Af hverju er löglegur drykkjualdur á Íslandi ekki 16 ára? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 2. maí 2012 11:00 Samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára. Þrátt fyrir að þessi lög séu í gildi sýnir skýrslan „Fyrsta drykkjan 2010" sem Rannsóknir og greining gerðu fram á það að 49,5% 16 ára ungmenna hafa orðið ölvuð um ævina og 90,1% 19 ára nemenda í menntaskólum hafa orðið ölvaðir um ævina. Þessar niðurstöður eru unnar úr könnun sem lögð var fyrir í öllum menntaskólum landsins. Einnig ber að nefna að samkvæmt ársriti SÁÁ voru rúmlega 200 einstaklingar 19 ára og yngri innritaðir í meðferð á Vogi árið 2009. Þessar tölur, ásamt þeirri staðreynd að 90% prósent ungmenna séu byrjuð að drekka áður en þau mega það samkvæmt núverandi löggjöf, getur varla talist góður árangur. Þeir sem ekki vilja að drykkjualdur á Íslandi sé 16 ára hljóta að krefjast þess að stjórnvöld taki á málinu. Margir halda því fram að þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að breyta og svona sé þetta, svona hafi þetta verið og að þetta muni alltaf vera svona. Fyrir þá er áhugavert að líta aftur til ársins 1998 en þá höfðu 42% ungmenna í 10. bekk orðið drukkin síðastliðna 30 daga frá því að könnun Rannsóknar og greiningar var tekin en árið 2009 voru það einungis 19%. Á 11 árum hafði fjölda ungmenna, sem höfðu orðið drukkin síðasta mánuðinn, fækkað um meira en helming. Þessar tölur sýna okkur að það er hægt að breyta menningunni og að öflugt forvarnarstarf virkar því á þessum tíma hefur orðið mikil vitundarvakning almennings auk þess sem fjármagn í félagsmiðstöðvar og annað forvarnarstarf hefur margfaldast. En allir þessir peningar og það góða starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum er að miklu leyti unnið fyrir gýg þar sem dyrnar að félagsmiðstöðvunum lokast við útskrift úr grunnskóla og ekkert skipulagt félagsstarf á vegum hins opinbera tekur við. Þessi ungmenni sem alin eru upp við virka þátttöku í öflugu félagslífi fara strax að leita sér að öðru félagslífi til að taka þátt í. Þá tekur aðeins við félagslíf skólanna sem er stjórnað á forsendum ungmennanna sem þar eru fyrir með engri yfirumsjón eða leiðbeiningu fagaðila. Félagslíf skólanna einkennist oftar en ekki af mikilli drykkjumenningu og lýkur flestöllum stórum viðburðum á vegum menntaskólanna á fylleríi. Hér er ekki einu sinni talað um þá sem ekki fara í menntaskóla eða af einhverjum ástæðum hætta í skóla en þeir eru í miklum áhættuhóp að verða óvirkir og einangrast félagslega enda hafa þeir engan samastað innan samfélagsins. En hvað er til ráða? Eins og reynslan sýnir okkur þá dugir það skammt að halda einungis forvarnarfræðslu um skaðsemi áfengis fyrir ungt fólk þegar ungmennamenningin er einfaldlega drykkjumiðuð. Það þarf því að bjóða ungmennum 16 ára og eldri upp á jákvætt tómstundastarf undir handleiðslu fagfólks þar sem ungmennin fá að blómstra á eigin forsendum. Þekkingin er til staðar og býr í félagsmiðstöðvum landsins þar sem ungmenni á aldrinum 13-15 ára hafa vettvang og tækifæri til að vinna að uppbyggjandi, skemmtilegum og krefjandi verkefnum. Nokkur sveitarfélög hér á landi eru nú þegar byrjuð að vinna framúrskarandi frumkvöðlastarf í þessum málum og eru með starfrækt ungmennahús fyrir 16 ára og eldri. Þar hafa ungmennin vettvang til að hittast, sinna áhugamálum sínum og hafa einnig aðgang að fullorðnum fagmanni sem þau geta leitað til. Með þessu eru sveitarfélögin að bjóða ungmennunum sínum val. Val um það hvort einstaklingurinn vilji taka þátt í heilbrigðu tómstundastarfi sem hefur jákvæð áhrif á þroska hans eða hvort hann ætli að byggja félagslíf sitt upp í kringum áfengi sem hefur skaðleg áhrif á þroska og getu einstaklingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára. Þrátt fyrir að þessi lög séu í gildi sýnir skýrslan „Fyrsta drykkjan 2010" sem Rannsóknir og greining gerðu fram á það að 49,5% 16 ára ungmenna hafa orðið ölvuð um ævina og 90,1% 19 ára nemenda í menntaskólum hafa orðið ölvaðir um ævina. Þessar niðurstöður eru unnar úr könnun sem lögð var fyrir í öllum menntaskólum landsins. Einnig ber að nefna að samkvæmt ársriti SÁÁ voru rúmlega 200 einstaklingar 19 ára og yngri innritaðir í meðferð á Vogi árið 2009. Þessar tölur, ásamt þeirri staðreynd að 90% prósent ungmenna séu byrjuð að drekka áður en þau mega það samkvæmt núverandi löggjöf, getur varla talist góður árangur. Þeir sem ekki vilja að drykkjualdur á Íslandi sé 16 ára hljóta að krefjast þess að stjórnvöld taki á málinu. Margir halda því fram að þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að breyta og svona sé þetta, svona hafi þetta verið og að þetta muni alltaf vera svona. Fyrir þá er áhugavert að líta aftur til ársins 1998 en þá höfðu 42% ungmenna í 10. bekk orðið drukkin síðastliðna 30 daga frá því að könnun Rannsóknar og greiningar var tekin en árið 2009 voru það einungis 19%. Á 11 árum hafði fjölda ungmenna, sem höfðu orðið drukkin síðasta mánuðinn, fækkað um meira en helming. Þessar tölur sýna okkur að það er hægt að breyta menningunni og að öflugt forvarnarstarf virkar því á þessum tíma hefur orðið mikil vitundarvakning almennings auk þess sem fjármagn í félagsmiðstöðvar og annað forvarnarstarf hefur margfaldast. En allir þessir peningar og það góða starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum er að miklu leyti unnið fyrir gýg þar sem dyrnar að félagsmiðstöðvunum lokast við útskrift úr grunnskóla og ekkert skipulagt félagsstarf á vegum hins opinbera tekur við. Þessi ungmenni sem alin eru upp við virka þátttöku í öflugu félagslífi fara strax að leita sér að öðru félagslífi til að taka þátt í. Þá tekur aðeins við félagslíf skólanna sem er stjórnað á forsendum ungmennanna sem þar eru fyrir með engri yfirumsjón eða leiðbeiningu fagaðila. Félagslíf skólanna einkennist oftar en ekki af mikilli drykkjumenningu og lýkur flestöllum stórum viðburðum á vegum menntaskólanna á fylleríi. Hér er ekki einu sinni talað um þá sem ekki fara í menntaskóla eða af einhverjum ástæðum hætta í skóla en þeir eru í miklum áhættuhóp að verða óvirkir og einangrast félagslega enda hafa þeir engan samastað innan samfélagsins. En hvað er til ráða? Eins og reynslan sýnir okkur þá dugir það skammt að halda einungis forvarnarfræðslu um skaðsemi áfengis fyrir ungt fólk þegar ungmennamenningin er einfaldlega drykkjumiðuð. Það þarf því að bjóða ungmennum 16 ára og eldri upp á jákvætt tómstundastarf undir handleiðslu fagfólks þar sem ungmennin fá að blómstra á eigin forsendum. Þekkingin er til staðar og býr í félagsmiðstöðvum landsins þar sem ungmenni á aldrinum 13-15 ára hafa vettvang og tækifæri til að vinna að uppbyggjandi, skemmtilegum og krefjandi verkefnum. Nokkur sveitarfélög hér á landi eru nú þegar byrjuð að vinna framúrskarandi frumkvöðlastarf í þessum málum og eru með starfrækt ungmennahús fyrir 16 ára og eldri. Þar hafa ungmennin vettvang til að hittast, sinna áhugamálum sínum og hafa einnig aðgang að fullorðnum fagmanni sem þau geta leitað til. Með þessu eru sveitarfélögin að bjóða ungmennunum sínum val. Val um það hvort einstaklingurinn vilji taka þátt í heilbrigðu tómstundastarfi sem hefur jákvæð áhrif á þroska hans eða hvort hann ætli að byggja félagslíf sitt upp í kringum áfengi sem hefur skaðleg áhrif á þroska og getu einstaklingsins.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar