Íslensk börn og kynhegðun Eygló Harðardóttir skrifar 20. mars 2012 06:00 Íslendingar byrja snemma að stunda kynlíf. Í könnun frá 2006 um heilbrigði skólabarna í heiminum kom í ljós að 29% íslenskra drengja á aldrinum 15-16 ára höfðu stundað kynmök. Hlutfallið var töluvert hærra meðal stúlkna, eða 36% og var einungis hærra hjá dönskum (40%) og grænlenskum (66%) stúlkum. Fjöldi bólfélaga er einnig hæstur hér á landi samanborið við önnur norræn ríki. Á sama tíma er notkun smokka með því lægsta á Vesturlöndum og notkun hormónagetnaðarvarna hefur dregist saman, að undanskilinni sölu á neyðargetnaðarvörn. Helstu ástæður þess að börnin okkar byrja snemma að sofa hjá er vegna þrýstings frá vinahópnum, skortur á samskiptum og áfengisneysla. Þessar staðreyndir eru ekki nýjar af nálinni þótt umræðan undanfarna daga um að stúlkur allt niður í ellefu ára gamlar séu að stunda kynlíf gefi annað til kynna. Við getum haldið áfram að hunsa þessar staðreyndir. Það hefur gengið ágætlega hingað til og árangurinn eftir því. Tæp 40% stúlkna og fjórðungur drengja á aldrinum 16-19 ára höfðu séð eftir því að stunda kynlíf. Tíðni klamydíu og kynfæravartna er með því hæsta sem þekkist og barneignir í aldurshópnum 15-19 ára eru mun fleiri en í öðrum norrænum ríkjum. Árið 2008 var fjöldi barna á hverjar 1.000 konur 15-19 ára 14,6 á Íslandi, 9,3 í Noregi, 8,6 í Finnlandi og 6,0 í Danmörku og Svíþjóð. Við verðum að axla ábyrgð sem samfélag á því að börnin okkar stunda kynlíf alltof snemma, á óheilbrigðan og óábyrgan máta og grípa til aðgerða. Við gerum það með því að auka fræðslu um kynlíf og mikilvægi þess að vera eldri og tilfinningalega tilbúinn þegar byrjað er að stunda kynlíf. Með því að fjölga unglingamóttökum og að framhaldsskólar séu með heilsugæslu. Það gerum við með því að auka aðgengi að ódýrari hormónagetnaðarvörnum og smokkum og forvarnir gegn áfengisneyslu. Hættum að hunsa staðreyndir, - börnin okkar eiga einfaldlega betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar byrja snemma að stunda kynlíf. Í könnun frá 2006 um heilbrigði skólabarna í heiminum kom í ljós að 29% íslenskra drengja á aldrinum 15-16 ára höfðu stundað kynmök. Hlutfallið var töluvert hærra meðal stúlkna, eða 36% og var einungis hærra hjá dönskum (40%) og grænlenskum (66%) stúlkum. Fjöldi bólfélaga er einnig hæstur hér á landi samanborið við önnur norræn ríki. Á sama tíma er notkun smokka með því lægsta á Vesturlöndum og notkun hormónagetnaðarvarna hefur dregist saman, að undanskilinni sölu á neyðargetnaðarvörn. Helstu ástæður þess að börnin okkar byrja snemma að sofa hjá er vegna þrýstings frá vinahópnum, skortur á samskiptum og áfengisneysla. Þessar staðreyndir eru ekki nýjar af nálinni þótt umræðan undanfarna daga um að stúlkur allt niður í ellefu ára gamlar séu að stunda kynlíf gefi annað til kynna. Við getum haldið áfram að hunsa þessar staðreyndir. Það hefur gengið ágætlega hingað til og árangurinn eftir því. Tæp 40% stúlkna og fjórðungur drengja á aldrinum 16-19 ára höfðu séð eftir því að stunda kynlíf. Tíðni klamydíu og kynfæravartna er með því hæsta sem þekkist og barneignir í aldurshópnum 15-19 ára eru mun fleiri en í öðrum norrænum ríkjum. Árið 2008 var fjöldi barna á hverjar 1.000 konur 15-19 ára 14,6 á Íslandi, 9,3 í Noregi, 8,6 í Finnlandi og 6,0 í Danmörku og Svíþjóð. Við verðum að axla ábyrgð sem samfélag á því að börnin okkar stunda kynlíf alltof snemma, á óheilbrigðan og óábyrgan máta og grípa til aðgerða. Við gerum það með því að auka fræðslu um kynlíf og mikilvægi þess að vera eldri og tilfinningalega tilbúinn þegar byrjað er að stunda kynlíf. Með því að fjölga unglingamóttökum og að framhaldsskólar séu með heilsugæslu. Það gerum við með því að auka aðgengi að ódýrari hormónagetnaðarvörnum og smokkum og forvarnir gegn áfengisneyslu. Hættum að hunsa staðreyndir, - börnin okkar eiga einfaldlega betra skilið.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar