Draumurinn rættist hjá stelpunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2012 06:00 Edda Garðarsdóttir og Sif Atladóttir tóku nokkur sigurspor í leikslok við mikinn fögnuð. Mynd/Stefán Ísland tekur þátt í úrslitakeppni EM 2013 sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar. Það varð ljóst eftir 3-2 sigur á Úkraínu á Laugardalsvelli í gær en þar með vann Ísland samanlagðan 6-4 sigur í umspilseinvígi liðanna. Stelpurnar voru vel studdar af 6.647 áhorfendum í gær en þar með var slegið aðsóknarmet á kvennaknattspyrnuleik hér á landi. Gamla metið var orðið fimm ára gamalt og sett á landsleik Íslands og Serbíu. „Þetta er ótrúlega góð tilfinning," sagði landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson. „Við erum að uppskera árangur tveggja ára vinnu og gaman að svo margir gátu tekið þátt í því með okkur. Áhorfendametið var slegið og stuðningurinn frábær. Í fyrsta sinn þurfti að opna hina stúkuna [austanmegin við völlinn] og það er áfangi. Við fyllum hana seinna," bætti hann við. Leikurinn í gær var keimlíkur fyrri leik liðanna í Úkraínu um helgina. Ísland byrjaði mjög vel og komst í 2-0 forystu með mörkum Margrétar Láru Viðarsdóttur og Katrínar Ómarsdóttur. En Úkraína svaraði fyrir sig með tveimur mörkum og náði að jafna metin átján mínútum fyrir leikslok. Sigurður Ragnar brást við með því að setja varamanninn Dagnýju Brynjarsdóttur inn á og aðeins fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Úkraínu var Dagný búin að skora. „Dagný kom ótrúlega sterk inn," sagði hann. „Boltinn var að vísu svolítið lengi á leiðinni inn í markið en hann fór sem betur fer inn. Það er frábært að eiga svona leikmenn á bekknum," bætti hann við. Sigurður Ragnar segir sigurinn hafa verið verðskuldaðan. „Við vorum betri en það verður samt að hrósa úkraínska liðinu, enda hörkulið. Við vorum stundum í eltingarleik en þegar við komumst í návígi þá höfðum við yfirhöndina. Mér fannst við sýna karakter og vilja og það var það sem stóð upp úr í leiknum í dag." Katrín Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði, tók undir þessi orð. „Það fór samt um mann þegar þær jöfnuðu en einhvern veginn náðum við að vinna okkur aftur inn í leikinn. Þá kom Dagný inn og kláraði þetta. Það var yndislegt. Nú förum við til Svíþjóðar reynslunni ríkari eftir að hafa spilað á EM 2009 og skiptir það miklu máli í stórmóti sem þessu." Sigurður Ragnar segir markmiðið að gera betur á EM í sumar en síðast en þá tapaði Ísland öllum sínum leikjum og sat eftir í riðlinum. „Það er frábært fyrir þær ungu stelpur sem voru ekki með okkur síðast að kynnast því að spila á stórmóti. Við erum líka með reynslubolta og því með góða blöndu í leikmannahópnum. Við ætlum að gera betur en síðast." Katrín fór fyrir Íslandi á EM fyrir fjórum árum og ætlar að gera það aftur nú. „Það er skemmtilegur vetur fram undan og ekkert annað að gera en að æfa vel. Það kemur ekki til greina að hætta núna - hverjum myndi detta það í hug svo stuttu fyrir Evrópumeistaramót," sagði hún og brosti breitt. „Það er einfaldlega ekki hægt." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Ísland tekur þátt í úrslitakeppni EM 2013 sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar. Það varð ljóst eftir 3-2 sigur á Úkraínu á Laugardalsvelli í gær en þar með vann Ísland samanlagðan 6-4 sigur í umspilseinvígi liðanna. Stelpurnar voru vel studdar af 6.647 áhorfendum í gær en þar með var slegið aðsóknarmet á kvennaknattspyrnuleik hér á landi. Gamla metið var orðið fimm ára gamalt og sett á landsleik Íslands og Serbíu. „Þetta er ótrúlega góð tilfinning," sagði landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson. „Við erum að uppskera árangur tveggja ára vinnu og gaman að svo margir gátu tekið þátt í því með okkur. Áhorfendametið var slegið og stuðningurinn frábær. Í fyrsta sinn þurfti að opna hina stúkuna [austanmegin við völlinn] og það er áfangi. Við fyllum hana seinna," bætti hann við. Leikurinn í gær var keimlíkur fyrri leik liðanna í Úkraínu um helgina. Ísland byrjaði mjög vel og komst í 2-0 forystu með mörkum Margrétar Láru Viðarsdóttur og Katrínar Ómarsdóttur. En Úkraína svaraði fyrir sig með tveimur mörkum og náði að jafna metin átján mínútum fyrir leikslok. Sigurður Ragnar brást við með því að setja varamanninn Dagnýju Brynjarsdóttur inn á og aðeins fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Úkraínu var Dagný búin að skora. „Dagný kom ótrúlega sterk inn," sagði hann. „Boltinn var að vísu svolítið lengi á leiðinni inn í markið en hann fór sem betur fer inn. Það er frábært að eiga svona leikmenn á bekknum," bætti hann við. Sigurður Ragnar segir sigurinn hafa verið verðskuldaðan. „Við vorum betri en það verður samt að hrósa úkraínska liðinu, enda hörkulið. Við vorum stundum í eltingarleik en þegar við komumst í návígi þá höfðum við yfirhöndina. Mér fannst við sýna karakter og vilja og það var það sem stóð upp úr í leiknum í dag." Katrín Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði, tók undir þessi orð. „Það fór samt um mann þegar þær jöfnuðu en einhvern veginn náðum við að vinna okkur aftur inn í leikinn. Þá kom Dagný inn og kláraði þetta. Það var yndislegt. Nú förum við til Svíþjóðar reynslunni ríkari eftir að hafa spilað á EM 2009 og skiptir það miklu máli í stórmóti sem þessu." Sigurður Ragnar segir markmiðið að gera betur á EM í sumar en síðast en þá tapaði Ísland öllum sínum leikjum og sat eftir í riðlinum. „Það er frábært fyrir þær ungu stelpur sem voru ekki með okkur síðast að kynnast því að spila á stórmóti. Við erum líka með reynslubolta og því með góða blöndu í leikmannahópnum. Við ætlum að gera betur en síðast." Katrín fór fyrir Íslandi á EM fyrir fjórum árum og ætlar að gera það aftur nú. „Það er skemmtilegur vetur fram undan og ekkert annað að gera en að æfa vel. Það kemur ekki til greina að hætta núna - hverjum myndi detta það í hug svo stuttu fyrir Evrópumeistaramót," sagði hún og brosti breitt. „Það er einfaldlega ekki hægt."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira