Landflóttinn ekki meiri síðan 1891 Davíð Þorláksson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sagði í grein sem birtist í Fréttablaðinu 20. apríl sl. að mikil og góð umskipti hefðu orðið í fólksflutningum á síðustu tveimur ársfjórðungum. Hann sagði Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Þar vísar hann sérstaklega til ályktunar SUS frá 9. janúar 2012 þar sem bent var á hve gríðarlegur landflóttinn væri og að hann væri áfellisdómur yfir ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin vill sennilega kenna hruninu, og líklega Geir H. Haarde og Davíð Oddssyni, um landflóttann eins og nánast allt annað sem aflaga fer. Það verður hinsvegar að telja líklegra að fólk taki ákvörðun um að flytja úr landi vegna væntinga um það hvort að hagur þeirra muni vænkast eða ekki, en ekki vegna gjaldþrota banka sem áttu sér stað fyrir rúmlega fjórum árum síðan. Einnig hvort að líklegt sé að störf við hæfi standi til boða á næstunni. Viðsnúningur í landflótta væri því miklu frekar vísbending um að fólk hafi séð kannanir sem sýna að ríkisstjórnin muni falla í næstu kosningum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru ríkisstjórnarflokkarnir nú með samtals 20-25% fylgi. Auðvitað eru það jákvæð tíðindi ef landflóttinn er að snúast við. Því miður er staðreyndin sú að þótt aðfluttir hafi verið fleiri en brottfluttir á síðustu tveimur ársfjórðungum þá er langt í að það nái að vega upp þann mikla flótta sem var frá landinu þar á undan. Það vegur aðeins rétt rúmlega upp þann fjölda sem flutti frá landinu á fyrri hluta ársins 2012. Þeir sem flutt hafa heim undanfarið eru bara dropi í hafið miðað við þá 9.253 brottfluttu umfram aðflutta árin 2009-2011 og á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2012. Ekki hefur verið jafnmikill landflótti, sem hlutfall af mannfjölda, á fjögurra ára tímabili síðan árin 1888-1891, á tímum vesturferðanna. Varla er það árangur sem ástæða er til að stæra sig af. Það á að vera forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að skapa þannig aðstæður að það fólk sem við höfum séð fara burt síðustu ár sjái sér hag í að snúa aftur. Til þess þarf að skapa aðstæður til þess að störfum fjölgi og laun geti hækkað. Það eru engir betur til þess fallnir en sjálfstæðismenn að leiða ríkisstjórn sem getur skapað þannig aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sagði í grein sem birtist í Fréttablaðinu 20. apríl sl. að mikil og góð umskipti hefðu orðið í fólksflutningum á síðustu tveimur ársfjórðungum. Hann sagði Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Þar vísar hann sérstaklega til ályktunar SUS frá 9. janúar 2012 þar sem bent var á hve gríðarlegur landflóttinn væri og að hann væri áfellisdómur yfir ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin vill sennilega kenna hruninu, og líklega Geir H. Haarde og Davíð Oddssyni, um landflóttann eins og nánast allt annað sem aflaga fer. Það verður hinsvegar að telja líklegra að fólk taki ákvörðun um að flytja úr landi vegna væntinga um það hvort að hagur þeirra muni vænkast eða ekki, en ekki vegna gjaldþrota banka sem áttu sér stað fyrir rúmlega fjórum árum síðan. Einnig hvort að líklegt sé að störf við hæfi standi til boða á næstunni. Viðsnúningur í landflótta væri því miklu frekar vísbending um að fólk hafi séð kannanir sem sýna að ríkisstjórnin muni falla í næstu kosningum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru ríkisstjórnarflokkarnir nú með samtals 20-25% fylgi. Auðvitað eru það jákvæð tíðindi ef landflóttinn er að snúast við. Því miður er staðreyndin sú að þótt aðfluttir hafi verið fleiri en brottfluttir á síðustu tveimur ársfjórðungum þá er langt í að það nái að vega upp þann mikla flótta sem var frá landinu þar á undan. Það vegur aðeins rétt rúmlega upp þann fjölda sem flutti frá landinu á fyrri hluta ársins 2012. Þeir sem flutt hafa heim undanfarið eru bara dropi í hafið miðað við þá 9.253 brottfluttu umfram aðflutta árin 2009-2011 og á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2012. Ekki hefur verið jafnmikill landflótti, sem hlutfall af mannfjölda, á fjögurra ára tímabili síðan árin 1888-1891, á tímum vesturferðanna. Varla er það árangur sem ástæða er til að stæra sig af. Það á að vera forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að skapa þannig aðstæður að það fólk sem við höfum séð fara burt síðustu ár sjái sér hag í að snúa aftur. Til þess þarf að skapa aðstæður til þess að störfum fjölgi og laun geti hækkað. Það eru engir betur til þess fallnir en sjálfstæðismenn að leiða ríkisstjórn sem getur skapað þannig aðstæður.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar