Sóknarfæri í samskiptum við Kína Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2013 06:00 Í opinberri heimsókn minni til Kína var undirritaður fríverslunarsamningur Íslands og Kína. Samningurinn er fyrsti fríverslunarsamningur sem Kína gerir við Evrópuríki. Hann færir íslenskum fyrirtækjum aukin tækifæri, enda voru hátt á fjórða tug fulltrúa íslenskra fyrirtækja með í förinni. Nokkrir þeirra gengu frá viðskiptasamningum, m.a. fyrir hönd Arion banka, Marorku, Orku Energy, Promens og Össurar. Samningurinn er líklegur til þess að blása lífi í viðskipti milli risaveldisins og eyþjóðarinnar. Ríkisstjórnin sýnir í verki að hún horfir vítt yfir sviðið í þágu atvinnulífsins og fyrirtækjanna í landinu, ekki aðeins til Evrópu eins og margir halda fram. Hún leitar sífellt leiða til að auka tekjur og bæta kjör þjóðarinnar. Ferðin hingað til Kína er líka ánægjulegt framhald heimsóknar forsætisráðherra Kína til Íslands fyrir tæpu ári þegar undirritaður var meðal annars rammasamningur ríkisstjórna Íslands og Kína um norðurslóðasamstarf. Og nú gefum við fyrirheit um aukið samstarf þjóðanna á ýmsum sviðum. Í því sambandi má nefna að fríverslunarsamningurinn greiðir ekki aðeins fyrir vöruviðskiptum heldur einnig fyrir þjónustuviðskiptum milli ríkjanna. Jarðhitasamstarf Kína og Íslands hefur fyrir löngu náð fótfestu en það snýst einmitt um þjónustuviðskipti, svo sem ráðgjöf um vinnslu og nýtingu jarðhita. Kínverjar nýta jarðhita sinn æ betur. Í samvinnu við íslensk fyrirtæki og íslenska sérfræðinga hafa þeir nú reist stærstu hitaveitu í heimi sem byggð er á grundvelli íslenskrar sérþekkingar. Samningurinn nær einnig til þróunarsamvinnu ríkjanna. Frá upphafi hafa um 80 Kínverjar útskrifast frá jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem starfræktur er hér á landi, og er það jafnframt fjölmennasti hópurinn.Aukið samstarf og virðing Mér er það mikið kappsmál að framfylgt sé þeim hugsjónum sem mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna og viðeigandi alþjóðlegir mannréttindasáttmálar kveða á um. Það er því mikilvægt að í sameiginlegri yfirlýsingu minni og Li Keqiangs, forsætisráðherra Kína, er fært til bókar að ætlun ríkjanna sé að efla og vernda mannréttindi með virkum hætti. Í viðræðum mínum við leiðtoga Kína um mannréttindamál og alþjóðlegar skuldbindingar lýsti ég sérstakri ánægju með aukið samstarf ríkjanna á sviði jafnréttismála, sem komst á eftir heimsókn fyrrverandi forsætisráðherra Kína til Íslands á síðasta ári. Það er reyndar í samræmi við viljayfirlýsingu velferðarráðuneytis Íslands og Kvennamálasamtaka Kína (All-China Women"s Federation of the People‘s Republic of China), en hún var undirrituð að lokinni þeirri heimsókn. Eftir fund minn með Li Kequiang forsætisráðherra síðastliðinn mánudag sammæltumst við um það í sérstakri yfirlýsingu að stuðla að enn frekari samskiptum og hagnýtu samstarfi um málefni norðurskautssvæðisins og viðfangsefni sem varða hafið, jarðvarma, jarðvísindi, umhverfisvernd og loftlagsbreytingar. Þetta verður gert á grundvelli rammasamningsins milli ríkisstjórnar Íslands og Kína um samstarf á norðurslóðum. Við áréttuðum stuðning okkar við umsókn Kína um áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og ég veit að kínverskir leiðtogar eru þakklátir fyrir þann stuðning.Vinnuvernd og vinnuréttur Á svipaðan hátt og unnið hefur verið að jafnréttismálunum verður á næstunni unnið að vinnuverndar- og vinnuréttarmálum samhliða fríverslunarsamningnum sem borinn verður undir Alþingi næsta haust. Taka má fram að samningurinn breytir engu um aðgang kínversks vinnuafls að íslenskum vinnumarkaði. Hann breytir heldur engu um lög og reglur um fjárfestingar í íslenskum eignum. Við ætlum líka að auka samvinnu um menningarmál og ferðamál, svo nokkuð sé nefnt til viðbótar því sem að framan greinir. Tvíhliða samstarf á öllum þessum sviðum gefur tækifæri til stóraukinna samskipta og viðskipta okkar við Kína. Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem unnið hafa gott og mikið starf að gerð fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína á undanförnum misserum. Um hann hefur ríkt full pólitísk samstaða og allir flokkar hafa komið að gerð hans á síðustu árum. Það er trú mín og von að fríverslunarsamningurinn skapi ný tækifæri og bæti hag þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Í opinberri heimsókn minni til Kína var undirritaður fríverslunarsamningur Íslands og Kína. Samningurinn er fyrsti fríverslunarsamningur sem Kína gerir við Evrópuríki. Hann færir íslenskum fyrirtækjum aukin tækifæri, enda voru hátt á fjórða tug fulltrúa íslenskra fyrirtækja með í förinni. Nokkrir þeirra gengu frá viðskiptasamningum, m.a. fyrir hönd Arion banka, Marorku, Orku Energy, Promens og Össurar. Samningurinn er líklegur til þess að blása lífi í viðskipti milli risaveldisins og eyþjóðarinnar. Ríkisstjórnin sýnir í verki að hún horfir vítt yfir sviðið í þágu atvinnulífsins og fyrirtækjanna í landinu, ekki aðeins til Evrópu eins og margir halda fram. Hún leitar sífellt leiða til að auka tekjur og bæta kjör þjóðarinnar. Ferðin hingað til Kína er líka ánægjulegt framhald heimsóknar forsætisráðherra Kína til Íslands fyrir tæpu ári þegar undirritaður var meðal annars rammasamningur ríkisstjórna Íslands og Kína um norðurslóðasamstarf. Og nú gefum við fyrirheit um aukið samstarf þjóðanna á ýmsum sviðum. Í því sambandi má nefna að fríverslunarsamningurinn greiðir ekki aðeins fyrir vöruviðskiptum heldur einnig fyrir þjónustuviðskiptum milli ríkjanna. Jarðhitasamstarf Kína og Íslands hefur fyrir löngu náð fótfestu en það snýst einmitt um þjónustuviðskipti, svo sem ráðgjöf um vinnslu og nýtingu jarðhita. Kínverjar nýta jarðhita sinn æ betur. Í samvinnu við íslensk fyrirtæki og íslenska sérfræðinga hafa þeir nú reist stærstu hitaveitu í heimi sem byggð er á grundvelli íslenskrar sérþekkingar. Samningurinn nær einnig til þróunarsamvinnu ríkjanna. Frá upphafi hafa um 80 Kínverjar útskrifast frá jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem starfræktur er hér á landi, og er það jafnframt fjölmennasti hópurinn.Aukið samstarf og virðing Mér er það mikið kappsmál að framfylgt sé þeim hugsjónum sem mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna og viðeigandi alþjóðlegir mannréttindasáttmálar kveða á um. Það er því mikilvægt að í sameiginlegri yfirlýsingu minni og Li Keqiangs, forsætisráðherra Kína, er fært til bókar að ætlun ríkjanna sé að efla og vernda mannréttindi með virkum hætti. Í viðræðum mínum við leiðtoga Kína um mannréttindamál og alþjóðlegar skuldbindingar lýsti ég sérstakri ánægju með aukið samstarf ríkjanna á sviði jafnréttismála, sem komst á eftir heimsókn fyrrverandi forsætisráðherra Kína til Íslands á síðasta ári. Það er reyndar í samræmi við viljayfirlýsingu velferðarráðuneytis Íslands og Kvennamálasamtaka Kína (All-China Women"s Federation of the People‘s Republic of China), en hún var undirrituð að lokinni þeirri heimsókn. Eftir fund minn með Li Kequiang forsætisráðherra síðastliðinn mánudag sammæltumst við um það í sérstakri yfirlýsingu að stuðla að enn frekari samskiptum og hagnýtu samstarfi um málefni norðurskautssvæðisins og viðfangsefni sem varða hafið, jarðvarma, jarðvísindi, umhverfisvernd og loftlagsbreytingar. Þetta verður gert á grundvelli rammasamningsins milli ríkisstjórnar Íslands og Kína um samstarf á norðurslóðum. Við áréttuðum stuðning okkar við umsókn Kína um áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og ég veit að kínverskir leiðtogar eru þakklátir fyrir þann stuðning.Vinnuvernd og vinnuréttur Á svipaðan hátt og unnið hefur verið að jafnréttismálunum verður á næstunni unnið að vinnuverndar- og vinnuréttarmálum samhliða fríverslunarsamningnum sem borinn verður undir Alþingi næsta haust. Taka má fram að samningurinn breytir engu um aðgang kínversks vinnuafls að íslenskum vinnumarkaði. Hann breytir heldur engu um lög og reglur um fjárfestingar í íslenskum eignum. Við ætlum líka að auka samvinnu um menningarmál og ferðamál, svo nokkuð sé nefnt til viðbótar því sem að framan greinir. Tvíhliða samstarf á öllum þessum sviðum gefur tækifæri til stóraukinna samskipta og viðskipta okkar við Kína. Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem unnið hafa gott og mikið starf að gerð fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína á undanförnum misserum. Um hann hefur ríkt full pólitísk samstaða og allir flokkar hafa komið að gerð hans á síðustu árum. Það er trú mín og von að fríverslunarsamningurinn skapi ný tækifæri og bæti hag þjóðarinnar.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar