huga forystumanna stjórnarflokkanna; að þeir gætu þurft að yfirgefa ráðherrastólana af því að þjóðin reyndist ósammála þeim í grundvallarmáli. Ef stjórnin tryði eigin málflutningi ætti hún að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og lýsa því yfir að hún færi frá ef þjóðin kysi að halda áfram aðildarviðræðum. Þá myndu heimilin missa af stórkostlegustu skuldaleiðréttingu í heiminum og atvinnulífið missti beztu nýju vini sína úr Stjórnarráðinu. Myndi nokkur maður með viti taka sénsinn á því? Svo merkilegt sem það er, hefur ríkisstjórnin ekki meiri trú á eigin stefnu en svo að enginn ráðherra hefur sagt að hann kviði ekki niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem lofað var fyrir kosningar. Þvert á móti er augljóst að ráðherrarnir eru dauðhræddir við að niðurstaðan yrði þeim í óhag. Það leiðir af sér að það er holur hljómur í þeim orðum Bjarna að hann hafi "ósvikinn" áhuga á að stór mál séu útkljáð með þjóðaratkvæði. Ef menn geta ekki tekið niðurstöðunni þegar þjóðin tekur ákvarðanir eiga þeir að sleppa því að tala um beint lýðræði. Það er líka algjör rökleysa þegar formaður Sjálfstæðisflokksins vísar til þess að ferlið, sem lagt er til í tillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsóknina til baka, feli í sér að þjóðin fái einn daginn að kjósa. Í fyrsta lagi getur þetta þing ekki ákveðið slíkt fyrir annað þing í framtíðinni, eins og lagaprófessorar bentu á í Fréttablaðinu í gær. Í öðru lagi snerist hið afdráttarlausa kosningaloforð Bjarna Benediktssonar um að þjóðin fengi að greiða atkvæði um hvernig yrði farið með aðildarumsóknina sem nú liggur fyrir - ekki einhverja aðra aðildarumsókn í framtíðinni. Það sem virðist ómögulegast í þessu máli er að formaður Sjálfstæðisflokksins útskýri með sæmilega skiljanlegum hætti af hverju hann hyggst svíkja skýrt kosningaloforð.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun