
Ísland getur betur
Við Íslendingar stöndum okkur bærilega í loftslagsmálum, samkvæmt nýlegri úttekt evrópskra umhverfisverndarsamtaka, sem segja Ísland vera í 14. sæti af þeim 58 löndum sem skoðuð voru. Slík tölfræði er ekki nákvæm vísindi – hins vegar má spyrja hvort Ísland hafi ekki forsendur til að taka sæti ofar í samanburðinum. Ísland býr við góða ímynd á mörgum sviðum umhverfismála, en við eigum að hafa metnað til að vera í fremstu röð. Græn ímynd er góð fyrir fyrirtæki og ferðaþjónustu. Heilbrigt umhverfi þýðir aukin lífsgæði.
Vandinn kallar á nýsköpun
Loftslagsvandinn kallar á nýsköpun og þar liggja tækifæri fyrir rannsóknir, nýsköpun og atvinnulíf.
Íslendingar kunna vel að nýta jarðhita og hafa lengi deilt þeirri þekkingu í gegnum Jarðhitaskóla SÞ. Nú stendur fyrir dyrum stærsta þróunarverkefni sem Íslendingar hafa tekið þátt í, sem miðar að leit og nýtingu jarðvarma í Austur-Afríku. Ýmis fyrirtæki vinna að loftslagsvænni tækni og má þar nefna Marorku, sem býður lausnir til að draga úr mengun frá skipum. Sveitarfélög vinna metangas úr urðunarstöðum og nýta á farartæki. Skógrækt og landgræðsla binda kolefni úr andrúmslofti í gróðri og jarðvegi.
Í fremstu röð
Vistvænni lífsstíll er annar mikilvægur þáttur. Losun frá samgöngum er óvíða meiri á mann en á Íslandi. Bílaflotinn er stór og orkufrekur og byggð í þéttbýli er jafnan mjög dreifð yfir stórt svæði. Skipulag þarf að taka mið af umhverfissjónarmiðum því ferðavenjur geta skipt sköpum. Við getum notast við sparneytnari bíla, notað almenningssamgöngur meira og gengið og hjólað; allt stuðlar þetta að minni losun. Stjórnvöld bera meginþunga ábyrgðarinnar og setja rammann um aðgerðir í loftslagsmálum. Við getum hins vegar lagt okkar af mörkum hvert og eitt. Ísland getur og á að vera í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsvánni.
Skoðun

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar