Af hverju er löglegur drykkjualdur á Íslandi ekki 16 ára? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 2. maí 2012 11:00 Samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára. Þrátt fyrir að þessi lög séu í gildi sýnir skýrslan „Fyrsta drykkjan 2010" sem Rannsóknir og greining gerðu fram á það að 49,5% 16 ára ungmenna hafa orðið ölvuð um ævina og 90,1% 19 ára nemenda í menntaskólum hafa orðið ölvaðir um ævina. Þessar niðurstöður eru unnar úr könnun sem lögð var fyrir í öllum menntaskólum landsins. Einnig ber að nefna að samkvæmt ársriti SÁÁ voru rúmlega 200 einstaklingar 19 ára og yngri innritaðir í meðferð á Vogi árið 2009. Þessar tölur, ásamt þeirri staðreynd að 90% prósent ungmenna séu byrjuð að drekka áður en þau mega það samkvæmt núverandi löggjöf, getur varla talist góður árangur. Þeir sem ekki vilja að drykkjualdur á Íslandi sé 16 ára hljóta að krefjast þess að stjórnvöld taki á málinu. Margir halda því fram að þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að breyta og svona sé þetta, svona hafi þetta verið og að þetta muni alltaf vera svona. Fyrir þá er áhugavert að líta aftur til ársins 1998 en þá höfðu 42% ungmenna í 10. bekk orðið drukkin síðastliðna 30 daga frá því að könnun Rannsóknar og greiningar var tekin en árið 2009 voru það einungis 19%. Á 11 árum hafði fjölda ungmenna, sem höfðu orðið drukkin síðasta mánuðinn, fækkað um meira en helming. Þessar tölur sýna okkur að það er hægt að breyta menningunni og að öflugt forvarnarstarf virkar því á þessum tíma hefur orðið mikil vitundarvakning almennings auk þess sem fjármagn í félagsmiðstöðvar og annað forvarnarstarf hefur margfaldast. En allir þessir peningar og það góða starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum er að miklu leyti unnið fyrir gýg þar sem dyrnar að félagsmiðstöðvunum lokast við útskrift úr grunnskóla og ekkert skipulagt félagsstarf á vegum hins opinbera tekur við. Þessi ungmenni sem alin eru upp við virka þátttöku í öflugu félagslífi fara strax að leita sér að öðru félagslífi til að taka þátt í. Þá tekur aðeins við félagslíf skólanna sem er stjórnað á forsendum ungmennanna sem þar eru fyrir með engri yfirumsjón eða leiðbeiningu fagaðila. Félagslíf skólanna einkennist oftar en ekki af mikilli drykkjumenningu og lýkur flestöllum stórum viðburðum á vegum menntaskólanna á fylleríi. Hér er ekki einu sinni talað um þá sem ekki fara í menntaskóla eða af einhverjum ástæðum hætta í skóla en þeir eru í miklum áhættuhóp að verða óvirkir og einangrast félagslega enda hafa þeir engan samastað innan samfélagsins. En hvað er til ráða? Eins og reynslan sýnir okkur þá dugir það skammt að halda einungis forvarnarfræðslu um skaðsemi áfengis fyrir ungt fólk þegar ungmennamenningin er einfaldlega drykkjumiðuð. Það þarf því að bjóða ungmennum 16 ára og eldri upp á jákvætt tómstundastarf undir handleiðslu fagfólks þar sem ungmennin fá að blómstra á eigin forsendum. Þekkingin er til staðar og býr í félagsmiðstöðvum landsins þar sem ungmenni á aldrinum 13-15 ára hafa vettvang og tækifæri til að vinna að uppbyggjandi, skemmtilegum og krefjandi verkefnum. Nokkur sveitarfélög hér á landi eru nú þegar byrjuð að vinna framúrskarandi frumkvöðlastarf í þessum málum og eru með starfrækt ungmennahús fyrir 16 ára og eldri. Þar hafa ungmennin vettvang til að hittast, sinna áhugamálum sínum og hafa einnig aðgang að fullorðnum fagmanni sem þau geta leitað til. Með þessu eru sveitarfélögin að bjóða ungmennunum sínum val. Val um það hvort einstaklingurinn vilji taka þátt í heilbrigðu tómstundastarfi sem hefur jákvæð áhrif á þroska hans eða hvort hann ætli að byggja félagslíf sitt upp í kringum áfengi sem hefur skaðleg áhrif á þroska og getu einstaklingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára. Þrátt fyrir að þessi lög séu í gildi sýnir skýrslan „Fyrsta drykkjan 2010" sem Rannsóknir og greining gerðu fram á það að 49,5% 16 ára ungmenna hafa orðið ölvuð um ævina og 90,1% 19 ára nemenda í menntaskólum hafa orðið ölvaðir um ævina. Þessar niðurstöður eru unnar úr könnun sem lögð var fyrir í öllum menntaskólum landsins. Einnig ber að nefna að samkvæmt ársriti SÁÁ voru rúmlega 200 einstaklingar 19 ára og yngri innritaðir í meðferð á Vogi árið 2009. Þessar tölur, ásamt þeirri staðreynd að 90% prósent ungmenna séu byrjuð að drekka áður en þau mega það samkvæmt núverandi löggjöf, getur varla talist góður árangur. Þeir sem ekki vilja að drykkjualdur á Íslandi sé 16 ára hljóta að krefjast þess að stjórnvöld taki á málinu. Margir halda því fram að þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að breyta og svona sé þetta, svona hafi þetta verið og að þetta muni alltaf vera svona. Fyrir þá er áhugavert að líta aftur til ársins 1998 en þá höfðu 42% ungmenna í 10. bekk orðið drukkin síðastliðna 30 daga frá því að könnun Rannsóknar og greiningar var tekin en árið 2009 voru það einungis 19%. Á 11 árum hafði fjölda ungmenna, sem höfðu orðið drukkin síðasta mánuðinn, fækkað um meira en helming. Þessar tölur sýna okkur að það er hægt að breyta menningunni og að öflugt forvarnarstarf virkar því á þessum tíma hefur orðið mikil vitundarvakning almennings auk þess sem fjármagn í félagsmiðstöðvar og annað forvarnarstarf hefur margfaldast. En allir þessir peningar og það góða starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum er að miklu leyti unnið fyrir gýg þar sem dyrnar að félagsmiðstöðvunum lokast við útskrift úr grunnskóla og ekkert skipulagt félagsstarf á vegum hins opinbera tekur við. Þessi ungmenni sem alin eru upp við virka þátttöku í öflugu félagslífi fara strax að leita sér að öðru félagslífi til að taka þátt í. Þá tekur aðeins við félagslíf skólanna sem er stjórnað á forsendum ungmennanna sem þar eru fyrir með engri yfirumsjón eða leiðbeiningu fagaðila. Félagslíf skólanna einkennist oftar en ekki af mikilli drykkjumenningu og lýkur flestöllum stórum viðburðum á vegum menntaskólanna á fylleríi. Hér er ekki einu sinni talað um þá sem ekki fara í menntaskóla eða af einhverjum ástæðum hætta í skóla en þeir eru í miklum áhættuhóp að verða óvirkir og einangrast félagslega enda hafa þeir engan samastað innan samfélagsins. En hvað er til ráða? Eins og reynslan sýnir okkur þá dugir það skammt að halda einungis forvarnarfræðslu um skaðsemi áfengis fyrir ungt fólk þegar ungmennamenningin er einfaldlega drykkjumiðuð. Það þarf því að bjóða ungmennum 16 ára og eldri upp á jákvætt tómstundastarf undir handleiðslu fagfólks þar sem ungmennin fá að blómstra á eigin forsendum. Þekkingin er til staðar og býr í félagsmiðstöðvum landsins þar sem ungmenni á aldrinum 13-15 ára hafa vettvang og tækifæri til að vinna að uppbyggjandi, skemmtilegum og krefjandi verkefnum. Nokkur sveitarfélög hér á landi eru nú þegar byrjuð að vinna framúrskarandi frumkvöðlastarf í þessum málum og eru með starfrækt ungmennahús fyrir 16 ára og eldri. Þar hafa ungmennin vettvang til að hittast, sinna áhugamálum sínum og hafa einnig aðgang að fullorðnum fagmanni sem þau geta leitað til. Með þessu eru sveitarfélögin að bjóða ungmennunum sínum val. Val um það hvort einstaklingurinn vilji taka þátt í heilbrigðu tómstundastarfi sem hefur jákvæð áhrif á þroska hans eða hvort hann ætli að byggja félagslíf sitt upp í kringum áfengi sem hefur skaðleg áhrif á þroska og getu einstaklingsins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun