Óttinn við ómöguleikann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. febrúar 2014 08:29 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í vandræðalegu viðtali í Kastljósi í fyrrakvöld. Hann var þar ítrekað beðinn að útskýra hvers vegna hann hygðist ganga á bak því kosningaloforði sínu að þjóðin fengi að kjósa á kjörtímabilinu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Eftirfarandi svar leiðtogans var það heillegasta: „Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið þar sem það er pólitískur ómöguleiki til staðar.“ Ómöguleikinn felst að sögn Bjarna í því að ef þjóðin vildi ljúka viðræðum væri samt alls ekki hægt að ætlast til þess af ríkisstjórninni að hún kláraði málið. Hún væri nefnilega öll á móti aðild að ESB. Í þessari röksemdafærslu er grundvallarvilla. Þegar Bjarni lofaði þjóðaratkvæðagreiðslunni ítrekað gaf hann reyndar ekkert annað í skyn en að hann myndi hlíta niðurstöðu hennar þrátt fyrir að það væri algjörlega fyrirséð að þessi staða gæti komið upp. En hitt er augljóst, að ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að framkvæma vilja þjóðarinnar segir hún af sér og lætur völdin í hendur stjórnar sem er reiðubúin að fara að vilja meirihlutans. Þetta virðist gjörsamlega ómögulegt í huga forystumanna stjórnarflokkanna; að þeir gætu þurft að yfirgefa ráðherrastólana af því að þjóðin reyndist ósammála þeim í grundvallarmáli. Ef stjórnin tryði eigin málflutningi ætti hún að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og lýsa því yfir að hún færi frá ef þjóðin kysi að halda áfram aðildarviðræðum. Þá myndu heimilin missa af stórkostlegustu skuldaleiðréttingu í heiminum og atvinnulífið missti beztu nýju vini sína úr Stjórnarráðinu. Myndi nokkur maður með viti taka sénsinn á því? Svo merkilegt sem það er, hefur ríkisstjórnin ekki meiri trú á eigin stefnu en svo að enginn ráðherra hefur sagt að hann kviði ekki niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem lofað var fyrir kosningar. Þvert á móti er augljóst að ráðherrarnir eru dauðhræddir við að niðurstaðan yrði þeim í óhag. Það leiðir af sér að það er holur hljómur í þeim orðum Bjarna að hann hafi "ósvikinn" áhuga á að stór mál séu útkljáð með þjóðaratkvæði. Ef menn geta ekki tekið niðurstöðunni þegar þjóðin tekur ákvarðanir eiga þeir að sleppa því að tala um beint lýðræði. Það er líka algjör rökleysa þegar formaður Sjálfstæðisflokksins vísar til þess að ferlið, sem lagt er til í tillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsóknina til baka, feli í sér að þjóðin fái einn daginn að kjósa. Í fyrsta lagi getur þetta þing ekki ákveðið slíkt fyrir annað þing í framtíðinni, eins og lagaprófessorar bentu á í Fréttablaðinu í gær. Í öðru lagi snerist hið afdráttarlausa kosningaloforð Bjarna Benediktssonar um að þjóðin fengi að greiða atkvæði um hvernig yrði farið með aðildarumsóknina sem nú liggur fyrir - ekki einhverja aðra aðildarumsókn í framtíðinni. Það sem virðist ómögulegast í þessu máli er að formaður Sjálfstæðisflokksins útskýri með sæmilega skiljanlegum hætti af hverju hann hyggst svíkja skýrt kosningaloforð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í vandræðalegu viðtali í Kastljósi í fyrrakvöld. Hann var þar ítrekað beðinn að útskýra hvers vegna hann hygðist ganga á bak því kosningaloforði sínu að þjóðin fengi að kjósa á kjörtímabilinu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Eftirfarandi svar leiðtogans var það heillegasta: „Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið þar sem það er pólitískur ómöguleiki til staðar.“ Ómöguleikinn felst að sögn Bjarna í því að ef þjóðin vildi ljúka viðræðum væri samt alls ekki hægt að ætlast til þess af ríkisstjórninni að hún kláraði málið. Hún væri nefnilega öll á móti aðild að ESB. Í þessari röksemdafærslu er grundvallarvilla. Þegar Bjarni lofaði þjóðaratkvæðagreiðslunni ítrekað gaf hann reyndar ekkert annað í skyn en að hann myndi hlíta niðurstöðu hennar þrátt fyrir að það væri algjörlega fyrirséð að þessi staða gæti komið upp. En hitt er augljóst, að ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að framkvæma vilja þjóðarinnar segir hún af sér og lætur völdin í hendur stjórnar sem er reiðubúin að fara að vilja meirihlutans. Þetta virðist gjörsamlega ómögulegt í huga forystumanna stjórnarflokkanna; að þeir gætu þurft að yfirgefa ráðherrastólana af því að þjóðin reyndist ósammála þeim í grundvallarmáli. Ef stjórnin tryði eigin málflutningi ætti hún að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og lýsa því yfir að hún færi frá ef þjóðin kysi að halda áfram aðildarviðræðum. Þá myndu heimilin missa af stórkostlegustu skuldaleiðréttingu í heiminum og atvinnulífið missti beztu nýju vini sína úr Stjórnarráðinu. Myndi nokkur maður með viti taka sénsinn á því? Svo merkilegt sem það er, hefur ríkisstjórnin ekki meiri trú á eigin stefnu en svo að enginn ráðherra hefur sagt að hann kviði ekki niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem lofað var fyrir kosningar. Þvert á móti er augljóst að ráðherrarnir eru dauðhræddir við að niðurstaðan yrði þeim í óhag. Það leiðir af sér að það er holur hljómur í þeim orðum Bjarna að hann hafi "ósvikinn" áhuga á að stór mál séu útkljáð með þjóðaratkvæði. Ef menn geta ekki tekið niðurstöðunni þegar þjóðin tekur ákvarðanir eiga þeir að sleppa því að tala um beint lýðræði. Það er líka algjör rökleysa þegar formaður Sjálfstæðisflokksins vísar til þess að ferlið, sem lagt er til í tillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsóknina til baka, feli í sér að þjóðin fái einn daginn að kjósa. Í fyrsta lagi getur þetta þing ekki ákveðið slíkt fyrir annað þing í framtíðinni, eins og lagaprófessorar bentu á í Fréttablaðinu í gær. Í öðru lagi snerist hið afdráttarlausa kosningaloforð Bjarna Benediktssonar um að þjóðin fengi að greiða atkvæði um hvernig yrði farið með aðildarumsóknina sem nú liggur fyrir - ekki einhverja aðra aðildarumsókn í framtíðinni. Það sem virðist ómögulegast í þessu máli er að formaður Sjálfstæðisflokksins útskýri með sæmilega skiljanlegum hætti af hverju hann hyggst svíkja skýrt kosningaloforð.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun