Eitt ráðuneyti fyrir allar atvinnugreinar Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 1. september 2012 06:00 Í dag á sér stað merkileg breyting innan Stjórnarráðs Íslands, þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur formlega til starfa. Hið nýja ráðuneyti leysir af hólmi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og hluta af starfsemi efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Það hefur lengi verið baráttumál SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu að málefni allra atvinnugreina í landinu verði færð undir einn hatt innan stjórnsýslunnar. Með stofnun hins nýja ráðuneytis er það baráttumál í höfn. Ástæður þess að samtökin hafa lagt áherslu á þetta eru einkum tvær. Sú fyrri er að eldri skipan ráðuneyta var einfaldlega orðin úrelt, hafði ekki fylgt þróun atvinnulífsins. Seinni ástæðan er að málefni verslunar og þjónustu hafa alla tíð verið hornreka innan stjórnsýslunnar og aðrar atvinnugreinar hafa notið mun meiri stuðnings og athygli þeirra sem setið hafa við stjórnvölinn í landinu. Flestar aðrar atvinnugreinar en verslun og þjónusta hafa marga undanfarna áratugi haft sín eigin ráðuneyti, þ.e. landbúnaðarráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og iðnaðarráðuneyti þar sem ferðaþjónustan hefur verið innanborðs. Atvinnugreinin verslun og þjónusta, sem nú veitir hátt í 30% vinnandi fólks í þessu landi atvinnu, hefur hins vegar aldrei haft eigið ráðuneyti en verið hýst í efnahags- og viðskiptaráðuneyti ásamt mörgum öðrum málaflokkum. Þar innandyra voru málefni verslunar og þjónustu lítt áberandi og voru iðulega afgangsstærð. Sú breyting sem verður á skipan stjórnarráðsins í dag er því mikið fagnaðarefni. Með þessari breytingu verður til eitt stórt og öflugt ráðuneyti þar sem viðfangsefnin verða málefni allra atvinnugreina í landinu. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för. Allt bendir til þess að verslun og þjónusta muni veita stærstum hópi þess fólks atvinnu sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu árum. Mikilvægi atvinnugreinarinnar í íslensku samfélagi mun því enn aukast. Í því ljósi hlýtur það að teljast löngu tímabært að þetta mikilvægi endurspeglist innan stjórnsýslunnar og greinin standi, a.m.k. að þessu leyti, jafnfætis öðrum atvinnugreinum í landinu – og hljóti þar með þann sess sem henni ber. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag á sér stað merkileg breyting innan Stjórnarráðs Íslands, þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur formlega til starfa. Hið nýja ráðuneyti leysir af hólmi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og hluta af starfsemi efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Það hefur lengi verið baráttumál SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu að málefni allra atvinnugreina í landinu verði færð undir einn hatt innan stjórnsýslunnar. Með stofnun hins nýja ráðuneytis er það baráttumál í höfn. Ástæður þess að samtökin hafa lagt áherslu á þetta eru einkum tvær. Sú fyrri er að eldri skipan ráðuneyta var einfaldlega orðin úrelt, hafði ekki fylgt þróun atvinnulífsins. Seinni ástæðan er að málefni verslunar og þjónustu hafa alla tíð verið hornreka innan stjórnsýslunnar og aðrar atvinnugreinar hafa notið mun meiri stuðnings og athygli þeirra sem setið hafa við stjórnvölinn í landinu. Flestar aðrar atvinnugreinar en verslun og þjónusta hafa marga undanfarna áratugi haft sín eigin ráðuneyti, þ.e. landbúnaðarráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og iðnaðarráðuneyti þar sem ferðaþjónustan hefur verið innanborðs. Atvinnugreinin verslun og þjónusta, sem nú veitir hátt í 30% vinnandi fólks í þessu landi atvinnu, hefur hins vegar aldrei haft eigið ráðuneyti en verið hýst í efnahags- og viðskiptaráðuneyti ásamt mörgum öðrum málaflokkum. Þar innandyra voru málefni verslunar og þjónustu lítt áberandi og voru iðulega afgangsstærð. Sú breyting sem verður á skipan stjórnarráðsins í dag er því mikið fagnaðarefni. Með þessari breytingu verður til eitt stórt og öflugt ráðuneyti þar sem viðfangsefnin verða málefni allra atvinnugreina í landinu. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för. Allt bendir til þess að verslun og þjónusta muni veita stærstum hópi þess fólks atvinnu sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu árum. Mikilvægi atvinnugreinarinnar í íslensku samfélagi mun því enn aukast. Í því ljósi hlýtur það að teljast löngu tímabært að þetta mikilvægi endurspeglist innan stjórnsýslunnar og greinin standi, a.m.k. að þessu leyti, jafnfætis öðrum atvinnugreinum í landinu – og hljóti þar með þann sess sem henni ber.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun