Vanræksla stjórnvalda í forvarnamálum! Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Nú berast fréttir af því að við Íslendingar séum orðin næst feitasta þjóð heims! Þetta eru sorglegar fréttir, sérstaklega þar sem þessi þróun hefur verið fyrirséð í langan tíma. Í ljósi þess setti ég sem ráðherra heilbrigðismála forvarnir í forgang. Ég fékk til liðs við mig fólk með yfirburðaþekkingu á sviðinu; Dr. Ingu Dóru Sigfúsdóttur, sem nú starfar sem prófessor við Columbia háskóla í New York, og Héðin Unnsteinsson, sem starfað hafði að stefnumótun hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um árabil. Byggt á nýjustu rannsóknum og í samráði við fjölmarga fagaðila á sviði forvarnamála, settu þau saman heildstæða stefnu sem tekur til hreyfingar, vímuvarna og geðverndar. Í inngangi stefnunnar segir:„Markmið með heilsustefnu er ekki eingöngu að fólk nái háum aldri. Hún snýst ekki síður um að fólki líði sem best á meðan það lifir. Þá verður ekki framhjá því litið að sjúkdómar rýra lífsgæði og eru dýrir fyrir samfélagið og útlit er fyrir verulega aukningu á ýmsum langvinnum sjúkdómum í framtíðinni verði ekkert að gert. Því er mikilvægt að draga úr aukningu langvinnra sjúkdóma og gefa þeim sem fá sjúkdóma möguleika á að lifa betra lífi.“ Fagmennska og árangurVið vinnu stefnunnar var lögð áhersla á fagmennsku, og árangur. Íslenska þjóðin hefur séð nógu mikið af almennum stefnuyfirlýsingum sem ekki hefur verið fylgt eftir. Þessu vildum við breyta. Í ljósi þess var sett fram áætlun um 30 aðgerðir og rík áhersla lögð á að hægt yrði að meta árangur þeirra. Tilgreindir voru ábyrgðaraðilar með hverri aðgerð, þær voru mælanlegar og með tímamörkum. Fagmennska og árangur voru leiðarljós stefnumótunarvinnunnar, sem auk þess að byggja á nýjustu rannsóknum, studdist við helstu aðgerðir sem áður hafði verið mælt með á sviði lýðheilsu hérlendis, stefnur og framkvæmdaáætlanir í nágrannalöndunum, auk þess sem horft var til áhersluatriða erlendra stofnana eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í lýðheilsumálum. Starfið var því byggt bæði á reynslu Íslendinga en auk þess var stuðst við erlend gögn og skýrslur alþjóðastofnana um lýðheilsu. Síðast en ekki síst var aðgerðaáætlunin unnin með víðtæku samráði þar sem leitað var eftir áliti sem flestra þeirra sem málið varðar. Í því ferli voru haldnir fundir með öllum fulltrúum stærstu sveitarfélaga landsins, fulltrúum verslunar, þjónustu og iðnaðar. Einnig var fundað með fulltrúum stéttarfélaga, frjálsra félagasamtaka, háskóla og fagstétta. Sjónarmið þessara aðila og áherslur voru mikilvægt innlegg við mótun aðgerðaáætlunarinnar. Í heild var vinnan við þessa stefnumótun á sviði forvarna fyrir þjóðina, liður í þeirri stefnu minni sem ráðherra að hafa fagmennsku og þekkingu að leiðarljósi. Nú skyldi maður ætla að það hefði verið góð þverpólitísk samstaða um að fylgja þessari stefnu eftir. Svo var ekki. Ögmundur Jónasson, fyrsti ráðherra heilbrigðismála af þremur í núverandi ríkisstjórn, hafði ekki þor né dug til að halda áfram starfinu; af þeirri einföldu ástæðu að hann hafði ekki átt frumkvæði að því. Pólitík gærdagsins! Þess í stað sá hann til þess að Heilsustefnan kæmi aldrei fyrir sjónir Íslendinga, setti hana niður í kjallara í ráðuneytinu og síðan hefur ekkert til hennar spurst. Árangurinn er einfaldlega sá að við horfum fram á stóraukinn vanda í þessum málaflokki og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Tökum höndum samanÞetta ástand er okkur Íslendingum til háborinnar skammar. Vanrækslan í þessum málaflokki mun koma niður á öllum, en sérstaklega þó ungu fólki sem mun lifa með afleiðingunum í formi skertra lífsgæða. Góðu fréttirnar eru þær að við getum snúið þessari þróun við. Heilsustefnan sem lögð var fram í nóvember 2008 er góður grunnur til að byggja á. Komum henni í framkvæmd. http://www.velferdarraduneyti.is/media/Skyrslur/Heilsustefnan.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af því að við Íslendingar séum orðin næst feitasta þjóð heims! Þetta eru sorglegar fréttir, sérstaklega þar sem þessi þróun hefur verið fyrirséð í langan tíma. Í ljósi þess setti ég sem ráðherra heilbrigðismála forvarnir í forgang. Ég fékk til liðs við mig fólk með yfirburðaþekkingu á sviðinu; Dr. Ingu Dóru Sigfúsdóttur, sem nú starfar sem prófessor við Columbia háskóla í New York, og Héðin Unnsteinsson, sem starfað hafði að stefnumótun hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um árabil. Byggt á nýjustu rannsóknum og í samráði við fjölmarga fagaðila á sviði forvarnamála, settu þau saman heildstæða stefnu sem tekur til hreyfingar, vímuvarna og geðverndar. Í inngangi stefnunnar segir:„Markmið með heilsustefnu er ekki eingöngu að fólk nái háum aldri. Hún snýst ekki síður um að fólki líði sem best á meðan það lifir. Þá verður ekki framhjá því litið að sjúkdómar rýra lífsgæði og eru dýrir fyrir samfélagið og útlit er fyrir verulega aukningu á ýmsum langvinnum sjúkdómum í framtíðinni verði ekkert að gert. Því er mikilvægt að draga úr aukningu langvinnra sjúkdóma og gefa þeim sem fá sjúkdóma möguleika á að lifa betra lífi.“ Fagmennska og árangurVið vinnu stefnunnar var lögð áhersla á fagmennsku, og árangur. Íslenska þjóðin hefur séð nógu mikið af almennum stefnuyfirlýsingum sem ekki hefur verið fylgt eftir. Þessu vildum við breyta. Í ljósi þess var sett fram áætlun um 30 aðgerðir og rík áhersla lögð á að hægt yrði að meta árangur þeirra. Tilgreindir voru ábyrgðaraðilar með hverri aðgerð, þær voru mælanlegar og með tímamörkum. Fagmennska og árangur voru leiðarljós stefnumótunarvinnunnar, sem auk þess að byggja á nýjustu rannsóknum, studdist við helstu aðgerðir sem áður hafði verið mælt með á sviði lýðheilsu hérlendis, stefnur og framkvæmdaáætlanir í nágrannalöndunum, auk þess sem horft var til áhersluatriða erlendra stofnana eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í lýðheilsumálum. Starfið var því byggt bæði á reynslu Íslendinga en auk þess var stuðst við erlend gögn og skýrslur alþjóðastofnana um lýðheilsu. Síðast en ekki síst var aðgerðaáætlunin unnin með víðtæku samráði þar sem leitað var eftir áliti sem flestra þeirra sem málið varðar. Í því ferli voru haldnir fundir með öllum fulltrúum stærstu sveitarfélaga landsins, fulltrúum verslunar, þjónustu og iðnaðar. Einnig var fundað með fulltrúum stéttarfélaga, frjálsra félagasamtaka, háskóla og fagstétta. Sjónarmið þessara aðila og áherslur voru mikilvægt innlegg við mótun aðgerðaáætlunarinnar. Í heild var vinnan við þessa stefnumótun á sviði forvarna fyrir þjóðina, liður í þeirri stefnu minni sem ráðherra að hafa fagmennsku og þekkingu að leiðarljósi. Nú skyldi maður ætla að það hefði verið góð þverpólitísk samstaða um að fylgja þessari stefnu eftir. Svo var ekki. Ögmundur Jónasson, fyrsti ráðherra heilbrigðismála af þremur í núverandi ríkisstjórn, hafði ekki þor né dug til að halda áfram starfinu; af þeirri einföldu ástæðu að hann hafði ekki átt frumkvæði að því. Pólitík gærdagsins! Þess í stað sá hann til þess að Heilsustefnan kæmi aldrei fyrir sjónir Íslendinga, setti hana niður í kjallara í ráðuneytinu og síðan hefur ekkert til hennar spurst. Árangurinn er einfaldlega sá að við horfum fram á stóraukinn vanda í þessum málaflokki og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Tökum höndum samanÞetta ástand er okkur Íslendingum til háborinnar skammar. Vanrækslan í þessum málaflokki mun koma niður á öllum, en sérstaklega þó ungu fólki sem mun lifa með afleiðingunum í formi skertra lífsgæða. Góðu fréttirnar eru þær að við getum snúið þessari þróun við. Heilsustefnan sem lögð var fram í nóvember 2008 er góður grunnur til að byggja á. Komum henni í framkvæmd. http://www.velferdarraduneyti.is/media/Skyrslur/Heilsustefnan.pdf
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar