Draumurinn rættist hjá stelpunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2012 06:00 Edda Garðarsdóttir og Sif Atladóttir tóku nokkur sigurspor í leikslok við mikinn fögnuð. Mynd/Stefán Ísland tekur þátt í úrslitakeppni EM 2013 sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar. Það varð ljóst eftir 3-2 sigur á Úkraínu á Laugardalsvelli í gær en þar með vann Ísland samanlagðan 6-4 sigur í umspilseinvígi liðanna. Stelpurnar voru vel studdar af 6.647 áhorfendum í gær en þar með var slegið aðsóknarmet á kvennaknattspyrnuleik hér á landi. Gamla metið var orðið fimm ára gamalt og sett á landsleik Íslands og Serbíu. „Þetta er ótrúlega góð tilfinning," sagði landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson. „Við erum að uppskera árangur tveggja ára vinnu og gaman að svo margir gátu tekið þátt í því með okkur. Áhorfendametið var slegið og stuðningurinn frábær. Í fyrsta sinn þurfti að opna hina stúkuna [austanmegin við völlinn] og það er áfangi. Við fyllum hana seinna," bætti hann við. Leikurinn í gær var keimlíkur fyrri leik liðanna í Úkraínu um helgina. Ísland byrjaði mjög vel og komst í 2-0 forystu með mörkum Margrétar Láru Viðarsdóttur og Katrínar Ómarsdóttur. En Úkraína svaraði fyrir sig með tveimur mörkum og náði að jafna metin átján mínútum fyrir leikslok. Sigurður Ragnar brást við með því að setja varamanninn Dagnýju Brynjarsdóttur inn á og aðeins fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Úkraínu var Dagný búin að skora. „Dagný kom ótrúlega sterk inn," sagði hann. „Boltinn var að vísu svolítið lengi á leiðinni inn í markið en hann fór sem betur fer inn. Það er frábært að eiga svona leikmenn á bekknum," bætti hann við. Sigurður Ragnar segir sigurinn hafa verið verðskuldaðan. „Við vorum betri en það verður samt að hrósa úkraínska liðinu, enda hörkulið. Við vorum stundum í eltingarleik en þegar við komumst í návígi þá höfðum við yfirhöndina. Mér fannst við sýna karakter og vilja og það var það sem stóð upp úr í leiknum í dag." Katrín Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði, tók undir þessi orð. „Það fór samt um mann þegar þær jöfnuðu en einhvern veginn náðum við að vinna okkur aftur inn í leikinn. Þá kom Dagný inn og kláraði þetta. Það var yndislegt. Nú förum við til Svíþjóðar reynslunni ríkari eftir að hafa spilað á EM 2009 og skiptir það miklu máli í stórmóti sem þessu." Sigurður Ragnar segir markmiðið að gera betur á EM í sumar en síðast en þá tapaði Ísland öllum sínum leikjum og sat eftir í riðlinum. „Það er frábært fyrir þær ungu stelpur sem voru ekki með okkur síðast að kynnast því að spila á stórmóti. Við erum líka með reynslubolta og því með góða blöndu í leikmannahópnum. Við ætlum að gera betur en síðast." Katrín fór fyrir Íslandi á EM fyrir fjórum árum og ætlar að gera það aftur nú. „Það er skemmtilegur vetur fram undan og ekkert annað að gera en að æfa vel. Það kemur ekki til greina að hætta núna - hverjum myndi detta það í hug svo stuttu fyrir Evrópumeistaramót," sagði hún og brosti breitt. „Það er einfaldlega ekki hægt." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Sjá meira
Ísland tekur þátt í úrslitakeppni EM 2013 sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar. Það varð ljóst eftir 3-2 sigur á Úkraínu á Laugardalsvelli í gær en þar með vann Ísland samanlagðan 6-4 sigur í umspilseinvígi liðanna. Stelpurnar voru vel studdar af 6.647 áhorfendum í gær en þar með var slegið aðsóknarmet á kvennaknattspyrnuleik hér á landi. Gamla metið var orðið fimm ára gamalt og sett á landsleik Íslands og Serbíu. „Þetta er ótrúlega góð tilfinning," sagði landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson. „Við erum að uppskera árangur tveggja ára vinnu og gaman að svo margir gátu tekið þátt í því með okkur. Áhorfendametið var slegið og stuðningurinn frábær. Í fyrsta sinn þurfti að opna hina stúkuna [austanmegin við völlinn] og það er áfangi. Við fyllum hana seinna," bætti hann við. Leikurinn í gær var keimlíkur fyrri leik liðanna í Úkraínu um helgina. Ísland byrjaði mjög vel og komst í 2-0 forystu með mörkum Margrétar Láru Viðarsdóttur og Katrínar Ómarsdóttur. En Úkraína svaraði fyrir sig með tveimur mörkum og náði að jafna metin átján mínútum fyrir leikslok. Sigurður Ragnar brást við með því að setja varamanninn Dagnýju Brynjarsdóttur inn á og aðeins fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Úkraínu var Dagný búin að skora. „Dagný kom ótrúlega sterk inn," sagði hann. „Boltinn var að vísu svolítið lengi á leiðinni inn í markið en hann fór sem betur fer inn. Það er frábært að eiga svona leikmenn á bekknum," bætti hann við. Sigurður Ragnar segir sigurinn hafa verið verðskuldaðan. „Við vorum betri en það verður samt að hrósa úkraínska liðinu, enda hörkulið. Við vorum stundum í eltingarleik en þegar við komumst í návígi þá höfðum við yfirhöndina. Mér fannst við sýna karakter og vilja og það var það sem stóð upp úr í leiknum í dag." Katrín Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði, tók undir þessi orð. „Það fór samt um mann þegar þær jöfnuðu en einhvern veginn náðum við að vinna okkur aftur inn í leikinn. Þá kom Dagný inn og kláraði þetta. Það var yndislegt. Nú förum við til Svíþjóðar reynslunni ríkari eftir að hafa spilað á EM 2009 og skiptir það miklu máli í stórmóti sem þessu." Sigurður Ragnar segir markmiðið að gera betur á EM í sumar en síðast en þá tapaði Ísland öllum sínum leikjum og sat eftir í riðlinum. „Það er frábært fyrir þær ungu stelpur sem voru ekki með okkur síðast að kynnast því að spila á stórmóti. Við erum líka með reynslubolta og því með góða blöndu í leikmannahópnum. Við ætlum að gera betur en síðast." Katrín fór fyrir Íslandi á EM fyrir fjórum árum og ætlar að gera það aftur nú. „Það er skemmtilegur vetur fram undan og ekkert annað að gera en að æfa vel. Það kemur ekki til greina að hætta núna - hverjum myndi detta það í hug svo stuttu fyrir Evrópumeistaramót," sagði hún og brosti breitt. „Það er einfaldlega ekki hægt."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Sjá meira