Engin þöggun á leikskólum í Reykjavík Jón Gnarr skrifar 12. nóvember 2011 06:00 Engin óvissa ríkir um leikskólana í Reykjavík. Þeir eru vel reknir og þar starfar frábært fagfólk sem hefur náð miklum árangri í starfi og veitir mjög góða þjónustu. Þessi misserin er stórátak í gangi í leikskólastarfi í Reykjavík. Í dag njóta um 7.000 börn umönnunar og kennslu á leikskólum borgarinnar. Þau hafa aldrei verið fleiri. Á þessu ári hefur Reykjavíkurborg unnið markvisst að því að taka inn í leikskólana stærsta árgang sem fæðst hefur á Íslandi en það eru börn sem fæddust á árinu 2009. Tekist hefur ljómandi vel að koma öllum þessum börnum fyrir en þau eru 1.725 talsins. Til þess að mæta þessari barnasprengju, sem allir Íslendingar hljóta að fagna, voru settar yfir 500 milljónir aukalega í málefni leikskólanna enda er það markmið okkar að barnafjölskyldum líði vel í Reykjavík. Allir hljóta að skilja að fjármagnið til þessa mikilvæga verkefnis var ekki auðfundið í tekjusamdrætti síðustu ára. Hvert leikskólapláss kostar að meðaltali 2 milljónir króna á ári. Það liggja því miklir fjármunir bundnir í rekstri leikskólanna. Frá árinu 2008 hafa útgjöld til leikskólamála aukist um rúman milljarð í Reykjavík. Rekstur leikskólanna kostar nú um 10 milljarða á ári. Það eru miklir peningar. Börnum í leikskólum í Reykjavík er að fjölga um 600 á nokkrum árum. Þessi fjölgun barna í leikskólunum er svipuð því og sex nýir leikskólar hafi bæst við en að meðaltali eru um 100 börn í leikskólum í Reykjavík. Á næsta ári stendur Reykjavíkurborg frammi fyrir því að innrita svipaðan fjölda barna á leikskóla í Reykjavík. Börn fædd árið 2010 í Reykjavík eru 1.787 samkvæmt nýjustu tölum. Sem betur fer hefur verið búið vel í haginn fyrir þennan stóra og fjöruga hóp. Húsnæðið er þegar til staðar en færanlegum stofum hefur verið bætt við leikskóla í hverfum þar sem þörfin er mest. Þetta þýðir að rýmin í fermetrum talið eru þegar til en fjármagn vantar á þessu ári til að innrita fleiri börn en þau 70 af 2010 árganginum sem þegar hafa verið innrituð, enda var ekki gert ráð fyrir að innrita 2010 árganginn fyrr en á árinu 2012. Við höfum gefið fyrirheit um að öll börn fædd árið 2010 fái leikskólapláss á árinu 2012. Við það verður staðið. Börnin verða tekin inn í leikskólana í áföngum og verða öll komin með pláss í síðasta lagi haustið 2012, árið sem þau verða tveggja ára. Mér sýnist að staðan hjá mörgum stærri sveitarfélögum landsins sé mjög svipuð. Þegar þessi stóri árgangur verður allur kominn inn í leikskóla næsta haust munu 7.100 börn verða við leik og nám í leikskólum í Reykjavík. Leikskólagjöld í Reykjavík eru enn þá með þeim lægstu á landinu. Ég tel því að við getum verið stolt af leikskólunum okkar, því öfluga starfi sem þar er unnið og því sem við höfum þegar áorkað í þágu barnafjölskyldna í borginni. Nú á haustmánuðum er eins og reynt hafi verið að skapa ástæðulausa óvissu og tortryggni meðal foreldra og aðstandenda um að þjónusta leikskólanna í Reykjavík sé ekki nógu góð eða víðtæk, starfsemin sé á milli steins og sleggju. Því hefur jafnvel verið haldið fram að þjónusta við barnafólk sé verri en verið hefur og aðstæður á leikskólunum jafnvel stórhættulegar. Sagt er að á leikskólunum standi fólk verkefnalítið og í óvissu um framhaldið. Jafnframt hefur verið hamrað á því að starfsfólki leikskólanna sé bannað að tjá sig um hitt og þetta og orðið þöggun notað í því samhengi. Þetta er allt víðs fjarri sannleikanum. Ekki stendur til að segja neinum upp á leikskólum í Reykjavík. Engum hefur heldur verið bannað að tjá sig. Leikskólastjórar fengu á dögunum senda vinsamlega ábendingu í tölvupósti frá fagstjóra skóla- og frístundasviðs um að beina fyrirspurnum frá fjölmiðlum til upplýsingadeildar til að fyrirbyggja misskilning og tryggja samræmd og örugg svör frá borginni. Það eru aðeins fagleg vinnubrögð því Reykjavíkurborg vill veita skýr svör við sem flestu eins skjótt og auðið er. Að lokum vil ég segja þetta. Leikskólarnir í Reykjavík eru reknir með miklum myndarskap og aðbúnaðurinn hefur aldrei verið betri. Hér er eitt besta leikskólakerfi í heimi. Þennan mikla árangur ber fyrst og fremst að þakka því góða og faglega fólki sem vinnur á leikskólunum. Og þessu fólki, jafnt sem öðrum starfsmönnum Reykjavíkurborgar, er að sjálfsögðu frjálst að tjá sig opinberlega um hvaðeina sem því dettur í hug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Engin óvissa ríkir um leikskólana í Reykjavík. Þeir eru vel reknir og þar starfar frábært fagfólk sem hefur náð miklum árangri í starfi og veitir mjög góða þjónustu. Þessi misserin er stórátak í gangi í leikskólastarfi í Reykjavík. Í dag njóta um 7.000 börn umönnunar og kennslu á leikskólum borgarinnar. Þau hafa aldrei verið fleiri. Á þessu ári hefur Reykjavíkurborg unnið markvisst að því að taka inn í leikskólana stærsta árgang sem fæðst hefur á Íslandi en það eru börn sem fæddust á árinu 2009. Tekist hefur ljómandi vel að koma öllum þessum börnum fyrir en þau eru 1.725 talsins. Til þess að mæta þessari barnasprengju, sem allir Íslendingar hljóta að fagna, voru settar yfir 500 milljónir aukalega í málefni leikskólanna enda er það markmið okkar að barnafjölskyldum líði vel í Reykjavík. Allir hljóta að skilja að fjármagnið til þessa mikilvæga verkefnis var ekki auðfundið í tekjusamdrætti síðustu ára. Hvert leikskólapláss kostar að meðaltali 2 milljónir króna á ári. Það liggja því miklir fjármunir bundnir í rekstri leikskólanna. Frá árinu 2008 hafa útgjöld til leikskólamála aukist um rúman milljarð í Reykjavík. Rekstur leikskólanna kostar nú um 10 milljarða á ári. Það eru miklir peningar. Börnum í leikskólum í Reykjavík er að fjölga um 600 á nokkrum árum. Þessi fjölgun barna í leikskólunum er svipuð því og sex nýir leikskólar hafi bæst við en að meðaltali eru um 100 börn í leikskólum í Reykjavík. Á næsta ári stendur Reykjavíkurborg frammi fyrir því að innrita svipaðan fjölda barna á leikskóla í Reykjavík. Börn fædd árið 2010 í Reykjavík eru 1.787 samkvæmt nýjustu tölum. Sem betur fer hefur verið búið vel í haginn fyrir þennan stóra og fjöruga hóp. Húsnæðið er þegar til staðar en færanlegum stofum hefur verið bætt við leikskóla í hverfum þar sem þörfin er mest. Þetta þýðir að rýmin í fermetrum talið eru þegar til en fjármagn vantar á þessu ári til að innrita fleiri börn en þau 70 af 2010 árganginum sem þegar hafa verið innrituð, enda var ekki gert ráð fyrir að innrita 2010 árganginn fyrr en á árinu 2012. Við höfum gefið fyrirheit um að öll börn fædd árið 2010 fái leikskólapláss á árinu 2012. Við það verður staðið. Börnin verða tekin inn í leikskólana í áföngum og verða öll komin með pláss í síðasta lagi haustið 2012, árið sem þau verða tveggja ára. Mér sýnist að staðan hjá mörgum stærri sveitarfélögum landsins sé mjög svipuð. Þegar þessi stóri árgangur verður allur kominn inn í leikskóla næsta haust munu 7.100 börn verða við leik og nám í leikskólum í Reykjavík. Leikskólagjöld í Reykjavík eru enn þá með þeim lægstu á landinu. Ég tel því að við getum verið stolt af leikskólunum okkar, því öfluga starfi sem þar er unnið og því sem við höfum þegar áorkað í þágu barnafjölskyldna í borginni. Nú á haustmánuðum er eins og reynt hafi verið að skapa ástæðulausa óvissu og tortryggni meðal foreldra og aðstandenda um að þjónusta leikskólanna í Reykjavík sé ekki nógu góð eða víðtæk, starfsemin sé á milli steins og sleggju. Því hefur jafnvel verið haldið fram að þjónusta við barnafólk sé verri en verið hefur og aðstæður á leikskólunum jafnvel stórhættulegar. Sagt er að á leikskólunum standi fólk verkefnalítið og í óvissu um framhaldið. Jafnframt hefur verið hamrað á því að starfsfólki leikskólanna sé bannað að tjá sig um hitt og þetta og orðið þöggun notað í því samhengi. Þetta er allt víðs fjarri sannleikanum. Ekki stendur til að segja neinum upp á leikskólum í Reykjavík. Engum hefur heldur verið bannað að tjá sig. Leikskólastjórar fengu á dögunum senda vinsamlega ábendingu í tölvupósti frá fagstjóra skóla- og frístundasviðs um að beina fyrirspurnum frá fjölmiðlum til upplýsingadeildar til að fyrirbyggja misskilning og tryggja samræmd og örugg svör frá borginni. Það eru aðeins fagleg vinnubrögð því Reykjavíkurborg vill veita skýr svör við sem flestu eins skjótt og auðið er. Að lokum vil ég segja þetta. Leikskólarnir í Reykjavík eru reknir með miklum myndarskap og aðbúnaðurinn hefur aldrei verið betri. Hér er eitt besta leikskólakerfi í heimi. Þennan mikla árangur ber fyrst og fremst að þakka því góða og faglega fólki sem vinnur á leikskólunum. Og þessu fólki, jafnt sem öðrum starfsmönnum Reykjavíkurborgar, er að sjálfsögðu frjálst að tjá sig opinberlega um hvaðeina sem því dettur í hug.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar